17.04.2015
Margrét Árnadóttir fer með U17 ára liði Íslands til Færeyja þar sem þeir taka þátt í undirbúningsmóti UEFA.
17.04.2015
Á laugardaginn verður lokaþáttur af handboltaliði Íslands sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Þar verður tilkynnt um hvaða lið hefur verið valið besta lið Íslandssögunnar og er lið KA frá árinu 1996 í pottinum. Við hvetjum allt KA-fólk, nær og fjær, til þess að kjósa í þessari skemmtilegu kosningu.
17.04.2015
Ólafur Aron Pétursson og Ýmir Már Geirsson hafa gert þriggja ára samninga við KA. Þetta eru frábærar fréttir en þeir báðir hafa verið að leika vel á undirbúningstímabilinu og eiga framtíðina fyrir sér.
16.04.2015
Hamrarnir luku tímabilinu með stæl og eiga mikið hrós skilið fyrir flotta umgjörð í leiknum og hetjulega baráttu.
14.04.2015
Það verður blásið til veislu þann 25. apríl næstkomandi þegar Herrakvöld KA fer fram með pompi og prakt. Fjörið fer fram í KA-heimilinu og verða stórstjörnur á borð við Hermann Hreiðarsson og Loga Bergmann Eiðsson sem sjá um skemmtidagskrána.
Miðaverð 5.900 kr og kvöldverður innifalinn. Miðapantanir í KA-heimilinu í síma 4623482 eða hjá Sævari - saevar@ka-sport.is eða Siguróla siguroli@ka-sport.is
14.04.2015
Okkar árlega Akureyrarfjör hefst föstudaginn 17.apríl og stendur yfir til sunnudagsins 19.apríl.Landsbankinn er aðalstyrktaraðili mótsins að þessu sinni.Akureyrarfjör er innanfélagsmótið okkar þar sem öllum iðkendum 7 ára ( á árinu) og eldri bíðst að taka þátt.