Fréttir

Fimleikakona ársins 2015 – Auður Anna Jónasdóttir

Fimleikafélag Akureyrar hefur valið Auði Önnu Jónasdóttur fimleikakonu ársins.Auður Anna er einn fremsti iðkandi félagsins í hópfimleikum og því vel að titlinum komin.

Þegar KA vann landsliðið

Nóg um að vera um helgina - handbolta og fótboltaleikir og afmæli

Það verður nóg um að vera hjá KA um helgina. Á laugardaginn leika meistaraflokkur og þriðji flokkur kvenna í handbolta leiki í KA-heimilinu. Þá spila bæði lið KA í Kjarnafæðismótinu í Boganum. Loks er afmælisveisla á sunnudaginn kl. 14:00

FIMAK hlaut styrk frá Norðurorku

Norðurorka hf.auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl.Verkefni frá FIMAK sem ber heitið tilraunaverkefni vegna barna með sérþarfir var meðal þeirra sem hlaut styrk í gær.

Stórafmæli janúarmánaðar

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í janúar innilega til hamingju.

Fyrstu leikir Hildar í A-landsliðinu

A-landslið kvenna náði í brons á NOVOTEL CUP í Luxemborg nú í byrjun nýs árs.

Innheimta æfingargjalda vor 2016

Athugið að allir iðkendur FIMAK verða að ganga frá skráningu og greiðslu æfingagjalda í NORI fyrir 11 janúar nk.til að staðfesta þátttöku í starfinu og halda plássi í hóp.

Íþróttamaður FIMAK 2015

Fimmtudaginn 7.janúar kl:17:00 verður íþróttamaður FIMAK 2015 krýndur í húsakynnum FIMAK.Við hvetjum sem flesta að koma.ATH að engar æfingar falla niður Stjórn og starfsfólk FIMAK.

88 ára afmælisfagnaður KA á sunnudaginn kl. 14.00

Á sunnudaginn næstkomandi (10. janúar) mun vera haldið upp á 88 ára afmæli KA og er þér boðið! Veislan hefst kl. 14:00 upp í KA-heimili með hátíðardagskrá og þegar dagskrá er lokið verður boðið upp á kökur og kaffi fyrir gesti. Þá mun íþróttamaður KA vera krýndur.

Æfingar hefjast á nýjan leik

Æfingar hefjast að nýju eftir jólafrí næstkomandi mánudag, 4.janúar.Stundaskrá félagsins er hægt að sjá hér; http://www.fimak.is/is/stundarskra en athygli er vakin á því að um er að ræða fyrstu drög annarinnar.