16.04.2007
Laugardaginn 14.apríl var haldið Akureyrarfjör 2007, fimleikamót sem haldið er af fimleikafélagi Akureyrar. Um er að ræða þrepamót kvenna þar sem keppt er í liðakeppni í 5.
14.04.2007
Vegna fimleikamóts á laugardag verða æfingar á sunnudag í KA-Heimilinu sem hér segir:
kl. 11:00 6fl. karla handb.
kl. 12:00 3fl. karla handb.
kl. 13:15 2fl. karla handb.
kl. 16:30 "Old Boys" fótb.
kl. 18:00 "Gummi og Co" fótb.
Einn leikur verður leikinn á sunnudag kl 15:00 en þá leika Akureyri og Grótta í unglingaflokki kvenna, heimasíðan hvetur alla til að
mæta.
13.04.2007
Við spurðum, Á Akureyrarvöllur að vera þar sem hann er í dag ?
Já : 75%
Nei : 21%
Hef ekki myndað mér skoðun : 5%
Tæplega 400 manns tóku þátt og aðeins var hægt að kjósa einusinni í hverri tölvu. Ef menn gerðu oftar var
það atkvæði ekki skráð.
Við ætlum hinsvegar að halda áfram að spurja um Akureyrarvöll og spurjum nú spurningar sem fólk hefur verið að velta fyrir
sér, á að kjósa um staðsetningu Akureyrarvallar ? Takið endilega þátt og segið ykkar skoðun !
13.04.2007
Þróttur Neskaupstað komst áfram í úrslit Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið sigraði HK í Digranesi í dag. Þá komst Þróttur Reykjavík áfram en liðið lék við KA. HK sigraði KA í öðrum leik liðanna og komst í úrslit Íslandsmóts karla í blaki.
13.04.2007
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir fimleikamóti laugardaginn 14. apríl. Um er að ræða þrepamót kvenna þar sem keppt verður í 4., 5. og 6. þrepi. Keppnin fer fram í KA-heimilinu og hefst kl. 9:00. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 14 ára og eldri.Allar æfingar falla niður á meðan mótinu stendur.
12.04.2007
Fimleikafélag Akureyrar stendur fyrir fimleikamóti laugardaginn 14.apríl.Um er að ræða þrepamót kvenna þar sem keppt verður í 4.5 og 6 þrepi.Keppnin fer fram í KA heimilinu og hefst kl.
11.04.2007
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
11.04.2007
Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni á morgun fimmtudag. KA og Þróttur Reykjavík mætast í kvennaflokki og KA og HK í karlaflokki en HK sigraði fyrstu viðureign félaganna í Kópavogi í gærkvöld naumlega 3-2. Kvennaleikurinn hefst klukkan 18 og karlaleikurinn klukkan 19.30 og hvetjum við alla til að mæta og styðja sitt lið.
11.04.2007
Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sterkara í oddahrinunni og sigraði 15-9 og þar með leikinn. Þeir leiða því einvígið 1-0 en tvo sigra þarf til að komast áfram.
11.04.2007
Eftirfarandi frétt birtist á vef BLÍ Í kvennaflokki bar Þróttur Nes sigurorð af HK nokkuð örugglega 3-0 í Neskaupstað. KA mætti Þrótti Reykjavík í Reykjavík en Þróttur sigraði þann leik örugglega 3-0. Þróttarliðin leiða því viðureignir sínar 1-0 en sigra þarf tvo leiki til að komast í úrslit Íslandsmótsins.Í karlaflokki börðust KA og HK í æsispennandi leik í Digranesi. KA vann fyrstu hrinuna og HK aðra hrinu. KA sigraði þriðju hrinu og var vel yfir í fjórðu hrinunni og ætluðu sér sigur í leiknum. En þá small HK liðið í gír, náði að vinna upp forskot KA manna og vinna hrinuna 25-22. HK var sigursælla í oddahrinunni og var yfir 6-2 og 10-5. HK sigraði hrinuna 15-9 og þar með leikinn 3-2 og eru nú 1-0 yfir í viðureigninni.Einn leikur fer fram á morgun miðvikudag í úrslitakeppninni þegar ÍS mætir Stjörnunni í Ásgarði.