04.08.2015
Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í ágúst innilega til hamingju.
04.08.2015
Skrifstofan hefur nú opnað á ný eftir sumarfrí.Opnunartími í ágústmánuði er mánudaga - fimmtudaga frá kl 14-16.Hægt er einnig að senda okkur tölvupóst á skrifstofa@fimak.
04.08.2015
Núna er komin inn í heimabönkum valgreiðsla vegna styrktarfélagsgjalds FIMAK að fjárhæð 2500.Upphæðin var samþykkt á aðalfundinum í maí síðast liðnum.Ef fólk hefur áhuga á að gerast styrktarfélagi en fékk ekki valgreiðslu í netbankann má endilega senda beiðni um að fá kröfu á netfangið skrifstofa@fimak.
31.07.2015
Hér má finna skipulagið fyrir keppnina í parkour á unglingalandsmótinu.Keppnin fer fram sunnudaginn 2.ágúst og geta allir þátttakendur á unglingalandsmótinu tekið þátt í því.
30.07.2015
Hér má finna skipulag fyrir fimleika keppnina á laugardaginn á unglingalandsmótinu 2015.
29.07.2015
KA og Valur mættust í kvöld í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn 1-1 og ekkert mark var skorað í framlengingunni og réðust úrslit leiksins því í vítaspyrnukeppni.