Fréttir

1 dagur í N1 - Mótið

Í dag er einn dagur í N1 - Mótið og allt að verða klárt. Fjöldi sjálfboðaliða hafa undanfarna daga verið að koma upp auglýsingum, gera mataraðstöðu og svefnaðstöðu klára, ásamt fleyrir hlutum sem þarf að huga að þegar svona stór viðburður nálgast. Starfsmenn KA-Heimilisins hafa verið í óðaönn við að merkja og mæla út velli og gera svæðið klárt fyrir allan þann skara af fólki sem er væntanlegt á mótið.Við minnum á heimasíðu N1 mótsins, www.ka-sport.is/n1motid , en þar munu fréttir, myndir og upplýsingar birtast.

Generalprufa hjá Gymnaeströduförum

Generalprufa hjá Gymnaeströduförum.Þriðjudaginn 3.júlí kl.19:30 ætla stelpurnar sem fara frá Fimleikafélagi Akureyrar á Gymnaeströdu að vera með stutta generalprufu á æfingunum sínum.

Tímamótasamningar við KA og Þór undirritaður í dag

Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, skrifaði í dag undir uppbyggingar- og framkvæmdasamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Í samningi Akureyrarbæjar við Þór kemur einnig fram að unnið verður að uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2009. Í samningnum við Þór kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði Þórs á samningstímanum eða frá 2007-2012: Æfingasvæði við Sunnuhlíð og við norðanverðan Bogann Frjálsíþróttaaðstöðu sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ Keppnisvöll í fótbolta (grasvöll) ásamt búnaði Stúkumannvirki sem uppfyllir kröfur leyfishandbókar KSÍ Lagfæringar á Hamri, félagsheimili Þórs Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 331,5 milljónir en þar af mun uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Landsmót UMFÍ kosta um 150 milljónir. Samstarfshópur Þórs og Akureyrarbæjar mun fara yfir reynsluna af grasknattspyrnuvelli á svæðinu eftir þriggja ára notkun. Ef sameiginleg niðurstaða þessara aðila er sú að náttúrulegt gras henti ekki á keppnisvöll félagsins mun Akureyrarbær taka upp viðræður við Þór um hvort setja skuli gervigras á völlinn. Sammælist samningsaðilar hins vegar um að náttúrulegt gras henti á vellinum, mun Akureyrarbær setja upp flóðlýsingu við hann. Í samningnum við KA kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði KA: Gervigrasvöllur með hitalögnum og flóðlýsingu ásamt búnaði Upptekt á grassvæði sunnan félagsheimilis KA (völlur sem gengur daglega undir heitinu Wembley) Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 171 milljón króna. Akureyrarbær mun einnig reisa stúkubyggingu sem fullnægir kröfum leyfishandbókar KSÍ við keppnisvöll KA á árunum 2011-2012.

Pollamót 6.fl drengja fór fram í dag

Í dag fór fram Pollamót 6.fl drengja, lið frá KA, Þór, Tindastól, KS og Dalvík mættu á svæðið. Fjöldi foreldra kom að fylgjast með leikjunum og lék veðrið við gesti. Heppnaðist móið í alla staði vel. Hægt er að sjá myndir frá mótinu hér.  

Tap gegn Þrótti í kvöld

Leikur KA og Þróttar var að ljúka nú rétt í þessu. Enduðu leikar þannig að KA-menn töpuðu 2 - 0. Þetta er fimmti leikurinn í röð þar sem KA menn koma boltanum ekki í netið og verður það að teljast áhyggu efni. Nánari umfjöllun er að vænta á fótboltasíðunni í kvöld.

Trommuheilarnir, stuðningmannalið ÍBV, bjóða KA menn velkomna til Eyja á laugardaginn !

Leikur ÍBV og KA verður á laugardaginn kemur kl 14:00. Trommuheilarnir hafa haft það sem reglu að bjóða stuðningsmönnum andstæðinganna að hitta okkur þá Drífanda Cafe Bar til að fá sér ódýra kollu. Þeir vilja því bjóða stuðningsmönnum KA að hitta þá á Drífanda klukkan 12:30 á laugardaginn og spjalla um fótbolta.Þeir vilja einnig benda á að leiknum verður lýst á heimasíðu Trommuheilana sem erwww.ibvfan.is, hefst útsending kl 19:45.

Kató handleggsbrotnaði gegn Þór eftir fimm mínútur

Miðjumaðurinn Örn Kató Hauksson sem á föstudaginn fór á heimaslóðir í KA á eins mánaðar lánssamningi lék sinn fyrsta leik fyrir KA í nokkurn tíma í kvöld en endurkoman var ekki jafn ánægjuleg og hann hafði búist við.Kató var í byrjunarliði KA í Akureyrarslagnum gegn Þórsurum í þriðju umferð VISA-bikarsins en hann fékk högg á höndina þegar rétt rúmar fimm mínútur voru liðnar af leiknum og varð hann strax sárþjáður. Hann fór í myndatöku eftir leik og kom í ljós að hann er handleggsbrotinn og mun því gangast undir aðgerð í á morgun. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi hann verður frá en það mun væntanlega taka einhvern tíma fyrir beinið að gróa svo þessi mikli baráttujaxl verði leikfær á ný. Við sendum honum baráttukveðjur!

KA tapaði í gærkvöld

KA tapaði í kvöld 1-0 í VISA-bikarnum í Akureyrarslagnum gegn Þór. Leikurinn fór 1-0 og skoraði Ármann Pétur Ævarsson markið á 73 mínótu.

Þór - KA í kvöld !

Í dag er Akureyrarslagur af bestu gerð. Þór og KA mætast í þriðju umferð VISA-bikars karla á Akureyrarvellinum kl. 19:15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á síðunni.  Þór og KA drógust saman í þriðju umferð VISA-bikarsins á dögunum og mætast því í kvöld í hörkuleik en síðustu leikir þessara liða hafa verið stórskemmtilegir. Allir á völlinn!

Milo hefur látið af störfum sem þjálfari mfl. KA

Stjórn knattspyrnudeildar KA tók þá ákvörðun seint í dag að segja Slobodan Milisic þjálfara meistaraflokks KA upp störfum.Jafnframt hefur stjórn knattspyrnudeildar KA boðið Slobodan Milisic að starfa við knattspyrnuakademíu KA.Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn í stað Milo en Pétur Ólafsson aðstoðarþálfari meistaraflokks KA og Matus Sandor munu stjórna KA í næstu leikjum liðsins.Stjórn knattspyrnudeildar KA