Fréttir

Jakob Hafsteinsson framlengir

Jakob Hafsteinsson hefur framlengt samning sinn við KA um tvö ár og gildir nýi samningurinn til ársloka 2014.

Lokahóf 2.flokks: Aci bestur og Gauti efnilegastur (myndir)

Mikið var um dýrðir í KA-heimilinu síðastliðinn laugardag en þar hélt 2.flokkur sitt lokahóf með veglegri grillveislu og skemmtiatriðum einnig voru veitt alls kyns verðlaun fyrir sumarið.

Darren Lough áfram í herbúðum KA

KA hefur gert nýjan samning út næsta keppnistímabil við enska bakvörðinn Darren Lough, en hann spilaði með KA á liðnu sumri og var einn af sterkari mönnum liðsins.

Frí hjá laugardagshópum 3.nóvember

Æfing fellur niður hjá laugardagshópum vegna FSÍ móts sem haldið verður dagana 2-4 nóv.í Íþróttahúsi Giljaskóla.Æfingagjöld annarinnar voru reiknuð þannig út að ekki var rukkað fyrir þennan laugardag.

Getraunastarf KA - nýr hópleikur!

Gríðarlega lærdómsríkt tímabil

Fyrirliði 2.flokks, Aksentije Milisic, tyllti sér fyrir framan tölvunna og fór ítarlega í tímabilið hjá 2.flokki í sumar Tímabilið hjá okkur í 2.flokknum var virkilega skemmtilegt og áhugavert en að lokum enduðum við í 7.sæti í 10 liða deild. Margt spilað inn í hjá okkur í sumar en oftar en ekki urðu lykilmenn meiddir en við áttum í miklum vandræðum með markmenn í sumar og voru allt að 4 markmenn í búrinu hjá okkur.

RÚV sýnir beint frá úrslitum á EM í hópfimleikum

Laugardaginn næsta, 20.október ætlar RÚV að sýna beint frá úrslitunum á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið er í Árósum í Danmörku.Ísland sendir að þessu sinni 4 lið til keppni, í kvennaflokki, blandað lið í fullorðinsflokki, stúlknalið og blandað lið í unglingaflokki.

Þakkir til allra sem komu að framkvæmd 6. flokks mótsins - myndir

Fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokk yngra ári fór fram á Akureyri um helgina í umsjá KA og Þórs. Mótið hófst kl. 8:30 á laugardagsmorgun og var spilað á 4 völlum og lauk því um kl. 14:30 á sunnudaginn. Á laugardagskvöldinu var haldið diskótek fyrir hópinn þar sem þau skemmtu sér greinilega vel og einhver orka var greinilega eftir miðað við dansinn og sönginn hjá þeim.

Videoklippur af FSÍ mótum og auglýsingasöfnun

Á haustmótinu sem haldið verður hér á Akureyri fyrstu helgina í nóvember er stefnan tekin á að taka alla keppnedur upp og birta videoin á samfélagsmiðlinum youtube.Til þess að af verkefninu verði þurfum við að safna styrktaraðilum sem fá að launum auglýsingu á þessum klippum.

Íslandsmót í blaki yngri flokka.