07.11.2012
Srdjan Tufegdzic (Túfa) hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. KA í knattspyrnu og verður hann því hægri hönd
Bjarna Jóhannssonar við stjórnun meistaraflokks í þeim átökum sem framundan eru í vetur og næsta sumar. Túfa hefur nú
þegar hafið störf.
07.11.2012
Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki hafa nú valið í liðin sem halda til Kristiansand í Noregi í 15. nóvember n.k. til
þátttöku í Norðurlandamóti. Tólf stúlkur og tólf drengir eru í liðunum og þar af á Blakdeild KA 9 fulltrúa
– 5 drengi og 4 stúlkur. Þjálfarar liðanna eru Filip Szewczyk sem er með drengjaliðið og Emil Gunnarsson sem er með stúlkurnar. Þess
má geta að Filip er þjálfari hjá KA.
06.11.2012
Knattspyrnudeild KA leitar að íbúð á leigu - helst á Brekkunni - frá áramótum. Þurfum þriggja eða fjögurra herbergja
íbúð. Vinsamlegast hafið samband við Óskar Þór Halldórsson (oskar@ka-sport.is - 773 3009)
eða Gunnar Níelsson (gunninella@ka-sport.is - 860 6751) ef þið hafið íbúð til leigu að kynnuð
að vita af einni slíkri.
03.11.2012
Leik KA/Þór í meistaraflokki í handbolta sem átti að vera á laugardaginn hefur verið frestað vegna veðurútlits um helgina.
Liðið hefur farið vel af stað í 2. deildinni og unnið alla sína þrjá leiki og eru úrslitin eftirfarandi:
KA/Þór - HK 26-10 (11-6)
Haukar - KA/Þór 14-28 (6-15)
ÍR - KA/Þór 27-32 (14-12)
Á sunnudaginn voru einnig fyrirhugaðir tveir leikir í kvennahandboltanum hjá KA /Þór gegn ÍR, annar í 4. fl. og hinn í 3.
fl. Þessum leikjum hefur sömuleiðis verið frestað vegna óveðursins sem geysar um allt land.
02.11.2012
Allar æfingar í yngri flokkum í handbolta og júdóæfingar hjá Draupni falla niður í KA-heimilinu í dag vegna veðurs og
ófærðar!
02.11.2012
Allar æfingar félagsins falla niður í dag föstudag og laugardag vegna veðurs.
01.11.2012
Þar sem FSÍ mótinu var frestað verða æfingar hjá félaginu skv.stundaskrá á morgun föstudag og laugardag.Hjá laugardagshópunum verður foreldratími, þar sem foreldrum er boðið að taka þátt á æfingunni með börnunum.
01.11.2012
Þið foreldrar og velunnarar FIMAK sem ætluðuð að vinna á mótinu um helgina fáið víst frí þar sem mótinu hefur verið frestað vegna veðurs.Það er von okkar að þið og fleiri til geti aðstoðað okkur þegar að ný dagsetning verður gefin út.
01.11.2012
Stjórn Fimleikasambandsins hefur ákveðið að fresta haustmóti áhalda II um óákveðin tíma vegna veðurspá.Við höfum rætt við Veðurstofuna, Vegagerðina og rútufyrirtæki til að fá álit fagaðila og er það samdóma álit allra að ekkert ferðaveður er á morgun föstudag, en eins og sagt er á vef veðurstofu Íslands \"Norðanillviðri á landinu fram á laugardagskvöld, en fer síðan batnandi\".
31.10.2012
Getraunastarf KA hefst aftur á laugardaginn næsta. Leiknir verða tveir hópleikir, fyrir og eftir áramót. Samstarfsaðilar okkar verða að venju
fjölmargir og verðlaunin glæsileg.