26.02.2014
Fannar Hafsteinsson og Ævar Ingi Jóhannesson hafa verið valdir í U19 ára landslið Íslands sem mætir Svíþjóð í vináttuleikjum í byrjun mars á höfuðborgasvæðinu.
26.02.2014
Þór/KA beið lægri hlut gegn Breiðablik 3-0 í fyrsta leik lengjubikarins.
25.02.2014
Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn í KA-heimilinu þriðjudaginn 4. mars n.k. kl. 20:00
25.02.2014
Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 20:15 í Boganum fer fram leikur Þórs/KA og Breiðabliks í Lengjubikarnum.
24.02.2014
Katrín Ásbjörnsdóttir leikmaður Þór/KA var valin í A-landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í hinum árlega Algarvebikarnum.
23.02.2014
Stelpurnar á yngra ári í 4. flokki kvenna hjá KA/Þór mættu ÍR í undanúrslitum í KA heimilinu á sunnudeginum. Fyrri hálfleikurinn var ágætlega spilaður á köflum hjá stelpunum en óákveðni í sókninni og einbeitingaleysi í vörninni voru þó áberandi heilt yfir. Þrátt fyrir að vera ekki að spila sinn besta leik í fyrri hálfleik fóru stelpurnar inn með 12-9 forystu. Í seinni hálfleik var ljóst frá fyrstu mínútu að þær ætluðu sér í Höllina. Vörnin lokaðist, Arnrún hrökk í gang í markinu og sóknarleikurinn varð miklu beittari. Forskotið óx jafnt og þétt og í raun bara spurning um hversu stór sigurinn yrði. Það fór svo að stelpurnar lönduðu glæsilegum 26-16 sigri fyrir framan dygga áhorfendur á pöllunum.
23.02.2014
Meistaraflokkar karla og kvenna tóku á móti Þróttir R um helgina. Hvort lið spilaði tvo leiki. Karlarnir sigruðu báða sína leiki 3-1 og náðu þar með dýrmætum stigum í hús. Konurnar töpuðu fyrri leiknum 0-3 og hinum 1-3.
21.02.2014
Aðalfundur Knattspyrnudeildar KA verður haldinn í kvöld, föstudaginn.21. febrúar 2014 kl 20:00 í KA-heimilinu.
20.02.2014
Bjarki Þór Viðarsson og Ólafur Hrafn Kjartansson hafa verið valdir í U17 sem mætir Norðmönnum í tveimur æfingaleikjum í Kórnum um mánaðarmótin.