Fréttir

Lokahóf knattspyrnudeildar KA er á laugardaginn

Lokahóf knattspyrnudeildar KA fer fram á laugardaginn. Hófið verður haldið í glæsilegum veislusal KA-heimilisins og opnar húsið kl. 19:00. Öllum KA-mönnum stendur til boða að vera með og kostar miðinn 4900kr. Innifalið í miðanum er er fordrykkur, matur og skemmtun.

Mótanefnd og foreldrafélag

Fimleikafélagið óskar eftir fólki í mótanefnd og foreldrafélag.Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á aglaegilson@gmail.com og fá þar frekari upplýsingar.Við vonumst eftir skjótum viðbrögðum :) Kær kveðja FIMAK.

Pétur hættir sem yfirþjálfari yngri flokka – Aðalbjörn tekur við

Pétur Ólafsson lét af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka KA í knattspyrnu um síðustu mánaðamót og við starfinu tók Aðalbjörn Hannesson sem er íþróttafræðingur að mennt og þaulreyndur yngriflokkaþjálfari hjá KA.

4. flokkur karla Íslandsmeistarar!

Strákarnir í 4. fl eru Íslandsmeistarar 2015 í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fjölni á Akureyrarvelli.

Jafntefli í fyrsta leik hjá KA/Þór

Umfjöllun: Tap gegn Grindavík

KA tapaði gegn Grindvíkingum í 21. umferð 1. deildar karla í dag. Grindavík var 2-0 yfir í hálfleik og lauk leiknum með 1-3 sigri gestanna sem voru miklu sterkari í dag.

Handboltaveisla á sunnudaginn - frítt á leikinn!

Íslandsbanki býður öllum frítt á leik Akureyrar og Vals þannig að það er um að gera að nýta sér þetta kostaboð. Sala á ársmiðum og gullkortum fyrir leikinn.

Þrjár úr Þór/KA til Sviss

Andrea Mist, Anna Rakel og Lillý Rut hafa verið valdar í U19 ára lið Íslands sem tekur þátt í undankeppni EM.

Frítt inn á morgun gegn Grindavík

Mikið að gera hjá KA næstu daga í fótboltanum