24.07.2007
Undanfarna tvo mánuði hefur farið á síðunni fram lítil skoðanakönnun. Þar spurðum við hvort að lesendum síðunnar fyndist að íbúakosning ætti að fara fram um staðsetningu Akureyrar vallar. Um 500 manns tóku þátt og vildu 79% þáttakenda kjósa um þetta mál, en 21% vildu það ekki. Það er alltaf gaman að velta þessum málum fyrir sér enda mikið hitamál hér í bæ. Þó hefur ýmislegt breyst á meðan þessi skoðanakönnun hefur staðið yfir, t.d. er búið að semja við íþróttafélögin um uppbyggingu á svæðum, Þór búnir að hafna sínum tillögum og fleyra. Verður það að teljast leti síðustjóra að könnunin hafi staðið svo lengi yfir.
21.07.2007
KA menn gerðu ekki góða ferð til Ólafsvíkur í dag en þar öttu þeir kappi við Víking Ó. Leikar fóru 6 - 0 fyrir Víkingi og er KA því í næst neðsta sæti deildarinnar með 9 stig.
06.07.2007
N1 og Knattspyrnufélag Akureyrar hafa gert með sér víðtækan samstarfssamning sem kveður á um að N1 verður aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar KA til og með árinu 2010. Samningurinn tekur til meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 3. flokks karla og jafnframt N1-mótsins í knattspyrnu fyrir fimmta aldursflokk fyrstu helgina í júlí.Samningurinn var undirritaður í KA-heimilinu í gær, en eins og kunnugt er stendur N1-mót KA nú yfir á KA-svæðinu.
06.07.2007
Þrátt fyrir mikla rigningu síðdegis í gær komu vellirnir ágætlega út í gær þegar vallarverðirnir Erlendur og Egill fóru á stjá. Egill hafði á orði að vellirnir litiu ótrúlega vel út eftir daginn, í spjalli mínu við hann í gær.Starf vallarvarðanna á mótinu felst í því að halda völlunum við, þ.e. að merkja, laga hornfána og mörk o.fl. Þeir fara út á kvöldin þegar allir leikir eru búnir og aðhafast. Yfirleitt tekur umhirða um alla vellina 10, um 4 klst. Á morgun (í dag) er spáð frekar góðu veðri og hlíindum, þannig að við krossleggjum nú bara fingur og vonum að við munum ekki upplifa eins svakalega rignigu og í dag (í gær), bættu þeir við að lokum.
05.07.2007
Gymnaeströdufarar frá Akureyri fengu í dag 250.000 kr.styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur.Þetta var ákaflega gleðilegt og kemur sér vel því að ferðin er dýr og enn dýrari fyrir Akureyringana sem þurfa að greiða ferðina sína til Keflavíkur til viðbótar við ferðakostnaðinn til Dornbirn í Austurríki.
04.07.2007
Gymnaestrada 2007.Föstudaginn 6.júlí leggja 17 stúlkur og 3 fararstjórar frá Fimleikafélagi Akureyrar af stað tl Austurríkis að taka þátt í Gymnaeströdu 2007.(http://www.
03.07.2007
Nú eru hinir klassísku KA-Límmiðar á númeraplötur komnir í verslun KA-Heimilisins. Límmiðin kostar 100 kr stk. (Tveir 200 kr stk.) Við hvetjum alla sanna KA-menn að næla sér KA - Límmiða !
03.07.2007
Í dag er einn dagur í N1 - Mótið og allt að verða klárt. Fjöldi sjálfboðaliða hafa undanfarna daga verið að koma upp auglýsingum, gera mataraðstöðu og svefnaðstöðu klára, ásamt fleyrir hlutum sem þarf að huga að þegar svona stór viðburður nálgast. Starfsmenn KA-Heimilisins hafa verið í óðaönn við að merkja og mæla út velli og gera svæðið klárt fyrir allan þann skara af fólki sem er væntanlegt á mótið.Við minnum á heimasíðu N1 mótsins, www.ka-sport.is/n1motid , en þar munu fréttir, myndir og upplýsingar birtast.
28.06.2007
Generalprufa hjá Gymnaeströduförum.Þriðjudaginn 3.júlí kl.19:30 ætla stelpurnar sem fara frá Fimleikafélagi Akureyrar á Gymnaeströdu að vera með stutta generalprufu á æfingunum sínum.
20.06.2007
Bæjarstjórinn á Akureyri, Sigrún Björk Jakobsdóttir, skrifaði í dag undir uppbyggingar- og framkvæmdasamninga við Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélag Akureyrar. Í samningi Akureyrarbæjar við Þór kemur einnig fram að unnið verður að uppbyggingu frjálsíþróttaaðstöðu á félagssvæði Þórs fyrir Landsmót UMFÍ sem haldið verður á Akureyri sumarið 2009. Í samningnum við Þór kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði Þórs á samningstímanum eða frá 2007-2012: Æfingasvæði við Sunnuhlíð og við norðanverðan Bogann Frjálsíþróttaaðstöðu sem uppfylli kröfur sem gerðar eru til mótshaldara á Landsmóti UMFÍ Keppnisvöll í fótbolta (grasvöll) ásamt búnaði Stúkumannvirki sem uppfyllir kröfur leyfishandbókar KSÍ Lagfæringar á Hamri, félagsheimili Þórs Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 331,5 milljónir en þar af mun uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Landsmót UMFÍ kosta um 150 milljónir. Samstarfshópur Þórs og Akureyrarbæjar mun fara yfir reynsluna af grasknattspyrnuvelli á svæðinu eftir þriggja ára notkun. Ef sameiginleg niðurstaða þessara aðila er sú að náttúrulegt gras henti ekki á keppnisvöll félagsins mun Akureyrarbær taka upp viðræður við Þór um hvort setja skuli gervigras á völlinn. Sammælist samningsaðilar hins vegar um að náttúrulegt gras henti á vellinum, mun Akureyrarbær setja upp flóðlýsingu við hann. Í samningnum við KA kemur fram að Akureyrarbær muni kosta og sjá um eftirfarandi framkvæmdir á félagssvæði KA: Gervigrasvöllur með hitalögnum og flóðlýsingu ásamt búnaði Upptekt á grassvæði sunnan félagsheimilis KA (völlur sem gengur daglega undir heitinu Wembley) Áætlaður heildarkostnaður þessara framkvæmda er 171 milljón króna. Akureyrarbær mun einnig reisa stúkubyggingu sem fullnægir kröfum leyfishandbókar KSÍ við keppnisvöll KA á árunum 2011-2012.