03.06.2007
Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í KA heimilið í gær til að vera viðstatt KA-Daginn 2007. Þar voru kynntir til leiks meistaraflokkur KA og meistaraflokkur kvenna, Þórs og KA. Einnig var hægt að skrá sig í fótbolta fyrir sumarið, leika sér fótbolta. Einnig bauð Sportver upp á KA vörur á sérstöku tilboði og skifað var undir samning við Ölgerðina. Boðið var uppá grillaðar pylsur og svala fyrir yngri kynslóðina og kaffi og vöflur fyrir foreldra og aðstandendur. Talið er að um 200 - 300 manns hafi mætt og svæðið og þótti dagurinn hafa heppnast mjög vel. Hægt er að sjá myndir frá deginum hér.
29.05.2007
Í síðustu viku voru kynntar tillögur um uppbyggingu á svæðum félaganna næstu árin. Lagðar voru fram tillögur til KA annarsvegar og Þórs hinsvegar. Aðalstjórn KA samþykkti tillögurnar og nokkur ánægja ríkti í herbúðum félagsins en Þórsarar höfnuðu hinsvegar tillögum um uppbyggingu á þeirra svæði.Nú hafa þær raddir heyrst að umræður um þessi mál séu aftur komnar á byrjunarstig og að það þurfi að byrja upp á nýtt á vinnslu þessara mála.
28.05.2007
Þremur leikjum úr fjórðu umferðinni í fyrstu deild karla hefur verið frestað þar til 19. júní vegna þess að U19 ára landsliðið heldur í dag til Noregs þar sem það mun leika í milliriðli fyrir EM. Nokkur lið úr fyrstu deildinni eiga leikmenn í þessum hópi og hefur því þremur leikjum í umferðinni verið frestað en þeir áttu að fara fram næstkomandi fimmtu- og föstudag.KA átti að leika á föstudaginn nk. gegn Þrótturum en þar sem Almarr Ormarsson leikmaður okkar manna er í hópnum hefur þeim leik verið frestað. Næsti leikur KA liðsins er því heimaleikur gegn Fjölnismönnum föstudaginn 7. júní eftir tæpar tvær viku.
25.05.2007
Sú sérstaka tilviljun kom upp í dag að öll þrjú lið 3.flokks karla, A,B og C eiga leik í dag. A lið keppir gegn Haukum klukkan 17:00 í Boganum, B lið klukkan 18:00 gegn Tindastóli á Sauðárkróki og C lið klukkan 20:00 í Boganum gegn Fjarðarbyggð á Reyðarfyrði. Nánar er hægt að lesa um komandi sumar í 2 og 3.flokki hér.
24.05.2007
KA tók á móti Grindavík á Nývangi í kvöld og gerði markalaust jafntefli. Veðrið var ekki hagstætt, norðangarri og kalt. Bæði liðin áttu góða spretti í leiknum og áttu KA menn nokkur góð færi undir lokin. Leikmaður Grindavíkur Orri Hjaltalín var rekin útaf með rautt spjald í seinni hálfleik. Áhorfendur voru fáir sökum veðurs, nánari umfjöllin er væntanleg á fótboltasíðu. Næsti heimaleikur KA er eftir tvær vikur, fimmtudaginn 1. júní.
24.05.2007
Fram eru komnar tillögur um uppbyggingu á íþróttasvæði KA frá bæjarvöldum. Þær geri ráð fyrir að haustið 2008 verði hafist handa að útbúa gervigrasvöll með flóðlýsingu og hita. Þeim framkvæmdum verður lokið vorið 2009. Á sama tíma verði Wembley tekinn upp og endurnýjaður. Þá er gert ráð fyrir því að stúka verði reist norðan við gervigrasvöllin á árunum 2011 - 2013. Á sameiginlegum fundi aðalstjórnar KA og knattspyrnudeidlar KA var fjallað um þessar tillögur Akureyrarbæjar og voru stjórnarmenn sammála um að þetta væri stórt skref í uppbyggingu á íþróttasvæði KA og tekur það til mikilla framfara fyrir íþróttalífið fyrir KA og í bænum allment. Fundur bendir hinsvegar á að samkvæmt leyfiskerfi KSÍ verður ekki hægt að keppa á völlum án stúku frá árinu 2010. Á meðfylgjandi mynd sést uppdráttur af gerfigrasvellinum og fyrirhugaðri stúku.
23.05.2007
Vegna slæms átsands á Akureyrarvelli hefur KSÍ áhveðið að annar heimaleikur KA muni fara fram á Nývangi, á KA svæðinu. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri. KA menn léku sinn fyrsta heimaleik á honum um daginn og unnu, að sjálfsögðu vonum við að raunin verði sú sama á fimmtudag. Þó er veðurspáin ekki hagstæð en við hvetjum alla KA-Menn að mæta og styðja strákana til sigurs, sama hvernig veðrið verður. Leikurinn hefst kl 19:00 og verður, einsog áður sagði, leikinn á Nývangi.Áfram KA !
22.05.2007
Sunnudaginn 20.maí.lauk starfsári Fimleikafélags Akureyrar með stórglæsilegri sýningu í íþróttahöllinni á Akureyri.Þar sýndu tæplega 300 iðkendur Fimleikafélags Akureyrar afrakstur æfinga sinna í vetur við góðar undirtektir tæplega 700 áhorfenda.
14.05.2007
Síðastliðið föstudagskvöld var haldið kynningarkvöld Knattspyrnudeildar KA í KA-Heimilinu. Fjöldi fólks mætti á kvöldið og var liðið kynnt af Míló þjálfara. Formaður knattspyrnudeildar, Tómas Lárus tók einnig til máls ásamt fyrirliða KA, Elmari Dan og Ágústi Haraldssyni sem kynnti fótbolta Akademíu KA.Þá var skrifað undir samstarfssaminga við Byko, KEA, N1 og Greifann. Á eftir var boðið uppá veitingar og spjölluðu menn um fótbolta, komandi sumar og kosningar fram eftir kvöldi. Er það mál manna að þetta kvöld hafi verið virkilega vel heppnað.Hægt er að sjá myndir frá kvöldinu undir "myndir"
14.05.2007
Í gær fór fram fyrsti leikur KA í Íslandsmótinu þetta sumarið þó veðrið í hafi ekki verið upp á sitt besta. KA-menn sigruðu Víkinga frá Ólafsvík 1-0 á Nývangi. Það var Sveinn Elías Jónsson sem skoraði mark KA-manna