Fréttir

Úrslit leikja á Íslandsmóti 6. flokks karla og kvenna

Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki í handknattleik. Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst. Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.

Íslandsmót 6. flokks karla og kvenna í handbolta

Um helgina sjá  unglingaráð KA og Þórs um fyrsta Íslandsmót vetrarins fyrir 6. flokk karla og kvenna.  Leikið er í KA heimilinu og Íþróttahöllinni.  Fyrstu  leikir byrja  kl. 8:30 á laugardagsmorgi og verður spilað til kl. 14:00 á sunnudag.   Niðurröðun leikja má sjá á slóðinni http://www.hsi.is/Motamal/5-8flokkur/6flokkurkarla-Yngraar Fjöldi þátttakenda er u.þ.b. 350 og þeim fylgja 70-80 fullorðnir.  Krakkarnir sem koma að sunnan gista og borða  í Giljaskóla.   Þar verður einnig kvöldvaka á laugardagskvöldinu. Frekri upplýsingar um mótið veita : Erlingur S. 690-1078 og Sigga S. 892-2612

Framkvæmdastjóri verður ekki við eftir hádegi

Vegna funda verð ég ekki við eftir hádegi í dag, fimmtudag.Hægt verður að ná í mig kl.09.00-11.00 í fyrramálið, föstudag.

Vel heppnað afmælismót tennis- og badmintondeildar KA

Afmælismót í badminton sem nýstofnuð tennis- og badmintondeild KA stóð fyrir og fór fram í Íþróttahöllinni og KA-heimilinu um liðna helgi, tókst með miklum ágætum og vilja forráðamenn deildarinnar koma á framfæri þakklæti til allra keppenda í mótinu og starfsmanna fyrir skemmtilega og vel heppnaða helgi.

KA-MENN NÆR OG FJÆR!

Getraunastarf knattspyrnudeildar KA fer senn að hefjast. Fyrirkomulagið verður með talsvert breyttu sniði sem gerir fleirum kleift að vera með. Hópleikir tímabilsins verða tveir að þessu sinni, einn fyrir áramót og annar eftir áramót. Síðustu ár hafa vinningarnir verið einkar glæsilegir og það verður engin breyting þar á.

Haustmót FSÍ- við þurfum á ykkar hjálp að halda!

Helgina 2.-4.nóv verður haldið Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum hjá okkur í FIMAK.Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum þetta mót og hlökkum mikið til.Eins og áður hefur komið fram getum við ekki haldið mót af þessari stærðargráðu nema með aðstoð foreldra.

Fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar

Nú er komið út fréttabréf unglingaráðs handknattleiksdeildar. Þar er fjallað um fyrirhugaða starfsemi í vetur, fyrirkomulag keppnisferða, innheimtu æfingagjalda og fleira sem er árvist á þessum tíma. Hægt er að lesa fréttabréfið með því að smella hér.

Knattspyrnudeild semur við Gauta Gautason

Undirritaður hefur verið samningur knattspyrnudeildar og miðvarðarins Gauta Gautasonar sem er uppalinn KA-strákur og hefur unnið sér sæti í U-17 landsliði Íslands. Samningurinn er til ársloka 2014.

Lára og Helena valdar í U-19 landsliðshópinn fyrir undankeppni EM

KA-stelpurnar Lára Einarsdóttir og Helena Jónsdóttir hafa verið valdar í U-19 landsliðshópinn, sem mun spila í undankeppni Evrópumótsins í Danmörku dagana 20.-25. október nk. Ísland mætir Slóvakíu í fyrsta leik 20. október, Moldavíu 22. október og lokaleikurinn verður við Danmörku 25. október.

Þakkir til KA-manna

María Guðmundsdóttir á Húsavík hefur óskað eftir að koma eftirfarandi á framfæri á heimasíðu KA: "Mig langar að þakka ykkur KA-mönnum fyrir allt sem þið hafið gert fyrir okkur eftir andlát Steina. Þið trúið því ekki hvað ég met það mikils og mun ekki gleyma þessu. Mig langar sérstaklega að þakka fyrir aðstoðina við erfidrykkjuna. Það var líka dásamlegt að sjá ykkur standa heiðursvörð á leið upp í kirkjugarð, ég er enn með gæsahúð. Takk fyrir allt!!" María Guðmundsdóttir.