Fréttir

KA þrefaldur meistari í blaki kvenna!

KA tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna fyrir troðfullu KA-Heimili í kvöld er stelpurnar unnu afar sannfærandi 3-0 sigur á Aftureldingu. KA vann þar með úrslitaeinvígið 3-0 í leikjum og vann í raun alla leikina án þess að tapa hrinu

Myndband frá bikarsigri KA í blaki

KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna með sigri á Aftureldingu klukkan 19:00 í KA-Heimilinu í kvöld. Það er frítt inn og eina vitið að mæta og styðja okkar magnaða lið til sigurs

KA tvöfaldur Deildarmeistari í 4. flokk eldri

KA er tvöfaldur Deildarmeistari á eldra ári 4. flokks karla í handboltanum og lyftu bæði lið bikarnum í KA-Heimilinu um helgina. Það er heldur betur bjart framundan hjá þessum strákum en fyrr á árinu varð KA einnig Bikarmeistari í flokknum

Stelpurnar geta orðið Íslandsmeistarar, frítt inn!

KA tekur á móti Aftureldingu í þriðja leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á þriðjudaginn klukkan 19:00 í KA-Heimilinu. Stelpurnar hafa unnið fyrstu tvo leikina og verða því Íslandsmeistarar með sigri í leiknum

Heimaleikur gegn Keflavík á mánudag

Veislan í Bestu deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Keflavík á Dalvíkurvelli á morgun, mánudag, klukkan 18:00. KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina og eru staðráðnir í að leggja Keflvíkinga að velli

Stórafmæli í maí

Við óskum þeim KA félögum sem eiga stórafmæli í maí innilega til hamingju.

4 fulltrúar KA í úrvalsliði kvenna

KA á alls fjóra fulltrúa í úrvalsliði efstudeildar í blaki kvenna sem Blaksamband Íslands gaf út á dögunum. Alls eru þrír leikmenn úr okkar röðum í liðunu auk þess sem að Mateo Castrillo er þjálfari liðsins

Fyrsti í úrslitakeppninni hjá KA/Þór

KA/Þór tekur á móti Haukum klukkan 18:00 í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í KA-Heimilinu í kvöld. Stelpurnar ætla að byrja af krafti og þurfa svo sannarlega á því að halda að við fjölmennum í stúkuna, áfram KA/Þór!

Myndaveislur frá KA - Haukar og stemningunni

Það var hreint út sagt stórkostlegt að vera í KA-Heimilinu á mánudaginn er KA og Haukar mættust öðru sinni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Strákarnir gátu með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitunum og stuðningsmenn KA gerðu heldur betur sitt í baráttunni og fjölmenntu á leikinn

Fyrsti í bestu deildinni hjá Þór/KA

Þór/KA hefur leik í Bestu deildinni í dag er liðið sækir Breiðablik heim á Kópavogsvöll klukkan 17:30. Breiðablik er rétt eins og undanfarin ár með hörkulið og má reikna með krefjandi verkefni en stelpurnar okkar eru að sjálfsögðu klárar í verkefnið og ætla sér stærri hluti en á síðustu leiktíð