20.03.2007
Á laugardaginn þá var Ármann með foreldradag hjá hópunum sínum, flestir ef ekki allir foreldrar barnanna mættu og höfðu gaman af.Mörg skemmtileg tilþrif mátti sjá hjá sumum foreldrum, þeim sjálfum til mikillar skemmtunar en börnin voru kannski ekki alveg jafn ánægð með framtak foreldrana.
20.03.2007
Brotist var inní KA-Heimilið í nótt og talsverðar skemmdir unnar. Brotist var inná skrifstofu framkvæmdastjóra, en þar var stór rúða mölvuð niður og skemmdir unnar á innréttingu. Einnig var brotist inní afgreiðslu KA-Heimilisins og stolið peningum. Einnig voru tvær hurðir skemmdar.
19.03.2007
Á laugardag lék KA gegn Víkingum í Lengjubikarnum og endaði leikurinn með 3-0 tapi í frekar slökum leik hjá KA liðinu. Nánari umfjöllun mun koma á fljótlega á heimasíðu knattspyrnudeildar. KA 0 - 3 Víkingur0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (Víti) (22) 0-2 Jón Guðbrandsson (64) 0-3 Jón Guðbrandsson (Víti) (85)
19.03.2007
Handbolti var í aðalhlutverki í KA- Heimilinu í gær. Dagurinn hófst með leik Akureyrar og stjörnunnar í unglingafl kvenna og fór sá leikur 28 - 21 fyrir Akureyri.KA – ÍR áttu næsta leik í 3. fl. karla og sigrðu KA-Menn 34-30. Svo kl 16:00 hófst leikur Akureyrar – ÍR í DHL deild karla 24-21, alltof fáir mættu á leikinn, þrátt fyrir að frítt væri inn og vill heimasíðan því hvetja Akureyringa að mæta á næsta leik og styðja sitt lið !
17.03.2007
Þáð var nóg að gerast í handboltanum í dag en alls voru fjórir leikir leiknir. Dagurinn byrjaði á leik KA2 og Stjötnunnar2 í 3 fl. karla og fór sá leikur 23-24 fyrir Stjörnunni. Því næst tók leikur Akureyrar og FH í DHL deild kvenna og sigruðu stelpurnar örugglega 27 - 21 og er þetta fyrsti sigurleikur þeirra eftir áramót. Þórsteina Sigurbjörnsdóttir var markahæðst með 12 mörk. Klukkan sex tók svo við leikur KA - ÍBV í 4.fl karla, sá leikur fór 38 - 22. Þegar þetta er skirfað stendur enn yfir leikur Akureyrar og Stjörnunnar í unglfl. kvenna og verða úrslitin birt hér á síðunni eins fljótt og auðið er.
14.03.2007
Laugardagur 17. mars:13:45 KA2 - Stjarnan2 3.fl karla 16:00 Akureyri - FH, DHL deild kvenna 18:00 KA - ÍBV 4.fl karla19:00 Akureyri - Stjarnan unglfl. kvennaSunnudagur 18. mars:10:30 KA - ÍR 3.fl karla12:00 KA - ÍBV 4.fl karla13:15 Akureyri - Stjarnan unglfl. kvenna16:00 Akureyri - ÍR, DHL deild karla
13.03.2007
Helgina 9.til 11.mars fóru 38 stelpur frá Fimleikafélagi Akureyrar til að taka þátt í Landsbankamóti í almennum fimleikum á Egilstöðum.Um vara að ræða 4 hópa frá Fimleikafélagi Akureyrar, M-1 og M-2 og A-1 og A-6, liðlega helmingur hópsins hafði aldrei farið í keppnisferð áður, spennan var því töluverð þegar lagt var af stað.
13.03.2007
nk. sunnudag, ætla strákarnir í m.fl. karla í fótbolta að bjóða uppá þvott á bílum. Þetta er liður í fjáröflun þeirra fyrir æfingaferð sem farin verður til Tyrklands í byrjun apríl. Hægt er að pannta tíma hjá eftirtöldum, Sigurði Skúla í síma 892-5000, Sveini Elías í síma 867-3900 eða Elmari Dan í síma 863-1411. Einnig er hægt að senda póst á gassi@ka-sport.is Strákarnir verða á bílaverkstæði Höldurs við Glerártorg frá kl. 12-16 á sunnudaginn.
12.03.2007
Hannes Pétursson, foreldri í 7. fl drengja í fótbolta, sendi síðunni fjölda mynda og litla ferðsögu um reisu 7.flokksins til Hrafnagils.7 fl. drengja fór að Hrafnagili í laugardag og gisti eina nótt. Mætt var á staðinn kl. 17:30 og var æft frá kl. 18:00 – 21:00. Einnig voru leikir á milli strákanna og foreldra bæði pabbar og mömmur tóku þátt og var ekkert gefið eftir. Nokkrum pizzum var skolað niður með svala og áður en farið var að sofa var horft á eina mynd. Sumir vöknuðu fyrr en aðrir á sunnudagsmorgun en æfing var á milli 09:00 – 10:00. Á eftir æfingu var svo farið í sund, pottinn og gufu áður en allir héldu aftur heim á leið sælir og glaðir eftir skemmtilega ferð. Sjáðu fleiri myndir úr ferðinni með því að smella hér. Við þökkum Hannesi kærlega fyrir innleggið og hvetjum jafnframt fleyri til að senda inn greinar og pistla. Ef þið hafið áhuga, sendið mér línu á siggi@ka-sport.is
11.03.2007
Í dag fór fram þriðji leikur KA-manna í Lengjubikarnum en Grindvíkingar sóttu okkur heim í Bogann. Leikurinn endaði 2-2 en gestirnir náðu að jafna metin þegar komið var í uppbótartíma. Smelltu hér til að lesa um leikinn.