Fréttir

Umfjöllun: 4-1 sigur á Þrótturum

KA vann í kvöld magnaðan sigur á Þrótturum 4-1 á Akureyrarvelli. Staðan í hálfleik var 2-1 KA í vil og í þeim síðari bætti KA við tveimur mörkum og vann sannfærandi sigur.

Hópar og biðlistar 2015

Fullt er í alla hópa hjá FIMAK nema Goldies (fullorðinsfimleika).Hægt er að skrá á biðlista í alla hópa í gegnum heimasíðu FIMAK.Um leið og pláss losnar þá bjóðum við næsta inn af biðlista og tökum inn í þeirri röð sem skráning berst.

KA tekur á móti Þrótti í dag

Í dag (þriðjudag) tekur KA á móti liði Þróttar á Akureyrarvelli en leikurinn hefst kl. 18:15 og kostar 1.500kr inn fyrir 16 ára og eldri. Leikurinn er liður í 17. umferð 1. deildar karla og ljóst að leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið.

Haust 2015

Starfið hjá FIMAK hefst 31.ágúst.Fyrstu drög af stundartöflu verður gefið út í næstu viku sem og hópaskipan.Skrifstofan verður opin í ágúst frá kl.14 -16 mánudaga til fimmtudaga.

Frábær sigur á Selfossi

KA gerði góða ferð á Selfoss á föstudagskvöld og lagði heimamenn með fjórum mörkum gegn engu. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum.

Meistaraflokkur KA/Þórs kemur vel undan sumri

Meistaraflokkur kvenna hjá KA/Þór keppti á æfingamóti í Vodafonehöllinni um helgina.

Selfoss tekur á móti KA í dag

Æfingar að byrja hjá elstu krökkunum í handbolta

Æfingar í handbolta eru byrjaðar hjá 3. og 4. flokki kvenna og 3. flokki karla. Æfingar hjá 4. flokki karla hefjast næsta mánudag 17. ágúst kl. 16.30. Næsta æfing hjá 4. flokki kvenna er á morgun kl. 16.00 Næsta æfing hjá 3. flokki kvenna er á morgun kl. 17.15 3. flokkur karla er að æfa á fullu þessa dagana og verðu æfing hjá þeim í dag kl. 20.00 en þeir fara svo til Ungverjalands og taka þar þátt í móti í Veszprém, æfingar falla því niður til loka ágúst en hefjast þá að nýju.

Sandra María sá um KR, Þór/KA á siglingu

Þjálfaraskipti hjá KA

Tilkynning frá knattspyrnudeild KA