27.08.2007
Strákarnir í 5. flokki karla gerðu sér lítið fyrir í gær og sigruðu Fylkismenn í undanúrslitum 3. og 4. riðils í 5. flokki og munu spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki við FH. B-liðið gerði jafntefli við Fylki - 0-0, en A-liðið vann 2-0. Þessi úrslit staðfesta svo ekki verður um villst hversu frábær fimmti flokkur KA er nú. Þá má ekki gleyma því að C-lið KA í 5. flokki mun einnig um næstu helgi, nánar tiltekið á sunnudag, keppa í Reykjavík við fimm lið af höfuðborgarsvæðinu um Íslandsmeistaratitil C-liða í 5. flokki.Önnur úrslit helgarinnar eru.Föstudagur:KA 1 - Fylkir 0 A-liðKA 1 - Fylkir 5 B-liðLaugardag: KA 5 - Firðir 1 A-liðKA 10 - Firðir 0 B-lið Við óskum óskum 5.flokki karla tilhamingju með frábæraran árangur um helgina.
27.08.2007
Um helgina fór fram í Vestmannaeyjum úrslitakeppni 3. flokks kvenna í 7 manna bolta. KA átti auðvitað sína fulltrúa á mótinu, stóðu stelpurnar sig vel og voru góðir fulltrúar KA jafnt innan sem utan vallar. Þrátt fyrir það endaði KA í neðsta sæti með 0 stig. Hér eru úrslit úr leikjunum helgarinnar.Laugardagur:KS/Leiftur - KA: 3 - 0KA - Stjarnan: 1 - 3Sunnudagur:ÍBV - KA: 5 - 0KA - Sindri: 0 - 3
26.08.2007
Æfingar hjá F1, F1A og F2 byrja mánudaginn 27.ágúst frá 16:00 til 18:00.Aðrir hópar byrja seinna nákvæmar tímasetningar á því verða birtar fljótlega. .
24.08.2007
KA menn töðuðu nú í kvöld gegn ÍBV. Fór leikurinn 0 - 2 fyrir eyjamönnum. KA menn stija nú í 11 sæti deildarinnar, sem er næst neðsta sætið, með 15 stig.
24.08.2007
Til upplýsinga fyrir foreldra og iðkendur.Unnið er hörðum höndum að því að koma starfinu af stað í vetur.Félagið er háð tvennum stundaskrám annarsvegar stundaskrá Glerárskóla og hinsvegar stundaskrá Menntaskólans á Akureyri.
23.08.2007
Úrslitakeppni 5.flokks karla, riðlar r3 og r4 verður á KA-Velli um helgina. KA eru í riðli með Fylki og Fjörðum. Lekir KA eru eftirfarandi, föstudaginn 24. ág, kl 18:00 A-lið KA - Fylkir, kl 18:50 B-lið KA - Fylkir. Laugardaginn 25. ág, kl 11:00 A-lið KA - Firðir, 11:50 B-lið KA - Firðir. Úrslitaleikir eru síðan á sunnudag og verða leikir KA settir inn á síðuna. Við hvetjum alla að mæta og horfa á strákana spila.
23.08.2007
Nágrannaslagur var í 2.fl í gær þegar KA og Þór léku á KA-Velinum. Enduðu leikar með jafntefli 1 - 1 og fengu því bæði lið 1 stig. Sigurjón Fannar Sigurðsson skoraði markið fyrir KA en Andri Heiðar Ásgrímsson fyrir Þór.KA menn sitja nú í öðru sæti í b deild með 18 stig, einsog Valur. KA og Valur munu leika á laugardaginn nk. á Hlíðarenda kl 18. Er það ljóst að þar verður hörku leikur á ferðinni. Einnig spilar KA við Fjölni á Fjölnisvelli á sunnudaginn nk. kl 14:00.
23.08.2007
Undanfarnar vikur höfum við spurt lesendur síðunnar um það hvort að þeir hafi mætt á leiki KA í sumar, niðurstöðurnar voru þessar:Já : 63% Nei og hef ekki áhuga : 21% Nei en langar : 17%
18.08.2007
ATH! Vegna þrifa á íþróttahúsinu við Glerárskóla og tónleika í vikunni 20.til 24.ágúst falla allar æfingar niður þá vikuna.Fylgist með hér á vefnum hvenær æfingar hefjast svo aftur í þarnæstu viku.
15.08.2007
Valgeir Valgeirsson (18 ára) sem lék með HK á síðasta tímabili hefur ákveðið að ganga til liðs við KA. Valgeir, sem er miðjusmassari, var í A-landsliðshópi karla sem tók þátt í smáþjóðaleikunum í sumar og er hann því mikill fengur fyrir KA liðið.