14.09.2019
KA/Þór leikur sinn fyrsta heimaleik í vetur kl. 14:30 á laugardaginn þegar liðið fær Fram í heimsókn og Þór/KA leikur sinn síðasta heimaleik í sumar þegar þær fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Í tilefni leikjanna mættust þær Hulda Bryndís (KA/Þór) og Arna Sif (Þór/KA) í skemmtilegri keppni þar sem þær spreyta sig í handbolta og fótbolta
13.09.2019
Dagana 21.-22. september næstkomandi fer fram Hæfileikamótun KSÍ og N1 fyrir stráka fædda árin 2005 og 2006. Ljóst er að þetta er frábært tækifæri fyrir metnaðarfulla leikmenn en strákunum verður skipt upp í nokkur lið og munu fá góða leiðsögn frá sérfræðingum á vegum KSÍ
12.09.2019
Handboltinn er farinn að rúlla og eru fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs um helgina. Stelpurnar taka á móti gríðarlega sterku liði Fram á laugardaginn klukkan 14:30 og strákarnir taka svo á móti Deildarmeisturum Hauka kl. 20:00 á sunnudaginn
12.09.2019
Blaktímabilið hefst á sunnudaginn þegar karla- og kvennalið KA berjast um Meistarar Meistaranna. Leikið verður á Hvammstanga og verður virkilega spennandi að sjá standið á liðunum fyrir komandi vetur
06.09.2019
Alls skrifuðu 10 leikmenn undir nýja samninga við KA/Þór á dögunum og má því með sanni segja að allt sé að verða klárt fyrir komandi handboltavetur. KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni þann 14. september þegar liðið tekur á móti Fram
04.09.2019
Hlaðvarpsþáttur KA heldur áfram göngu sinni en Hjalti Hreinsson fær til sín góða gesti þessa vikuna. Elfar Árni Aðalsteinsson ræðir magnaðan sigur KA í Grindavík en hann er nú orðinn markahæsti leikmaður í sögu KA í efstu deild með 23 mörk
04.09.2019
Vetrarstarfið er komið á fullt í blakinu og viljum við bjóða alla áhugasama velkomna að koma og prófa en frítt er að æfa í september. Mikil gróska er í blakinu hjá KA um þessar mundir en bæði karla- og kvennalið félagsins eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir magnað tímabil
31.08.2019
Sigþór Árni Heimisson verður aðstoðarþjálfari með Gunnari Líndal Sigurðssyni hjá KA/Þór í vetur. Gunnar Líndal tók við þjálfun liðsins nú í sumar og er nú ljóst að Sigþór Árni verður honum til aðstoðar. Þeir taka við liðinu af þeim Jónatan Magnússyni og Þorvaldi Þorvaldssyni sem höfðu stýrt liðinu undanfarin þrjú ár
31.08.2019
Það er heldur betur mikið undir í Grindavík í dag þegar KA sækir Grindvíkinga heim í 19. umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru heimamenn í fallsæti með 18 stig en KA er sæti ofar með 21 stig. Það eru því heldur betur mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið en aðeins þrír leikir eru eftir í deildinni að þessum leik loknum
29.08.2019
Það er gríðarlega mikilvægur leikur framundan í Pepsi Max deild karla þegar KA sækir Grindavík heim á laugardaginn. Aðeins þremur stigum munar á liðunum þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni. Grindvíkingar sitja í fallsæti og munu jafna KA að stigum með sigri