Fréttir

Fyrstu leikir tímabilsins

Bæði karla- og kvennalið KA sóttu Þrótt Nes heim um síðust helgi.

Laugadagshópar

Vegna haustmóts í áhaldafimleikum 17.október þá verða ekki ekki æfingar hjá þeim hópum sem æfa þann dag.

Málþing um andlega líðan íþróttamanna á Akureyri

Á morgun, þriðjudag, verður haldið gríðarlega fróðlegt málþing í Háskólanum á Akureyri, á vegum ÍSÍ. Yfirskrift málþingsins er "Andleg líðan íþróttamanna", brýnt málefni. Allir geta mætt á málþingið, þeim að kostnaðarlausu. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Flottur árangur hjá eldra ári 5. flokks karla og kvenna í Eyjum um helgina

Eldri ár 5. flokks karla og kvenna kepptu á fyrstu Íslandsmótum vetrarins í Vestmannaeyjum um helgina. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið frábær. Stelpurnar unnu 2. deild og tryggðu sér rétt til að spila í 1. deild á næsta móti. Lið 1 hjá strákunum gerðu sér lítið fyrir og unnu 1. deildina og lið tvö hjá strákunum lentu í 2. sæti í sinni deild. Frekari pistlar ættu að berast von bráðar þegar þjálfarar hafa gefið sína skýrslu. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hóp okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.

Stórafmæli í október

Við óskum þeim félögum sem eiga stórafmæli í október innilega til hamingju.

Tilþrif KA liðsins sumarið 2015 (myndband)

KA/Þór með heimaleik gegn Val í dag, föstudag

Aron Dagur gerir 3 ára samning við KA

U-17 ára landsliðsmarkmaður Íslands Aron Dagur Birnuson semur við KA til þriggja ára.

Unglingamót KA í badminton

Um helgina 3.-4. október verður haldið unglingamót KA í badminton Mótið verður haldið í KA húsinu

PubQuiz í KA-heimilinu á fimmtudaginn

Fimmtudaginn næstkomandi (1. október) verður haldið gríðarlega veglegt og skemmtilegt pubquiz í KA-heimilinu. Keppni hefst rétt rúmlega 21:00 og er öllum frjálst að koma og taka þátt.