29.09.2011
Það er óhætt að segja að það verði stórleikur í Höllinni í dag þegar Íslandsmeistararnir úr FH
mæta til leiks. Viðureignir liðanna frá síðasta tímabili voru margar og klárlega hápunktar tímabilsins.
Akureyrarliðið fór vel af stað í fyrsta leik síðastliðinn mánudag þegar liðið vann góðan útisigur á Aftureldingu
í Mosfellsbænum. FH ingar hins vegar töpuðu illa fyrir Fram á sínum heimavelli og koma væntanlega dýróðir í þennan leik,
staðráðnir í að komast á sigurbraut á ný.
28.09.2011
Í Morgunblaðinu í dag er kynning á liði KA/Þór sem leikur í vetur í N1 deild kvenna. M.a. er rætt við þjálfara
liðsins Guðlaug Arnarsson. Þess má geta að stelpurnar sitja hjá í fyrstu umferð deildarinnar þar sem Fylkir dró lið sitt út
úr keppninni á síðustu stundu.
Fyrsti leikur liðsins verður 8. október en það er útileikur gegn HK en þann 15. október verður fyrsti heimaleikurinn þegar FH stúlkur
koma í heimsókn.
Hér á eftir er kynningin úr Morgunblaðinu.
21.09.2011
Um síðustu helgi tók meistaraflokkur kvenna þátt í Errea-mótinu á Seltjarnarnesi. Mótið var æfingamót en auk
KA/Þór tóku Grótta, HK, ÍBV og þátt í mótinu. Meðfylgjandi eru úrslit mótsins.
19.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur var með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september
síðastliðinn í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur og foreldra.
16.09.2011
Handknappleikskappinn Logi Geirsson kom til okkar á dögunum að kynna handboltaskó frá ASICS þar sem gerður hefur verið samningur milli
Unglingaráðs KA og Sportís um 25% afslátt af handboltaskóm fyrir iðkendur KA.
Einnig var Logi með opna æfingu þar sem mættu krakkar af öllum aldri og heppnaðist bara vel.
Hér á eftir eru nokkrar myndir sem Hannes Pétursson tók á æfingunni.
14.09.2011
Á morgun, fimmtudag, er foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn 5. flokks kvenna í handboltanum.
Fundurinn hefst klukkan 17:30 og er inn í fundarsalnum.
Hægt er að ná í þjálfara flokksins í síma
868-2396 (Stefán)
848-5144 (Kolla)
Einnig er hægt að senda tölvupóst á stebbigje@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar.
Kv. Þjálfarar
07.09.2011
Á fimmtudaginn byrjar handboltinn að rúlla hér norðan heiða þegar við fáum fimm lið í heimsókn í árlegt
æfingamót sem líkt og í fyrra er kennt við Norðlenska. Liðin sem koma að þessu sinni eru úrvalsdeildarliðin: Afturelding, Haukar, Valur
ásamt 1. deildarliðunum ÍR og Stjörnunni.
07.09.2011
Í gær morgun lögðu drengir fæddir árið 1993 og 1994 land undir fót og héldu til Tenerife ásamt fyrrum (og núverandi)
þjálfara sínum, Einvarði Jóhannessyni. Markmið ferðarinnar eru æfingar ásamt æfingaleikjum gegn eyjaskeggjum á Tenerife.
06.09.2011
Fríða Rún Þórðardóttir næringafræðingur verður með fyrirlestur um næringarfræði miðvikudaginn 7. september kl.
20:00. í KA heimilinu fyrir þjálfara, iðkendur í 3. og 4. flokki.
Einnig eru foreldrar allra barna sem æfa handbolta velkomnir.