Fréttir

KA - Stjarnan um helgina

Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar úr Garðarbæ koma norður um helgina og spila við KA menn. Leikirnar fara fram kl. 20:00 á föstudag og kl 16:00 á laugardag. KA menn hafa styrkt lið sitt verulega frá í fyrra og fóru vel af stað er þeir lögðu ÍS í tvígang um síðustu helgi og því til alls líklegir á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum. Við hvetjum norðlendinga til að mæta á leikinn og styðja strákana.   Áfram KA !!!

Fyrsti leikur kvennaliðsins í 2. deild

Kvennalið KA spilar sinn fyrsta leik í annarri deildinni næstkomandi mánudag við Völsung á Húsavík. Leikurinn hefst klukkan 21:00.

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar KA

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar KA er komið út. Í því er að finna allar helstu upplýsingar um starfið í vetur. Hægt er að lesa bréfið með því að smella á "Lesa meira"

Unglingaráð handknattleiksdeildar skrifar undir samninga

Á KA-deginum skrifaði unglingráð handknattleiksdeildar KA undir styrktar og samstarfsamninga við eftirtalin fyrirtæki. Haukaup, Glitni og Greifan.Myndir frá KA Deginum má finna í myndasafni. 

ÍS-KA

Um helgina mættu KA menn liði Stúdenta

Upphitun: ÍS-KA

Frá Mótanefnd

Nú liggur fyrir mótaskrá FSÍ fyrir veturinn 2007-2008.Gera má ráð fyrir að nokkur hópur iðkenda frá Fimleikafélagi Akureyrar, þ.e.stúlkur í F1, F1A og F2 og piltar í K1 muni sækja eftirtalin mót í áhaldafimleikum:  10.

Sandor Matus áfram í herbúðum KA

Hinn frábæri markvörður, Sandor Matus, hefur ákveðið að vera um kyrrt í herbúðum okkar manna þrátt fyrir áhuga frá liðum úr Landsbankadeild en þetta var ákveðið fyrr í dag. Hann mun skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið á næstunni.  Sandor lék 20 leiki með liðinu í fyrstu deildinni í sumar en hann kom til KA árið 2004 og hefur margoft sannað að hann er einn albesti markvörður landsins með stórkostlegum markvörslum. Til að mynda varði hann víti í stöðunni 0-0 gegn Leikni hér heima á mjög mikilvægum tímapunkti en með tapi hefði liðið verið í hrikalegum málum í fallbaráttunni og ekkert annað en sigur gegn Þór sem hefði hugsanlega getað bjargað liðinu.

KA dagurinn var á laugardaginn

KA dagurinn var haldinn á laugardaginn frá 11 - 13. Deildir félagsins voru með kynningar á starfsemi sinni, innheimtu æfingagjalda og sölu á varningi tengdum deildunum.Þá var einnig boðið uppá kynningu á æfingum frá blakdeild og handknattleiksdeild niðurí íþróttasal og júdódeild var með sína kynningu í júdósal. Þá var gestum boðið uppá kaffi, Frissa og vöflur og mæltist það mjög vel fyrir.Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel, en fjöldi foreldra, iðkenda og félagsmanna leit við og kynnti sér það sem boðið var uppá. Myndir frá deginum eru komnar inní myndasafnið, sem hægt er að fara í með því að smella á myndir hér vinstramegin á síðunni.

Opinn kynningarfundur um málefni KA var haldinn 1 október sl.

Aðalstjórn KA boðaði til fundar um samninga við Akureyrarbæ sem voru gerðir í sumar. Á fundinn mætt um 40 félagsmenn og fundarstjóri var Viðar Sigurjónsson starfsmaður ÍSÍ á Akureyri. Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri KA gerði grein fyrir samningunum sem eftirfarandi. Í fyrstalagi er að ræða endurnýjun og framlengingu á rekstararsamningi sem gildir núna til ársins 2010. Samningurinn felur í sér hækkun á rekstarstyrk til reksturs valla og til reksturs skrifstofu og framkvæmdstjóra, samtals er hækkunin uppá 2,5 milljóna króna. Þetta mun auðvelda til muna rekstur félagsins á næstu árum. Hinn samningurinn er um framkvæmdir á vallarsvæði KA á næstu árum. Gert er fráð fyrir að hafist verði handa haustið 2008 með því að aðalvöllur vestan íþróttahúss verði gerður að gerfigrasvelli með hitalögn og flóðljósum. Þá er einnig gert ráð fyrir að jarðvegsskipti eigi sér stað á svokölluðum "Wembley" sem er sunnan við félagsheimilið. Þessum framkvæmdum á að vera lokið vorið 2009 og er áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er um 171 milljón. Þá er gert ráð fyrir því að stúka verði reyst á árunum 2010 - 2012 og verði hún norðan við aðalvöll. Tölverðar umræður um samningana, t.d. sköpuðust miklar umræður um ágæti gerfigras á aðalvöllinn. Fundurinn þótti takast mjög vel og ljóst er að framhald verður á almennum fundum um málefni félagsins.