Fréttir

Ben Everson gengur til liðs við KA

KA hefur náð samkomulagi við Englendinginn Ben Everson um að leika með liðinu á komandi sumri.

Íslandsmót í þrepum í áhaldafimleikum - Jóhann Gunnar Finnsson Íslandsmeistari í 4. þrepi drengja

Um helgina fór fram Íslandsmót í þrepum í Ármannsheimilinu.Til að öðlast þátttökurétt á mótinu þarf að hafa náð lágmarksstigum hvers þreps fyrir sig á einhverju FSÍ móti sem farið hefur fram um veturinn.

Átta á landsliðsæfingar í mars

Átta ungmenni frá KA fóru á landsliðsæfingar í mars.

Margrét með tvö í fyrsta leik

Margrét Árnadóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með meistaraflokki í Lengjubikarnum.

3. flokkur karla deildarmeistarar í handbolta

3. flokkur karla tóku við deildarmeistarabikarnum í handbolta fyrir 2. deildina eftir tvo góða sigra á ÍR um helgina í KA heimilinu. Þeir höfðu þónokkra yfirburði í deildinni og unnu sannfærandi með 7 stiga mun og 222 mörk í plús.

3 - 1 sigur KA

Karlalið KA sigraði Þrótt R 3 -1 í síðasta deildarleik vetrarins.

Handboltaveisla um helgina

Taktu mánudaginn frá - þér er boðið á leik Akureyrar og FH. Auk þess verða fjölmargir handboltaleikir á dagskrá um helgina! Bein textalýsing á leik KR og Hamranna

KA á 5 fulltrúa í U-15 og U-17 ára landsliðum HSÍ

Nýverið tilkynnti HSÍ val á æfingarhópum fyrir U-15 og U-17 ára landslið í handknattleik. Þar á KA fimm fulltrúa, tvo í U-17 og þrjá í U-15. Við óskum þessum strákum kærlega til hamingju með valið.

Árnastofa vígð eftir aðalfund KA

Eftir aðalfund félagsins, sem haldinn var í kvöld 25. mars 2015, safnaði Hrefna G. formaður félagsins fundargestum saman fyrir framan nýjan fundarsal, sem er í suðurenda félagsheimilisins. Tilefnið var að vígja átti salinn, en aðalstjórn hafði samþykkt að nefna salinn í höfuð Árna Jóhannssonar

Páskafrí hjá FIMAK

Síðustu æfingar félagsins fyrir páska fara fram laugardaginn 28.mars 2015.Þó æfa nokkrir keppnishópar í byrjun næstu viku og fá foreldrar tölvupóst með upplýsingum um æfingarnar.