03.09.2007
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fimmta flokki karla (A- og B-liða) eftir nauman sigur á strákunum í KA á Leiknisvelli í Reykjavík á sunnudag. Leikur B-liðanna fór 3-2 fyrir FH og Hafnfirðingar höfðu einnig betur í viðureign A-liðanna 2-0. Engu að síður stóðu okkar strákar sig með miklum sóma og enginn munur á var á liðunum, þrátt fyrir að sigurinn hafi lent FH-megin.Strákarnir í C-liði KA í 5. flokki spiluðu í úrslitakeppni C-liða í Reykjavík í gær og töpuðu báðum leikjum sínum - gegn Fjölni 1-4 og Breiðabliki 0-3.
02.09.2007
Nú eru komnar hér á síðuna upplýsingar um hópa Fimleikafélags Akureyrar 2007-2008 og einnig stundaskrá fyrir veturinn.Til að sjá í hvað hópi barnið er, skoðið heildarlista yfir iðkendur hér.
30.08.2007
Atvinna! Atvinna! Fimleikafélagi Akureyra vantar kröftugan og vel skipulagðan starfskraft á skrifstofu félagsins.Vinnutími er frá 17 – 19 alla virka daga.Starfið felst í eftirtöldu: Umsjón skrifstofu.
30.08.2007
KA menn skella sér í heimsókn til Sandgerðis í kvöld, en þar munu þeir etja kappi við Reyni. Við hvetjum alla KA menn fyrir sunnan að skella sér á völlinn og styðja okkar menn til sigurs ! Reynir S. - KASparisjóðsvöllurinn, 18:30Föstudag 31. ágúst
30.08.2007
Þriðji flokkur karla tryggði sér toppsætið í B-deildinni um helgina með sigri gegn Víkingum á útivelli en liðið endaði með 29 stig. Níu sigurleikir, þrjú töp og tvö jafntefli. Við óskum strákunum til hamingju með deildarmeistara titilinn og einnig góðs gengis í undanúrslitunum !
27.08.2007
Laugardaginn 8.september hefst starfið hjá fjögurra og fimm ára krökkum.Listar með nöfnum barnanna og á hvaða tíma þau koma til með að vera, verða settir hér á netið.
27.08.2007
Sumarið var gert upp hjá 4.flokki karla um helgina, en þeir hittust í KA-Heimilinu á laugardag, snæddu pizzur og skoðuðu myndir frá velheppnuðu sumri. En þeir m.a. fóru í keppnisferð til Danmerkur í júlí, en þar keppt á Tivoli Cup. Strákarnir stóðu sig einnig vel á Íslandsmótinu. Eftir veisluna í KA-heimilinu var haldið í bíó þar sem strákarnir skemmtu sér vel.Einnig hittust foreldrar strákana um kvöldið, grilluðu og skemmtu sér saman. Mjög skemmtilegt framtak þar á ferðini. Meðfyljandi mynd er af hópnum á laugardaginn.
27.08.2007
Strákarnir í 5. flokki karla gerðu sér lítið fyrir í gær og sigruðu Fylkismenn í undanúrslitum 3. og 4. riðils í 5. flokki og munu spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í 5. flokki við FH. B-liðið gerði jafntefli við Fylki - 0-0, en A-liðið vann 2-0. Þessi úrslit staðfesta svo ekki verður um villst hversu frábær fimmti flokkur KA er nú. Þá má ekki gleyma því að C-lið KA í 5. flokki mun einnig um næstu helgi, nánar tiltekið á sunnudag, keppa í Reykjavík við fimm lið af höfuðborgarsvæðinu um Íslandsmeistaratitil C-liða í 5. flokki.Önnur úrslit helgarinnar eru.Föstudagur:KA 1 - Fylkir 0 A-liðKA 1 - Fylkir 5 B-liðLaugardag: KA 5 - Firðir 1 A-liðKA 10 - Firðir 0 B-lið Við óskum óskum 5.flokki karla tilhamingju með frábæraran árangur um helgina.
27.08.2007
Um helgina fór fram í Vestmannaeyjum úrslitakeppni 3. flokks kvenna í 7 manna bolta. KA átti auðvitað sína fulltrúa á mótinu, stóðu stelpurnar sig vel og voru góðir fulltrúar KA jafnt innan sem utan vallar. Þrátt fyrir það endaði KA í neðsta sæti með 0 stig. Hér eru úrslit úr leikjunum helgarinnar.Laugardagur:KS/Leiftur - KA: 3 - 0KA - Stjarnan: 1 - 3Sunnudagur:ÍBV - KA: 5 - 0KA - Sindri: 0 - 3
26.08.2007
Æfingar hjá F1, F1A og F2 byrja mánudaginn 27.ágúst frá 16:00 til 18:00.Aðrir hópar byrja seinna nákvæmar tímasetningar á því verða birtar fljótlega. .