08.10.2012
Helgina 2.-4.nóvember verður haldið Haustmót í áhaldafimleikum hér fyrir norðan.Eins og áður fylgir því fullt að krökkum, þjálfurum og fararstjórum sem við höfum reddað gistiaðstöðu yfir helgina með tilheyrandi vinnu.
06.10.2012
Útslit leikja í Mikasadeildinni í blaki, Akureyri 6. október 2012
Karlar: KA-UMFA
Útslit leiks: 3 - 1
Úrslit hrina:
25-22
25-22
10-25
25-20
Stigahæstu leikmenn KA:
Piotr Kempisty 30
Benedikt Rúnar Valtýsson 6
Filip Pawel Szewczyk 5
Stigahæstu leikmenn UMFA:
Ivo 15
Hlynur 7
Kem Karl 6
Konur: KA-UMFA
Útslit leiks: 0 - 3
Úrslit hrina:
14-25
7-25
13-25
Stigahæstu leikmenn KA:
Alda Ólína Arnarsdóttir 7
Dagný Alma Jónasdóttir 6
Eva Sigurðardóttir 6
Stigahæstu leikmenn IMFA:
Zaharina Filipova 12
Miglena Apostolova 11
Auður Anna Jónsdóttir 9
06.10.2012
Hallgrímur Mar Steingrímsson er í liði ársins í 1. deildinni, að loknu nýafstöðnu keppnistímabili, að mati
fótboltavefsíðunnar Fotbolti.net. Lið ársins var kunngjört í hófi í gærkvöld.
05.10.2012
U-17 landslið karla í knattspyrnu lenti í 3. sæti í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Möltu, sem lauk í gær.
Liðið spilaði þrjá leiki - gegn Portúgal, Noregi og Möltu - tapaði leikjunum gegn Portúgal og Noregi en hafði sigur á Möltu.
Fulltrúi KA í liðinu, miðvörðurinn Gauti Gautason var í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og spilaði leikina til enda og stóð sig
að sjálfsögðu mjög vel, samkvæmt okkar upplýsingum.
05.10.2012
Um helgina verður mikið að gera hjá badmintonfólki þegar nýstofnuð Tennis- og badmintondeild KA efnir til afmælismóts, en spilað verður
bæði í Íþróttahöllinni og KA-heimilinu.
04.10.2012
Bjarni Jóhannsson er næsti þjálfari meistaraflokks KA í knattspyrnu. Bjarni og Gunnar Níelsson, formaður knattspyrnudeildar KA, skrifuðu undir
samning þess efnis í KA-heimilinu síðdegis í dag og er samningurinn til þriggja ára.
04.10.2012
Hallgrímur Mar Steingrímsson, kantmaðurinn knái í KA-liðinu, framlengdi samning sinn við KA í dag og er nú samningsbundinn félaginu
næstu tvö keppnistímabil.
04.10.2012
Nýr þjálfari KA í knattspyrnu verður kynntur til sögunar í KA heimilinu í dag (fimmtudag) kl 17:15, í leiðinni mun einn okkar allra
efnilegasti leikmaður skrifa undir nýjan samning. ALLIR KA menn og konur eru hjartanlega velkomin í KA-Heimilið í dag og bera nýjan þjálfara augum,
boðið verður uppá kaffi og jafnvel með því! Mætum KA fólk!
04.10.2012
Leikur Akureyrar og ÍR hefst klukkan 19:00 en fyrir leikinn er handhöfum Gullkorta boðið upp á heitan mat. Að þessu sinni verður maturinn
framreiddur á öðrum stað en vanalega eða í stækkaðri aðstöðu félagsins sem er við anddyri Hallarinnar (á vinstri hönd
þegar gengið er inn). Maturinn verður framreiddur upp úr klukkan 18:00.
Þeir sem enn eiga eftir að verða sér úti um stuðningsmannaskírteini geta gert það í anddyri Hallarinnar og drifið sig síðan
í matinn. Að sjálfsögðu verða kaffiveitingarnar í hálfleik.
02.10.2012
Síðastliðinn laugardag frá kl 11 - 13 var samankominn stór og góður hópur af KA fólki, börnum unglingum og fullorðnum til að eiga
góða stund saman.