Fréttir

Tómstundaávísanir

Við minnum fólk á að koma tómstundaávísunum frá Akureyrarbæ sem nota á upp í æfingagjöld sem allra fyrst til okkar.Hægt er að skila þeim í póstkassann sem er fyrir utan andyri hússins eða skila þeim til skrifstofunnar á opnunartíma.

Akureyri með heimaleik gegn ÍR á fimmtudaginn

Eftir góðan útisigur á Fram í síðustu umferð fær Akureyri verðugt verkefni á fimmtudaginn þegar spútnik lið ÍR kemur í heimsókn. ÍR liðið vann 1. deildina í fyrravetur með töluverðum yfirburðum og síðan hafa ÍR ingar fengið til liðs við sig fjölmarga þungavigtarmenn og fyrir vikið eru þeir með eitt öflugasta byrjunarlið deildarinnar í ár. Það er því ekki undarlegt að liðinu er spáð mikilli velgengni eða þriðja sæti deildarinnar af forráðamönnum N1-liðanna.

Áhorfsvika 1.-6.október

Í þessari viku 1.-6.Október er áhorfsvika hjá FIMAK.Þá er foreldrum/aðstandendum velkomið að koma og horfa á æfingar hjá börnum sínum.Athugið að yngri systkini og vinir /vinkonur mega koma að horfa á en allir áhorfendur eiga að sitja í stúkunni eða á bekkjunum upp við vegginn, alls ekki leika í salnum.

Gunnlaugur Jónsson: Eitt sinn KA-maður, ávallt KA-maður

Gunnlaugur Jónsson lét af störfum sem þjálfari KA á lokahófi kanttspyrnudeildar um síðustu helgi en hann hafði stýrt liðinu í 2 ár og var á réttri braut með liðið en fjölskylduaðstæður urðu til þess að ómögulegt var fyrir hann að halda áfram á Akureyri.

Fjölskyldudagur KA á Laugardaginn - Mjólkurgrautur og slátur í boði!

Styrkur til kaupa á keppnistreyjum frá Norðurorku

Í sumar hlaut Unglingaráð handknattleiksdeildar styrk til kaupa á keppnistreyjum fyrir stúlkurnar í yngri flokkum KA/Þór frá Norðurorku. Þetta var kærkomin viðbót við það góða starf sem hefur verið unnið í því að styrkja kvennahandboltann frá því að ákveðið var að sameina hann undir merkjum KA/Þór og framvegis munu stelpurnar keppa í sínum eigin búningum.

KA-menn að tafli

KA-menn sýndu góða takta á WOW Íslandsmóti íþróttafélaganna í skák sem fram fór nýlega að Hlíðarenda. Skáksveit KA skipuðu Halldór Brynjar Halldórsson, Pálmi Pétursson, Arnar Þorsteinsson, Gylfi Þórhallsson og Mikael Jóhann Karlsson. Allt miklir KA-menn og var Halldór Brynjar meðal annars fyrirliði Íslandsmeistara 5. flokks KA c-lið árið 1996! Sveitin lenti í fjórða sæti og var ekki langt frá 3. sætinu, en litlu munaði að sveitin legði firnasterka skáksveit KR að velli.      

Fatamarkaður FIMAK

Þriðjudaginn 02.október verður hægt að kaupa og selja fimleikaföt á fatamarkaði í andyri FIMAK.Markaðurinn verður frá 16:00-19:00.Þeir sem vilja selja föt eiga að skrá sig með tölvupósti á netfangið gvaka73@gmail.

KA/Þór sýnir nýja búninga - myndir

Stelpurnar í 4. flokki KA/Þór léku um síðustu helgi þrjá leiki í forkeppni. Fyrsti leikurinn var gegn Aftureldingu sem sigraði 15-19.  Næsti leikur KA/Þór var gegn Haukum og þar unnu KA/Þór stelpurnar tveggja marka sigur 13-11. Í lokaleiknum gerðu KA/Þór og Stjarnan jafntefli 13-13. KA/Þór stelpurnar léku í nýjum búningum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum Þóris Tryggvasonar en þær eru frá Stjörnuleiknum.

5. flokkur kvenna hjá KA/Þór setur upp bloggsíðu

Þjálfarar 5. flokks kvenna í KA/Þór hafa sett upp sérstaka læsta bloggsíðu fyrir flokkinn. Þar verður komið á framfæri hverskonar upplýsingum til leikmanna og forráðamanna. Á æfingu í dag fá stelpurnar afhent  aðgangsorð til að komast á bloggsíðuna. Hægt er að komast á bloggsíðuna með því að fara á heimasíðu 5. flokks, sjá hér.