Fréttir

Fullorðinsfimleikar-námskeið

Í næstu viku byrjar hjá okkur 12 skipta námskeið í fullorðinsfimleikum.Námskeiðið verður 2x í viku, mánudags- og fimmtudagskvöld á milli 20:00 og 21:30.

Óskilamunir í KA-heimilinu verða sendir á rauða krossinn 9. mars

Nóg er af óskilamunum í KA-heimilinu frá því fyrir jól jafnvel. Þeir verða gefnir á Rauða Krossinn þann 9. mars næstkomandi. Hægt er að koma og skoða og vitja upp í KA-heimili.

Örfréttir KA

Undanfarna þrjá mánudaga hafa verið sendar úr örfréttir frá KA í tölvupósti. Hægt er að skrá sig á þennan tölvupóstlista með því að hafa samband við Siguróla. Hér má sjá fréttir vikunnar.

Aron Dagur spilaði gegn Skotlandi

Aron Dagur spilaði í 2-1 tapi gegn Skotlandi í síðustu viku. Hann fór meiddur af velli á 50. mín en þá var markalaust og hélt hann því hreinu.

Bikarúrslitaleikur KA og Fjölnis í beinni

Bikarmót unglinga í hópfimleikum

Núna um helgina fer fram Bikarmót unglinga í hópfimleikum.Mótið er mjög fjölmennt og eru keppendur á því um 980 talsins.Mótið verður haldið í umsókn Gerplu í Verðsölum.

Áhorfsvika 29. febrúar til og með 5. mars

Næsta áhorfsvika er 29.febrúar til og með 5.mars Í fyrstu viku hvers mánaðar eru foreldrum, systk.ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á.

Fimleikar og fylgihlutir koma norður

Hún Kristín frá Fimleikar og fylgihlutir ætlar að koma til okkar og vera á morgun, föstudaginn 26.feb milli kl 15 og 17.Hægt er að koma og skoða og verlsa við hana.Sjá síðuna hennar hér: https://www.

Kvennaliðið áfram í undanúrslitin

Kvennaliðið sigraði Þrótt R 3 - 0 í 8 liða úrslitum bikarsins

Fræðslufyrirlestur í KA-heimilinu á fimmtudag - Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfæðingur.

Ellert Örn Erlingsson, íþróttasálfræðingur, flytur erindi sem ber nafnið "Hugarþjálfun veitir hugarró til árangurs". Þetta er gríðarlega spennandi efni og andlegi þátturinn er alltaf að verða stærri og stærri hjá iðkendum íþrótta. Við hvetjum iðkendur, sem og foreldra og aðra áhugasama til þess að líta við. Eins og venjulega er frítt inn og heitt á könnunni.