Fréttir

Starfið hefst aftur eftir Páskafrí.

Á morgun 10.Apríl hefst starf hjá F1 og F1a - Hópum Fimleikafélags Akureyrar aftur.Starf hjá öllum öðrum hópum það er að segja A1-A11, F2-F4 I1-I3, K1-K3 og M1-M2 hópum hefst svo á Miðvikudaginn eins og skólarnir.

KA Blackpool Cup meistarar 2007

Strákarnir í A-liði KA í þriðja flokki gerðu sér lítið fyrir og urðu Blackpool Cup meistarar árið 2007 í aldursflokki undir 16 ára. Strákarnir unnu skoskt lið í úrslitaleik mótsins í dag, annan dag páska. KA-strákarnir voru yfir nær allan leikinn, en á síðstu sekúndum leiksins náðu Skotarnir að jafna í 1-1. En okkar menn höfðu betur í vítaspyrnukeppni og niðurstaðan varð 6-5 fyrir KA. Hreint frábær árangur okkar drengja og gefur til kynna hversu sterkur og samstilltur þessi hópur er. Hin tvö KA-liðin stóðu sig líka prýðilega í mótinu og var C-liðið t.d. hársbreidd frá því að komast í undanúrslit. Ástæða er til að óska þriðja flokks strákunum og þjálfurum þeirra, Pétri Ólafssyni og Steingrími Eiðssyni, til hamingju með þennan stórgóða árangur! Hópurinn er væntanlegur til landsins í kvöld og verður kominn norður snemma í fyrramálið. 

Herrakvöld KA !

Herrakvöld K.A.!Laugardaginn 21. apríl kl. 20.00 verður Herrakvöld KA haldið á Hótel KEA.  *  Veislustjóri verður hinn gamalkunni bakvörður Friðfinnur Hermannsson.*  Ræðumaður kvöldsins verður hinn góðkunni frétta- og Mýramaður Gísli Einarsson.Þá má búast við ýmsum uppákomum  svo sem: Skriðjöklinum Ragga Sót,  Árna Hemm Hemm, Svani Valgeirs og Torfa Rafni Halldórs.MiðapantanirGunni Nella 860 1192Bjössi Gunnars 895 3422Gassi 899 7888 og  gassi@ka-sport.is  

Fréttir frá blakdeild

Undanfarið hefir verið nóg að gera hjá blakdeild KA, með því að smella á lesa meiri finnur þú fréttir frá helstu atburðum tengdum deildinni.

Fjórir frá KA í landsliðið

Fjórir leikmenn frá KA eru í landsliðshópum Íslands sem valdir voru nú á dögunum. Natalia Gomzina er eini leikmaður kvennaliðsins en Hilmar Sigurjónsson, Kristján Valdimarsson og Hafsteinn Valdimarsson voru valdir í karlaliðið en þeir eru aðeins 18 ára gamlir. Davíð Búi Halldórsson gaf ekki kost á sér í hópinn.

Tvö töp hjá kvennaliðinu

Í Hagaskóla sigraði Þróttur Reykjavík vængbrotið KA lið í 1. deild kvenna.  Þróttur sigraði fyrstu hrinuna á 12 mínútum, 25-7.  Önnur hrinan fór 25-17 og sú þriðja 25-13. Seinni leiknum lauk einnig með öruggum sigri Þróttara 3-0 (25-22, 25-14, 25-6) en talsvert marga spilara vantaði í lið KA í þessum leikjum. Með sigrinum tryggði Þróttur sér deildarbikarinn og mætast þessi lið aftur í úrslitakeppninni 10. og 12. apríl nk.

KA í þriðja sæti eftir tvo sigra á Þrótti

KA menn unnu Þrótt frá Reykjavík í tvígang um helgina í karlaflokki. Fyrri leiknum lauk 1-3 (21-25,22-25,25-22,22-25) og þeim síðari 2-3 (26-24,25-21,19-25,19-25,14-16) eftir að Þróttur hafði komist í 2-0. Uppspilarinn Filip Szcewcyk var í leikbanni í síðari leiknum og kom það því í hlut Davíð Búa Halldórssonar að spila upp og fórst honum það vel úr hendi.

KA menn mjög sigursælir á lokahófi BLÍ

KA menn voru sigursælir á lokahófi Blaksambands Íslands sem fram fór um helgina. Davíð Búi Halldórsson fékk verðlaun sem stigahæsti leikmaðurinn, bæði alls og í sókn. Einnig fékk hann viðurkenningu sem bestur í móttöku. Það dugði þó ekki til sem besti leikmaðurinn heldur féll sá heiður í skaut Störnumannsins Wotjek Bachorski. Davíð var annar í kjörinu.

K.A. fær leyfi frá leifisráði KSÍ til að leika í 1. deild karla.

Leyfis umsókn K.A. var afgreidd þannig: Umsókn KA um þátttökuleyfi í 1. deild 2007 hefði verið samþykkt án athugasemda. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar K.A., stjórn og unglingaráð deildarinnar hafa skilað frábæru starfi við að útbúa þau gögn sem þurfti til þess að fá tilskilið keppnisleyfi.  Allir sem að þessu hara komið eiga heiður skilið og sýnir en og aftur að KA stendur vel og skipulega að sínu satrfi. Eftirfarandi frétt birtist á heimasíðu KSÍ:Leyfisráð tók fyrir á fundi sínum í dag, föstudag, umsóknir félaganna 12 í 1. deild karla um þátttökuleyfi í deildinni 2007. Félögin verða að uppfylla kröfur sem settar eru fram í leyfishandbók KSÍ og byggir á sambærilegri handbók sem UEFA hefur gefið út. Kröfur settar fram í leyfishandbók KSÍ snúa að fimm þáttum. Þeir eru í aðalatriðum:

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar.

Miðvikudaginn 28.mars var aðlafundur Fimleikafélags Akureyrar haldin í stofu 311 í Rannsóknar og nýsköpunarhúsi við Háskólann á Akureyri.Venjuleg aðalfundarstörf lágu fyrir fundinum, 21 mætti á fundinn.