Fréttir

KA kynnir nýjan leikmann kl. 17:00 í dag (miðvikudag) - allir velkomnir

Klukkan 17:00 í dag (miðvikudag) ætlar knattspyrnudeild að kynna nýjan leikmann til leiks fyrir komandi tímabil. Kynningin fer fram í KA-heimilinu og bjóðum við alla félagsmenn hjartanlega velkomna, heitt verður á könnunni og vonumst við til að sjá sem flesta.

Saga Líf spilaði í sigri á Skotum

Saga Líf Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í 3-0 sigri á Skotlandi með U17 ára liði Íslands í knattspyrnu.

Aleksandar Trninić á reynslu til KA

KA hefur ákveðið að fá serbneska miðjumanninn Aleksandar Trninić á reynslu í febrúar.

Kvennalið HK sigraði KA

Kvennalið KA tók á móti HK á föstudagskvöldið og hirtu gestirnir stigin.

Áhorfsvika í febrúar

Áhorfsvika er frá mánudeginum 1.febrúar til og með laugardagsins 6.febrúar.Við hvetjum foreldra og aðra aðstandendur til að koma og fylgjast með krökkunum á æfingum.

KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun (fimmtudag)

Kvennalið KA/Þór tekur á móti Gróttu í Olís-deild kvenna á morgun, fimmtudag, í KA-heimilinu. Leikurinn hefst kl. 18:30 og er aðgangur ókeypis.

Saga Líf valin í U17

Saga Líf verður í U17 ára landsliðshóp Íslands sem mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 2. og 4. febrúar í Egilshöll.

Foreldranámskeið í reglum og æfingum í áhaldafimleikum kvenna og karla.

Nú höfum við ákveðið að bjóða uppá námskeið fyrir foreldra og aðra áhugasama um dómarareglur í áhaldafimleikum sem og að fara í gegnum helstu æfingarnar á hverju áhaldi fyrir sig.

Fræðslufyrirlestur á fimmtudaginn: Sverre Jakobsson: Allt frá því að vera iðkandi í KA í að vera atvinnumaður

Nú á fimmtudaginn verður annar fyrirlesturinn í fyrirlestrarröð KA. Fyrirlesarinn er Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyri Handboltafélags og Silfurverðlaunahafi frá því á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Sverre mun fjalla um það að vera iðkandi í KA og fara síðan í atvinnumennsku. Hann mun fara yfir áskoranir sem því fylgja, markmið og feila. Fyrirlesturinn hefst 20:00 og er aðgangur ókeypis.

3 - 0 sigur karlaliðsins

Karlalið KA lagði Þrótt Nes 3-0 í seinni heimaleiknum