Fréttir

Vorsýning Fimleikafélags Akureyrar.

Sunnudaginn 20.maí.lauk starfsári Fimleikafélags Akureyrar með stórglæsilegri sýningu í íþróttahöllinni á Akureyri.Þar sýndu tæplega 300 iðkendur Fimleikafélags Akureyrar afrakstur æfinga sinna í vetur við góðar undirtektir tæplega 700 áhorfenda.

Vel heppnað kynningarkvöld knattspyrnudeildar á föstudagskvöld

Síðastliðið föstudagskvöld var haldið kynningarkvöld Knattspyrnudeildar KA í KA-Heimilinu. Fjöldi fólks mætti á kvöldið og var liðið kynnt af Míló þjálfara. Formaður knattspyrnudeildar, Tómas Lárus tók einnig til máls ásamt fyrirliða KA, Elmari Dan og Ágústi Haraldssyni sem kynnti fótbolta Akademíu KA.Þá var skrifað undir samstarfssaminga við Byko, KEA, N1 og Greifann. Á eftir var boðið uppá veitingar og spjölluðu menn um fótbolta, komandi sumar og kosningar fram eftir kvöldi. Er það mál manna að þetta kvöld hafi verið virkilega vel heppnað.Hægt er að sjá myndir frá kvöldinu undir "myndir"

KA byrjar íslandsmótið með sigri !

Í gær fór fram fyrsti leikur KA í Íslandsmótinu þetta sumarið þó veðrið í hafi ekki verið upp á sitt besta. KA-menn sigruðu Víkinga frá Ólafsvík 1-0 á Nývangi. Það var Sveinn Elías Jónsson sem skoraði mark KA-manna

Lokahóf yngriflokka fór fram á föstudag.

Á föstudag fór fram lokahóf yngri flokka, að vanda voru þeir leikmenn sem skarað hafa framúr verðlaunaðir, skemmtiatriði haldin og boðið upp á veitingar. Mætingin á lokahófið var mjög fín og var gaman að sjá foreldra og systkini mæta með þessum ungu leikmönnum. Um 220 krakkar æfðu með KA í vetur.

Sigur hjá öðrum flokki

Einn leikur fór fram í 2.flokki drengja fyrir norðan.  KA og HK áttust við og unnu KA menn frækinn sigur í leiknum, 3-2.  Þetta er önnur viðureign liðanna í fjórfaldri umferð en KA menn unnu einmitt fyrri leikinn einnig 3-2.  Liðin eigast næst við á Akureyri 10. mars og lokaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn verður 1. apríl. 

Fyrsti heimaleikur KA fer fram á KA-Vellinum

Ákveðið var í gær að færa fyrsta heimaleik KA, KA - Víkingur Ó, af Akureyrarveli yfir á KA-völlinn. Virðist Akureyrarvöllur ekki vera klár í slaginn þótt að liðin séu það. Hvetjum að alla að mæta á leikinn á KA-Vellinum á sunnudag kl 16:00.

Lokahóf í handbolta á föstudag

Lokahóf í handbolta verður haldið á föstudaginn nk. kl 18:00, verðlaun verða veitt, boðið upp á skemmtiatriði og pizzuveislu. Allir iðkendur KA, foreldarar og systkini velkomin.

Skráning Iðkenda

Opnað hefur verið fyrir skráningu iðkenda fyrir veturinn 2007-2008 hér til hægri á síðunni.ATH!! Aðeins er hægt að skrá í gegnum heimasíðuna.Þeir sem senda inn skráningu verða settir á biðlista fyrst um sinn.

Vika í að boltin fari að rúlla hjá KA-mönnum !

Það er farið að styttast verulega í fyrsta leik í deildinni en nú er einungis vika þar til flautað verður til leiks í leik KA og Víkinga frá Ólafsvík á Akureyrarvellinum í 1. deildinni. Liðið lenti í sjöunda sæti skv. spá fyrirliða og þjálfara í deildinni á Fótbolta.net. Hér að neðan er hægt að sjá spánna.

Fimleikamót 6. maí.

Sunnudaginn 6.maí var haldið innanfélagsmót hjá FA.Nokkrir æfingarhópar FA tóku þátt í þessu móti og einnig kom gestalið frá Hetti á Egilstöðum til að vera með.Mótinu var skipt í tvennt annarsvegar var keppt í almennum fimleikum og hinsvegar í hópfimleikum.