Fréttir

Tap gegn ÍBV

KA menn töðuðu nú í kvöld gegn ÍBV. Fór leikurinn 0 - 2 fyrir eyjamönnum. KA menn stija nú í 11 sæti deildarinnar, sem er næst neðsta sætið, með 15 stig.

Staða mála

Til upplýsinga fyrir foreldra og iðkendur.Unnið er hörðum höndum að því að koma starfinu af stað í vetur.Félagið er háð tvennum stundaskrám annarsvegar stundaskrá Glerárskóla og hinsvegar stundaskrá Menntaskólans á Akureyri.

Yngriflokkar: Úrslitakeppni 5.fl karla um helgina.

Úrslitakeppni 5.flokks karla, riðlar r3 og r4 verður á KA-Velli um helgina. KA eru í riðli með Fylki og Fjörðum. Lekir KA eru eftirfarandi, föstudaginn 24. ág, kl 18:00 A-lið KA - Fylkir, kl 18:50 B-lið KA - Fylkir. Laugardaginn 25. ág, kl 11:00 A-lið KA - Firðir, 11:50 B-lið KA - Firðir. Úrslitaleikir eru síðan á sunnudag og verða leikir KA settir inn á síðuna. Við hvetjum alla að mæta og horfa á strákana spila.

Nágrannaslagur í 2.fl: KA og Þór gerðu jafntefli.

Nágrannaslagur var í 2.fl í gær þegar KA og Þór léku á KA-Velinum. Enduðu leikar með jafntefli 1 - 1 og fengu því bæði lið 1 stig. Sigurjón Fannar Sigurðsson skoraði markið fyrir KA en Andri Heiðar Ásgrímsson fyrir Þór.KA menn sitja nú í öðru sæti í b deild með 18 stig, einsog Valur. KA og Valur munu leika á laugardaginn nk. á Hlíðarenda kl 18. Er það ljóst að þar verður hörku leikur á ferðinni. Einnig spilar KA við Fjölni á Fjölnisvelli á sunnudaginn nk. kl 14:00.

Könnun: 63 % lesenda hafa mætt á leik

Undanfarnar vikur höfum við spurt lesendur síðunnar um það hvort að þeir hafi mætt á leiki KA í sumar, niðurstöðurnar voru þessar:Já : 63%   Nei og hef ekki áhuga : 21%   Nei en langar : 17%   

Engar æfingar hjá F hópum 20. - 24. ágúst.

ATH! Vegna þrifa á íþróttahúsinu við Glerárskóla og tónleika í vikunni 20.til 24.ágúst falla allar æfingar niður þá vikuna.Fylgist með hér á vefnum hvenær æfingar hefjast svo aftur í þarnæstu viku.

Enn fjölgar í leikmannahópi KA

Valgeir Valgeirsson (18 ára) sem lék með HK á síðasta tímabili hefur ákveðið að ganga til liðs við KA. Valgeir, sem er miðjusmassari, var í A-landsliðshópi karla sem tók þátt í smáþjóðaleikunum í sumar og er hann því mikill fengur fyrir KA liðið.

Upplýsingar um lágmörk Íslenska fimleikastigans

Hér með fylgja skjöl frá tækninefndum kvenna og karla um lágmörk íslenska fimleikastigans.  Frá tækninefnd karla.Frá tækninefnd kvenna.Meira frá tækninefnd karla.

Fimleikar byrja hjá nokkrum hópum mánudaginn 13. ágúst.

Mánudaginn 13.ágúst byrja F-1, F-1A og F-2 í fimleikum í íþróttahúsinu við Glerárskóla.F-1(hópur Florins og Mirelu) verður frá 12:00 til 14:00. F-2 (Ionela) verða frá 12 til 14F-1A (Florin og Mirela) veða frá 10:00 til 14:00 og.

Ný könnun á heimasíðunni !

Nú höfum við tekið okkur til og skellt inn nýrri könnun. Við spurjum, Hefur þú mætt á heimaleik mfl. KA í fótbolta í sumar ? Við hvetjum alla að taka þátt, þetta tekur aðeins nokkrar sekóndur.