08.01.2013
Knattspyrnufélag Akureyrar er 85 ára í dag. Félagið var stofnað þann 8. janúar 1928 að Hafnarstræti 23, á heimili hjónanna
Margrétar og Axel Schiöth, bakara. Tólf vaskir drengir stofnuðu félagið. Tímamótanna verður minnst með veglegum hætti nk. laugardag, 12.
janúar.
07.01.2013
Fimmtudaginn næstkomandi, 10.janúar klukkan 17.00 verður íþróttamaður FIMAK kynntur.Við hvetjum iðkendur og foreldra til þess að koma og fylgjast með athöfninni og gleðjast með krökkunum sem skarað hafa fram úr á árinu.
07.01.2013
Hér birtist fyrsta útgáfa af stundatöflu vorannar 2013.Athugið að þetta er birt með fyrirvara um villur og jafnframt kemur hún til með að breytast eitthvað á næstu vikum þar sem að tilfærslur á milli hópa er ennþá í vinnslu og framhaldsskólanemarnir eru ekki komin með sínar stundatöflur í hendur.
06.01.2013
Stjarnan heimsótti KA í gær og var bæði leikið í karla- og kvennaflokki í Mikasadeildinni. KA-menn sigruðu í karlaflokki 3-1 í
miklum baráttuleik. KA-menn voru seinir í gang í fyrstu hrinunni og töpuðu henni naumlega 26-28. Þeir tóku svo næstu þrjár 25-21, 25-22
og 26-24.
05.01.2013
Í dag var skrifað undir samninga knattspyrnudeildar KA við níu leikmenn. Þar af framlengdu þrír leikmenn samninga sína, einn leikmaður hefur
áður verið á lánssamningi hjá KA en fimm leikmenn voru nú að semja í fyrsta skipti við félagið.
02.01.2013
Æfingar hefjast samkvæmt stundatöflu frá og með 7.janúar.Laugardagshópar byrja 12.janúar.Einhverjar breytingar verða í hópum og munum við hafa samband við viðkomandi vegna þess næstu daga.
02.01.2013
Hið árlega knattspyrnumót KDN (Knattspyrnudómarafélag Norðurlands) - sem þetta
árið nefnist Kjarnafæðismótið - hefst næstkomandi föstudag þegar Þór og KF mætast í Boganum. Eins og undangengin ár
teflir KA fram tveimur liðum í mótinu þar sem annað liðið er að megninu til skipað leikmönnum 2. flokks.
31.12.2012
Knattspyrnufélag Akureyrar sendir félagsmönnum, iðkendum og foreldrum þeirra, þjálfurum, stuðningsaðilum og öllum velunnurum sem og
landsmönnum öllum óskir um farsæld á árinu 2013 um leið og þakkað er fyrir samfylgdina á árinu 2012.
30.12.2012
Þar sem lið hafa þurf að afboða sig útaf veðri þurfum við að breyta mótinu, spilaður verður í einni deild þar sem allir
spila við alla.. 1 og 2 sæti spila síðan úrslitaleik