Fréttir

Enn vantar nokkra til að vinna á Haustmói 2 á laugardaginn

Á laugardaginn fer fram haustmót 2 hér á Akureyri, þar sem keppendur í frjálsum, 1.og 2.þrepi keppa.Ennþá vantar okkur fólk til að aðstoða í hin ýmsu störf.Ef þið hafið tök á að aðstoða okkar megið þið gjarnan setja ykkur í samband við Guðrúnu Vöku á netfanginu gvaka73@gmail.

Yngra ár 4. flokks brá undir sig betri fætinum um helgina

Yngra árið hjá KA/Þór átti erfiða helgi fyrir höndum þegar lagt var af stað á föstudagsmorgun. Fyrir láu þrír leikir. KA/Þór1 átti leik gegn ÍBV á Selfossi og KA/Þór2 átti leiki gegn Selfoss og Val.

Sala á fimleikafatnaði

Á morgun þriðjudag 5.nóv.verðum við með sölu á félagsfatnaði frá klukkan 16.00-19.00 í anddyri fimleikahússins.Erum einnig með Parkourfatnað.Hægt verður að máta og panta fatnað félagsins þá.

Snjór stoppar engann

Miðvikudaginn 30.október var gevigrasvöllurinn á KA vellinum á kafi í snjó. En það stoppaði ekki 4.fl karla að spila á vellinum

U17 og U19 æfingar um helgina

Um helgina fara fram úrtaksæfingar fyrir U17 og U10 ára landslið karla. Þar eigum við KA menn 4 fulltrúa að þessu sinni. Æfingarnar fara fram fyrir sunnan.

Norðurlandsæfingar um helgina

17 stelpur frá KA taka þátt í norðurlands æfingum um helgina sem fram fara á KA vellinum og í Boganum.

KA/Þór2 fékk Þróttarastelpur í heimsókn á laugardaginn

KA/Þór2 spilaði gegn Þróttarastelpum á laugardaginn. KA/Þór2 er lið 2 á yngra ári í 4. flokki kvenna en lið Þróttar samanstendur af öllum 4. flokk laugardalsliðsins þannig að ljóst var fyrirfram að um erfiðan leik yrði að ræða.

Smáauglýsingar

Vakin er athygli á smáauglýsingadálki þar sem foreldrar geta auglýst fimleikavarning til sölu.Tilvalið fyrir þá sem vilja koma í verð fatnaði sem ekki er lengur í notkun.

Sandor í Þór

Sandor Matus mun leika með Þór á næsta tímabili. Sandor hefur staðið í markinu hjá okkur síðan sumarið 2004 og hefur hann að jafnaði verið okkar besti maður þann tíma.

Hrannar Björn í KA (Staðfest)

Hrannar Björn Steingrímsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KA. Hrannar kemur til okkar frá Völsung þar sem hann er uppalinn og hefur spilað allan sinn feril þar af síðustu tvö ár sem fyrirliði liðsins.