19.08.2019
Opna Norðlenska mótið mun fara fram í KA-Heimilinu og Höllinni dagana 22. ágúst til 24. ágúst. Það má með sanni segja að þar fari á ferðinni sterkt og spennandi mót enda undirbúningur á fullu hjá handboltaliðum landsins fyrir komandi handboltavetur
19.08.2019
Íslandsmótið í strandblaki fór fram um helgina og má með sanni segja að árangur leikmanna KA á mótinu hafi verið til fyrirmyndar. Í karlaflokki urðu þeir Miguel Mateo Castrillo og Sigþór Helgason Íslandsmeistarar og í kvennaflokki urðu þær Paula del Olmo og Hulda Elma Eysteinsdóttir Íslandsmeistarar
19.08.2019
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð í 8. sæti á Heimsmeistaramótinu sem fór fram í Norður-Makedóníu. Í liði Íslands voru tveir fulltrúar KA en það voru þeir Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson
15.08.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir leikmenn KA/Þórs náðu þeim frábæra árangri með U17 ára landsliðinu að fá silfur í B-deild á Evrópumeistaramótinu í Ítalíu. Að auki var Rakel Sara valin besti hægri hornamaðurinn á mótinu og geta stelpurnar því verið ansi sáttar með uppskeruna á mótinu
14.08.2019
Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA var í dag valin í U19 landsliðið sem fer til Svíþjóðar í lok ágúst og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Kareni en hún er aðeins 18 ára gömul og tekur þátt í sínum fyrstu leikjum fyrir U19 ára landsliðið
14.08.2019
Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum
12.08.2019
KA gerði sér lítið fyrir og vann frábæran 4-2 sigur á Stjörnunni á Greifavellinum í gær. Aðstæður á vellinum voru mjög erfiðar en KA liðið sýndi magnaðan karakter og sótti öruggan sigur að lokum sem hefði hæglega getað orðið stærri
10.08.2019
Ungir leikmenn mættir til Akureyrar.