22.10.2015
Góðan daginn, við bendum á að allar æfingar eru með venjubundnum hætti næstu daga.Þ.e.engin röskun er á æfingum þrátt fyrir að vetrarfrí sé að skella á, í grunnskólum bæjarins.
21.10.2015
Akureyri tekur á móti ÍR í KA-Heimilinu á fimmtudaginn í Olís deild karla. Á laugardaginn tekur Akureyri síðan á móti Gróttu 2 í CocaCola bikar karla.
20.10.2015
Íslandsmótið í stökkfimi fer fram 31.október nk.Keppt verður í A og B deild og í opnum flokki.Mótið er í umsjón FIMAK.
18.10.2015
Helgina 17.til 18.október fór fram Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum í 4.og 5.þrepi stúlkna og drengja hér hjá FIMAK.Mótið fór frábærlega fram og gengi okkar keppenda frá mjög gott.
14.10.2015
Rúnar Haukur Ingimarsson, lykilmaður í starfi Íþróttafélagsins Þórs, er látinn. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í nótt eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann var 51 árs að aldri.
14.10.2015
Í gær skrifuðu þeir Halldór Jóhannsson, framkvæmdarstjóri KEA og Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA undir styrktarsamning á milli félaganna. Einnig skrifaði KEA undir samning við Þór á sama tíma, eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.
12.10.2015
í októberbyrjun sóttu 7 þjálfarar félagsins dómaranámskeið í áhaldafimleikum.Það hefur lengi hallað á FIMAK hvað varðar dómara og félagið hefur ekki átt dómara í áhaldafimleikum kvenna í 4 ár.
09.10.2015
U19 landsliðin eru á leið til Danmerkur til þátttöku í NEVZA-móti.