08.10.2007
Aðalstjórn KA boðaði til tveggja funda um málefni félagsins, fyrri fundurinn var haldinn miðvikudaginn 26. september í KA Heimilinu. Á þann fund komu þeir sem sitja í ráðum og stjórnum félagsins. Fundurinn hófst með því að deildir félagsins kynntu stuttlega starfsemi sína, þá kom Hrefna Torfadóttir með umfjöllun um fyrirmyndarfélag ÍSÍ og að lokum fór Gunnar Jónsson framkvæmdstjóri KA yfir samninga á milla Akureyrarbæjar og KA.Hér er stutt umfjöllun um það sem fór fram á fundinum........
08.10.2007
Sportver er þessa dagana með frábært tilboð á KA-félagsgöllum í verslun sinni á Glerártorgi. Barnagalli í stærðum 6 til 14 er nú boðinn á 4.000 kr. en fullt verð er kr. 6.990. Fullorðinsgalli í stærðum S-XXL er boðinn sömuleiðis á 4.000 kr. en fullt verð er kr. 7.990.Grípið gæsina meðan hún gefst. Ekki á hverjum degi sem slík tilboð eru á KA-göllunum!!
08.10.2007
Annar flokkur Þórs/KA sigraði KR-inga auðveldlega á Akureyrarvelli í gær í úrslitaleik VISA-bikarkeppninnar með fjórum mörkum gegn einu.Markadrottningin Rakel Hönnudóttir var í góðum gír í leiknum og setti þrjú mörk og fjórða markið skoraði Freydís Anna Jónsdóttir.Stelpunum og þjálfurum þeirra, Dragan og Siguróla, er óskað til hamingju með bikarinn!
05.10.2007
Um miðjan nóvember verður hið árlega Laugamót ÍFL í innanhús knattspyrnu, haldið á Laugum, Þingeyjarsveit. Mótið fer fram í höllinni við Tjörnina. Spilað er með batta og fjórir leikmenn inn á í hvoru liði í einu. Spilað er eftir battareglum. Kvennalið etja kappi föstudaginn 16.nóvember og karlaliðin laugardaginn 17.nóvember. Skráningar eru hjá Símoni 849-3416 og hjá Lárusi 698-8783 allar nánari upplýsingar hjá Lárusi og Símoni, einnig er hægt að skrá sig með því að senda póst á iflaugar@gmail.com. Mótið er opið öllum, keppnis gjald er 6000 kr. á lið. Síðasti skráningar dagur er 9. nóvember. Ef skráning verður mikil gætu dagsetningar breyst, nánari upplýsingar í símanúmerin hér að ofan.
03.10.2007
Verið er að koma á fót Mótanefnd hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Þegar hafa tekið sæti í nefndinni Andri Teitsson fyrir hönd stjórnar félagsins og þjálfararnir Florin Paun og Björk Óðinsdóttir.
03.10.2007
Verið er að koma á fót Mótanefnd hjá Fimleikafélagi Akureyrar.Þegar hafa tekið sæti í nefndinni Andri Teitsson fyrir hönd stjórnar félagsins og þjálfararnir Florin Paun og Björk Óðinsdóttir.
02.10.2007
Að gefnu tilefni er foreldrum og forráðmönnum iðkenda bent á eftirfarandi: Í reglum Fimleikafélags Akureyrar kemur eftirfarandi fram: Foreldrum/forráðamönnum er velkomið að koma og fylgjast með á fyrstu æfingu í hverjum mánauði en ekki er ætlast til að þeir séu í öðrum tímum.
27.09.2007
Eitthvað er um meiðsli í herbúðum KA en...
24.09.2007
2. flokkur KA í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti í A-deild á næsta keppnistímabili. Þetta varð ljóst að loknum leik Fjölnis og Grindavíkur sem lauk með jafntefli. Með sigri hefði Fjölnir skotist upp fyrir KA og lent í öðru sæti B-deildarinnar og þar með tryggt sér sæti í A-deild, en það tókst Fjölni sem sagt ekki og annað sætið er KA-manna og þar með spilar KA í A-deild í 2. flokki á næsta keppnistímabili. Þór varð í efsta sæti í B-deildinni í 2. flokki með 26 stig og KA lenti í öðru sæti með 25 stig - tvö efstu liðin færast upp í A-deildina og koma þar í stað ÍA og Þróttar R. Hin sex liðin í A-deildinni á komandi leiktíð verða Fylkir, Stjarnan, Breiðablik/Augnablik, KR, Fram og FH.Óhætt er að segja að 2. flokkurinn hafi staðið sig frábærlega í sumar, því auk þess að tryggja sér sæti í A-deildinni spilaði hann til úrslita um VISA-bikarinn við nágranna okkar í Þór, en tapaði naumlega. Ástæða er til að óska strákunum og þjálfara þeirra, Örlygi Þór Helgasyni, til hamingju með góðan árangur í sumar
19.09.2007
KA og Þór öttu kappi í gær á Akureyrarvelli. Þegar venjulegum leiktíma lauk var staðan jöfn 0 - 0 og var leikurinn framleingdur og skorðuðu Þórsarar sigurmarkið í framlengingunni.Þórsarar eru því Vísabikar meistarar í 2.fl. Við viljum óska Þór til hamingju með titilinn og auk þess viljum við óska KA strákunum til hamingju með frábærar árangur í sumar ! Áfram KA !