07.09.2007
Æfingtafla fyrir Júdóæafingar í vetur er komin á vefinn. Smelltu hér til að nálgast hana.
07.09.2007
Blakdeild KA opnaði formlega nýja vefsíðu í gær. Vefurinn er hinn glæsilegasti og er keyrður í Moya vefkerfi frá hugbúnaðarfyrirtækinu Stefnu sem er öflugt hugbúnaðarhús á Akureyri. Vefurinn er einnig mjög öflugur og býður upp á margs konar þjónustu. Þar má nefna skoðanakannanir, myndaalbúm, tilkynningakerfi, viðburðadagatal, póstlista o.fl. Aðalvefur KA og vefur ÍBA www.iba.is munu lesa fréttir af síðu Blakdeildar KA í framtíðinni. Stjórn Blakdeildar KA væntir mikils af nýja veftólinu sem allsherjar samskiptamiðli við leikmenn, foreldra og áhugamenn um blak, segir í tilkynningu. Hafsteinn Valdimarsson, leikmaður meistaraflokks karla, verður umsjónarmaður vefsins fyrst um sinn ásamt stjórnarmönnum KA.Þú kemst á nýju heimasíðuna með því að smella hér.
07.09.2007
Í gær tóku KA menn á móti Fjarðabyggð. Fjarðabyggð hafði unnið fyrri viðureign liðan og næu var komið að hefndum, sem tókust ekki og enduðu leikar 1 - 1. KA menn byrjuðu leikinn ílla og léku alls ekki vel í fyrrihálfleik, í seinniha´lf leik snéru þeir hinsvegar við blaðinu og léku ágætlega. KA menn sitja nú 11 og jafnfram næðst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig.
07.09.2007
Filip Szewczyk (29 ára), sem var hjá liðinu á síðasta tímabili, snýr aftur auk þess sem nýr leikmaður bætist í hópinn. Sá heitir Piotr Slawomir Kempisty (28 ára).
07.09.2007
Blakdeild KA barst leikjaplan Íslandsmóts karla fyrir helgina en samkvæmt því hefst leiktíðin á leikjum ÍS og KA. Leikið verður í Reykjavík dagana 13. og 14. október.
07.09.2007
Stjórn Blakdeildar KA hefur ákveðið að senda m.fl. lið kvenna í 2 deildina í vetur og draga sig út úr 1. deildinni í bili. Þetta er gert í ljósi þess að KA missir meðal annarra 3 máttarstólpa úr liðinu þær Jóhönnu Gunnars, Nataliu Gomzinu og Kolbrúnu Jónsdóttur og fær enga reynslumikla leikmenn í staðinn.
05.09.2007
Fimmtudaginn 13.sept milli 17:00 og 19:00 og Laugardaginn 15.sept milli 9 og 12:30 verður sala á ýmsum félagsvarning í anddyri Íþróttahús Glerárskóla, þá bjóðum við einnig þeim er vilja, að koma og nýta sér tómstundaávísanir Akureyrarbæjar upp í æfingargjöldin í vetur.
05.09.2007
Á föstudag verður sannkallaður nágrannaslagur á Akureyrarvellinum í þriðja flokki karla en þá mætast KA og Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins.Þórsarar lentu í öðru sæti í A-deildinni en KA-menn unnu B-deildina. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Fjölnir og Keflavík.Leikurinn fer fram eins og áður segir á Akureyrarvellinum á föstudag og mun Bjarni Hrannar Héðinsson, dómari leiksins, flauta til leiks kl. 17.30.Við hvetjum að sjálfsögðu alla KA-menn til að mæta á þennan erkifjendaslag en liðið sem sigrar fer í úrslitaleik Íslandsmótsins.
05.09.2007
Árlegt æfingamót á Akureyri fer fram á föstudaginn og laugardaginn. Það hefur verið nefnt Sjallamót um árabil en nýr samstarfsaðili er veitingastaðurinn Kaffi Akureyri og er mótið nefnt eftir honum að þessu sinni.Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.
05.09.2007
Nú er að hefjast nýtt tímabil í blakinu og eru menn farnir að draga skóna af hilluni.