11.07.2015
KA lagði Þór í frábærum nágrannaslag sem fram fór á Akureyrarvelli í dag. Það var Ævar Ingi Jóhannesson sem skoraði eina mark leiksins á 5. mínútu. KA var mun sterkari aðilinn í leiknum, þá sérstaklega fyrri hálfleik, enda lék liðið einum leikmanni fleiri í 75 mínútur.
10.07.2015
Þá er loksins komið að leiknum sem svo margir hafa beðið eftir. KA og Þór mætast á morgun, laugardag, kl. 17:00 á Akureyrarvelli.
Við hvetjum fólk til þess að fjölmenna á völlinn og vera gulklætt og jafnvel með KA-trefla.
09.07.2015
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í júlí innilega til hamingju.
08.07.2015
Nú rétt í þessu var leik Þór/KA og Selfoss að ljúka og lokatölur urðu 1-1 eftir að gestirnir náðu að jafna metin tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Stelpurnar í Þór/KA náðu að skora úr sínu fyrsta alvöru færi og var þar á ferðinni Lillý Rut Hlynsdóttir eftir mikinn barning í teig Selfyssinga eftir hornspyrnu. Lillý gafst ekki upp og kom boltanum í netið og okkar stúlkur komnar yfir eftir rétt rúmt kortér.
07.07.2015
Frábærar myndir frá N1-mótinu.
06.07.2015
KA vann Fjölni, 2-1, á Akureyrarvelli í kvöld og er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins. Dregið verður í undanúrslitum í hádeginu á morgun, þar sem KA, Valur, ÍBV og KR verða í pottinum.