Fréttir

Pizzupartý hjá A-1

Fimmtudaginn 6.desember var pizzupartý hjá hópnum A1.Stelpurnar borðuðu, fóru í leiki, á trampólín og skemmtu sér og öðrum JHér eru nokkrar myndir af stelpunum.

Jólasprell verður hjá Fimleikafélagi Akureyrar 14. og 15. des

Jólasprell verður hjá Fimleikafélagi Akureyrar (F.A.) 14.og 15.desember.Ákveðið hefur verið að ljúka haustönninni með öðru sniði en vanalega hjá FA.Hingað til hefur félagið staðið fyrir jólasýningum en í ár var ákveðið að breyta til og hafa jólasprell í Glerárskóla og bjóða foreldrum og forráðmönnum að taka þátt í húllumhæinu.

KA-HK

KA vann HK örugglega 3-0 í tveimur viðureignum um helgina.

KA-HK kl 20:00

Í kvöld og á laugardaginn mætast lið HK og KA í fyrstu deild karla í blaki. Í fyrra mættust þessi lið nokkrum sinnum og hafði HK oftast betur. Liðin mættust t.d. í undanúrslitum Íslandsmótsins og vann HK þar í spennandi viðureignum.Liðin enduðu í 2 og 3 sæti í deildinni síðasta ár og ætti þetta því að verða jafn leikur samkvæmt því. HK liðið hefur þó misst marga menn frá síðasta tímabili og er liðið að mestu skipað ungum leikmönnum.

Knattspyrnudeild KA hlaut Grasrótarverðlaun UEFA og KSÍ

Í gær voru afhentar viðurkenningar fyrir grasrótarviðburði ársins í knattspyrnu. Það eru KSÍ og UEFA sem veita þessar viðurkenningar árlega og fór afhendingin fram í dag í höfuðstöðvum KSÍ. Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ og Guðlaugur Gunnarsson, starfsmaður mótadeildar KSÍ, sem afhentu viðurkenningarnar í dag. Viðurkenningarnar í ár fengu eftirtaldir aðilar: KA fyrir N1 mótið sem er grasrótarviðburður ársins (Most valuable grassroots event). KA menn hafa haldið þetta mót fyrir 5. flokk karla með miklum glæsibrag í 21 ár. Mótið og umfang þess hefur vaxið mikið og á síðasta mót mættu 34 félög með 142 lið. Íþróttafélagið Nes fékk viðurkenningu fyrir knattspyrnu fatlaðra (Best disabled football event) Nes hélt Íslandsleika fatlaðra í knattspyrnu í Reykjaneshöllinni í apríl við frábærar undirtektir. Púkamótið á Ísafirði fyrir leikmenn í eldri flokki (Best Veterans Football Event 2006). Þetta í þriðja skiptið sem það er haldið en tilgangur mótsins er að byggja upp og vekja athygli á sjóði sem ætlað er að styrkja ísfirska knattspyrnu. Félögin fengu við þetta tilefni viðurkenningarskjal frá UEFA og KSÍ, boli, derhúfur og bolta.Frétt, ksi.is

Sími fannst á Farfuglaheimili Reykjavíkur

Um helgina síðustu þegar Aðventumótið var glataði einhver úr hópnum Fimleikafélags Akureyrar síma á Farfuglaheimilinu.Síminn fannst og er viðkomandi beðin að hafa samband við Farfuglaheimilið.

Söludagur á fimleikavörum 14. og 15. des

Á meðan Jólasprellinu stendur verður sala á fimleikavörum í anddyri Glerárskóla.Þá verður boðið upp á ýmsan félagsvarning Fimleikafélags Akureyrar.Það er tilvalið að mæta og fá eitthvað flott í jólapakkann.

Aðventumót Ármanns úrslit

Aðventumót Ármanns er mót fyrir þá iðkendur sem eru að byrja sinn keppnisferil í áhaldafimleikum.Fjöldi keppenda í ár var tæplega 400 börn fædd frá 1994 – 2001 og koma frá 8 fimleikafélögum víðsvegar af landinu.

Vantar pössun milli 16 og 19

Einn af þjálfurum FA leitar að góðri mömmu eða ömmu sem er tilbúinn að taka að sér pössun á eins árs gamalli stúlku.

Þróttur R.-KA

KA menn léku við Þrótt helgina 16-17 nóvember en það gekk ekki vel hjá KA mönnum þar sem þeir töpuðu báðum leikjunum 3-0 og 3-0.