22.07.2015
Á morgun, fimmtudag, mun KA fá Austfirðinga í heimsókn á Akureyrarvöllinn. Leikur KA og Fjarðarbyggðar hefst kl. 19:15 og hvetjum við alla sem vettlingi geta valdið að hópast á völlinn.
17.07.2015
KA hefur gengið frá samningi við króatískan miðjumann að nafni Josip Serdarusic. Hann mun koma til með að styrkja KA-liðið enn fremur í komandi átökum í 1. deildinni og bikarnum.
17.07.2015
Á laugardaginn, 18. júlí, tekur Fram á móti KA í Úlfarsárdalnum í Grafarholti. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og hvetjum við alla KA-menn, nær og fjær, til þess að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið.
16.07.2015
Nú er Íslandsmótið hálfnað þar sem 11 leikir af 22 hafa verið spilaðir. Heimasíðan hefur tekið saman tölfræði KA liðsins úr fyrri hluta mótsins.
15.07.2015
Nú rétt í þessu var að ljúka leik KA og Þór í 2. flokki karla. KA fór með 2-0 sigur að hólmi og voru það þeir Atli Írisarson og Úlfar Valsson sem skoruðu mörkin.