Fréttir

Æfingar hefjast á nýjan leik

Æfingar hefjast að nýju eftir jólafrí næstkomandi mánudag, 4.janúar.Stundaskrá félagsins er hægt að sjá hér; http://www.fimak.is/is/stundarskra en athygli er vakin á því að um er að ræða fyrstu drög annarinnar.

Tilnefningar deildanna til Böggu-bikarsins

Böggubikarinn, eru tveir farandbikarar, gefnir af Gunnari Níelssyni, Ragnhildi Jósefsdóttur og börnum þeirra til minningar um Sigurbjörgu Nielsdóttur, Böggu, systur Gunnars. Bögga var fædd þann 16. júlí 1958 og lést þann 25. september 2011. Böggubikarinn skal veittur þeim einstaklingum, pilti og stúlku, sem eru á aldrinum 16- 19 ára og þykja efnileg í sinni grein en ekki síður mjög sterk félagslega. Einstaklingum sem eru til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum og eru bæði jákvæð og hvetjandi.

Birta, Ævar og Ævarr tilnefnd sem íþróttamenn KA árið 2015

Handknattleiks-, blak-, og knattspyrnudeild hafa tilnefnt þau Birtu Fönn Sveinsdóttur, Ævar Inga Jóhannesson og Ævarr Frey Birgisson til íþróttamanns KA árið 2015. Úrslit úr kjöri um íþróttamann KA verða kunngjörð á afmælishátíð KA sem fer fram sunnudaginn 10. janúar í KA-heimilinu

Ævar Ingi Jóhannesson er íþróttamaður knattspyrnudeildar KA árið 2015

Knattspyrnudeild KA hefur tilnefnt Ævar Inga Jóhannesson sem íþróttamann knattspyrnudeildar KA árið 2015

Ævarr Freyr Birgisson er íþróttamaður blakdeildar árið 2015

Blakdeild KA hefur tilnefnt Ævarr Frey Birgisson sem íþróttamann blakdeildar árið 2015

Birta Fönn Sveinsdóttir er íþróttamaður handknattleiksdeildar KA árið 2015

Handknattleiksdeild KA hefur útnefnt Birtu Fönn Sveinsdóttur sem íþróttamann handknattleiksdeildar KA árið 2015

Akureyrarbær bætir í frístundarstyrkinn!

Akureyrarbær hefur tekið ákvörðun um að hækka upphæð frístundarstyrks síns upp í 16.000kr! Hækkunin tekur gildi frá og með áramótum.

Góður félagi fallinn frá

Þórlaugur Ragnar Ólafsson lést í umferðarslysi þann 22. desember síðastliðinn. Þórlaugur hafði æft bæði handbolta og fótbolta með KA og var vinamargur innan félagsins. Höggið er þungt og söknuður af góðum dreng mikill, stórt skarð er höggvið í okkar litla samfélag.

Skemmtilegt árgangamót í KA-Heimilinu

Jólakveðja frá KA

Knattspyrnufélag Akureyrar sendir öllum KA-mönnum, nær og fjær, félagsmönnum, stuðningsmönnum, iðkendum, foreldrum, styrktaraðilum, sem og öðrum landsmönnum hugheilar jóla og nýárskveðjur.