Fréttir

Tölfræði KA í sumar

Nú þegar að tímabilið er meira en hálfnað og verslunarmannahelgin að ganga í garð er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og skoða tölfræði KA liðsins það sem af er móti. Leiknir hafa verið 14 af 22 leikjum í sumar og er aðalega stuðst við upplýsingar úr gagnagrunni KSÍ ásamt upplýsingum frá KA-sport í þessari tölfræði.

Jafntefli í skrautlegum leik gegn KF

Í kvöld mættust KA og KF í kaflaskiptum leik sem lauk með 1-1 jafntefli. Fyrri hálfleikur var gríðarlega bragðdaufur og fátt markvert gerðist. Í þeim síðar var hinsvegar nóg að gerast og fékk Bjarki Baldvinsson ranglega rautt spjald. Gestirnir úr KF komust síðan yfir með marki frá Jóni Björgvini Krisjánssyni. Okkar menn fengu síðan vítaspyrnu tveimur mínútum síðar en Brian Gilmour skaut í slá. Á 89. mínútu jafnaði síðan Brian Gilmour metin eftir að hafa fylgt eftir skoti Atla Sveins.

Víkingur Ólafsvík vann opna svalamótið

Í dag fór fram Opna Svalamótið í 6.fl karla hjá KA. Skipt var í 6 lið þar sem spilað var 6vs6.  Liðin sem tóku þátt að þessu sinnu voru. Valur FH Breiðablik Víkingur Ó KR Fylkir

KF í heimsókn á morgun

Á morgun koma nágrannar okkar úr Fjallabyggð í heimsókn í 14. umferð 1.deildar karla á Akureyrarvelli. Leikurinn verður flautaður á klukkan 19.15. KF eru í 10. sæti með 13 stig á meðan okkar menn eru í 5. sæti með 21 stig. Eins og ávallt verður grillað fyrir leik og hefst fjörið 45 mínútum fyrir leik. 

Grill og gleði á Akureyrarvelli á miðvikudaginn

KA menn taka á móti liði KF frá Fjallabyggð á miðvikudaginn kemur og hefst leikurinn kl. 19.15. Með sigri geta strákarnir okkar sett allt upp í loft í toppbaráttu 1. deildar en liðið hefur verið á miklu skriði í síðustu leikjum. Við munum að sjálfsögðu halda uppteknum hætti og grilla fyrir áhorfendur og munum við kveikja á grillinu kl. 18.00. Í boði verða hamborgarar og drykkir frá Vífilfelli á vægast sagt sanngjörnu verði. Einnig verðum við með til sölu hina glæsilegu KA trefla. Ekki láta þig vanta!

Carsten Pedersen hetja KA í sigri á Fjölni

KA menn unnu í dag 1-0 sigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í tíðindalitlum leik. Staðan í hálfleik var markalaus en í síðari hálfleik skoraði Carsten Pedersen sigurmark KA á 86. mínútu eftir hornspyrnu frá Brian Gilmour. Eftir sigurinn er KA í 4-5.sæti með 21 stig og taplausir í síðustu sjö leikjum.

Útileikur gegn Fjölni

Á morgun bregða okkar menn undir sig betri fætinum og fara í Grafarvoginn og etja kappi við Fjölni. Staða liðanna í deildinni er svipuð og sitja þau í 5. og 6 sæti deildarinnar. Fjölnir með 21 stig en KA með 18 stig. Leikurinn hefst kl. 14.00 og verður í beinni hjá SportTV og verður sjónvarpað hér í KA-heimilinu á breiðtjaldi.

Stofnfundur handknattleiksdeildar Hamranna

Íþróttafélagið Hamrarnir boðar til fundar á morgun (miðvikudaginn 24. júlí) í KA-heimilinu klukkan 20.00. Efni fundarins er stofnun handknattleiksdeildar sem mun taka þátt í 1. deild karla í handbolta í vetur. Athugið að liðið er staðsett á Akureyri. Allir eru hjartanlega velkomnir, þá sérstaklega fjölmiðlar. Frekari upplýsingar um fundinn veitir Siguróli í síma: 692-6646.

Dramatískur sigur á Selfyssingum

KA og Selfoss mættust í dag á Akureyrarvelli í hreint út sagt ótrúlegum leik þar sem okkar menn skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Staðan í hálfleik var 1-0 okkur í vil en í þeim síðari var boðið upp á sannkallaða markasúpu og voru það Brian Gilmour, Atli Sveinn og Ivan sem skoruðu mörk okkar í seinni hálfleiknum. En fyrsta mark okkar í leiknum var sjálfsmark gestana. 

KA - Selfoss á morgun

Á morgun hefst seinni umferð 1.deildar karla þegar að við fáum Selfyssinga í heimsókn. Staða liðanna í deildinni er ekki ólík. Selfyssingar sitja í 8.sæti með 14 stig. Á meðan okkar menn eru sæti ofar og með 15 stig. Leikurinn hefst á slaginu klukkan 16.00 og verður það Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sem mun dæma leikinn. Við hvetjum alla að mæta tímanlega. Það verður fírað upp í grillinu 45 mínútum fyrir leik og boðið upp á hamborgara, pyslur og gos á vægu verði.