18.09.2007
Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn á skrifstofuna hjá félaginu.Hann heitir Helga D.Möller Magnúsdóttir og er 29 ára gömul. Helga er á öðru ári á viðskiptabraut í Háskólanum á Akureyri.
17.09.2007
Næstkomandi þriðjudag, 18. september, kl. 17 fer fram stærsti leikur sumarsins á Akureyrarvelli þegar heimaliðin KA og Þór leiða saman hesta sína í úrslitaleik um VISA-bikarinn í 2. flokki karla. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þetta er sannkallaður stórleikur og ekki á hverjum degi sem spilað er til úrslita um VISA-bikar á Akureyrarvelli.Ókeypis er á völlinn og verður boðið upp á grillmat fyrir vallargesti.Skorað er á alla KA-menn, jafnt unga sem aldna, að fjölmenna nú á völlinn og styðja vel við bakið á strákunum. Við höfum nú þegar landað einum Íslandsmeistaratitli og nú viljum við einnig fá VISA-bikar í KA-heimilið! Áfram KA!!!
13.09.2007
Við blakdeildinni viljum bjóða byrjendur í 3 flokki sérstaklega velkomna á æfingar. Í þriðja flokki eru krakkar sem eru í 9-10 bekk í grunnskóla og allt upp í 1. bekk í framhaldskóla en flokkurinn er nú 3 ár í stað tveggja áður.
13.09.2007
Æfingar yngriflokka fara mjög vel af stað og mættu t.d. 20 strákar á æfingu í 4.-5. flokki. Einnig mættu 17 stelpur á fyrstu æfingu í 6.-7. flokki. Blakdeild KA býður upp met fjölda flokka í vetur en alls eru yngriflokkarnir 7 sem boðið er uppá - sjá nánar undir "Æfingatafla" í valmyndinni. Það er því óhætt að segja að starf deildarinnar fari vel af stað í vetur.
11.09.2007
Góð mæting var á fyrstu æfingar yngri flokka í gær og mættu t.d. 17 stúlkur í 6 og 7 flokki á æfingu í Laugagötu. Æfingar í flestum flokkum hefjast í dag kl 18:00 í KA heimilinu.
10.09.2007
Við í stjórn FA biðjumst velvirðingar á því að enginn sé til að svara síma félagsins þessa dagana og að enginn sé við á skrifstofu félagsins.Eins og svo víða í þjóðfélaginu þessa dagana þá er afar erfitt að fá fólk til starfa.
10.09.2007
Þá eru æfingar að hefjast í dag. Boðið verður upp á fyrsta mánuðinn frían fyrir nýja iðkendur.Einnig fá allir nýjir iðkendur nýja bolta um leið og fyrstu æfingagjöld eru greidd.Æfingatöfluna má finna undir tenglinum "Æfingatafla" hér vinstra megin í veftrénu.
09.09.2007
Strákarnir í 3.flokki KA gerðu sér lítið fyrir í dag og sigruðu úrslitaleik um íslandsmeistaratitilinn. Fjölnismenn komust yfir í fyrrihálfleik og í hálfleik var staðan 1 – 0 fyrir Fjölnismönnum. Í seinnihálfleik jafnaði Jóhann Axel Ingólfsson með skallamarki. Þegar venjulegur leiktími var á enda kominn var staðan jöfn, 1 – 1 og þurfti því leikurinn að fara í frammleingingu. Var framleingt í tvisvarsinnum 10 mínótur. Þegar fyrrihluti framleingingarinnar var staðan óbreytt en á annari mínótu seinnihelmingsins skoraði Hjörtur Þórisson sigurmarkið fyrir KA menn. Heimasíðan óskar strákonum innilega til hamingju með titilinn ! Móttaka verður í kvöld í KA-Heimilinu og eru allir KA-menn hvattir til þess að koma og taka á móti strákunum. Móttakan verður kl 20:00 !
08.09.2007
KA-strákar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Þórsara í undanúrslitum 3. flokks karla í knattspyrnu karla á Akureyrarvelli í kvöld með sex mörkum gegn fimm eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni. Þetta þýðir að KA er komið í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í þriðja flokki gegn Fjölni og fer leikurinn fram á Blönduósi nk. sunnudag, 9. september, og hefst kl. 14.00. Yngriflokkaráð KA í knattspyrnu og foreldraráð 3. flokks KA standa sameiginlega fyrir ókeypis sætaferð á leikinn fyrir dygga stuðningsmenn strákanna og er þess vænst að sem flestir nýti sér þetta góða boð og skelli sér vestur til þess að styðja strákana til sigurs í leiknum gegn Fjölni. Brottför verður frá KA-heimilinu með rútu frá SBA-Norðurleið kl. 12 á sunnudag. Mæting við KA-heimilið eigi síðar en kl. 11.45. Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina á morgun, laugardaginn 8. september, og eru þeir sem vilja nýta sér þetta góða boð beðnir að senda staðfestingu á annaðhvort oskar@athygli.is eða stefol@mi.is í síðasta lagi kl. 20 annað kvöld, laugardaginn 8. september.
07.09.2007
Æfingatafla fyrir yngriflokka KA í handbolta er nú aðgengileg á vefnum. Smelltu hér til að nálgast hana.