Fréttir

Gauti Gautason valinn í U-17 landsliðið sem fer til Möltu

Gauti Gautason, miðvörðurinn sterki, var í dag valinn í U-17 landsliðshóp Íslands, sem spilar í undankeppni Evrópumótsins á Möltu við Portúgala laugardaginn 29. september, Norðmenn mánudaginn 1. október og Möltu fimmtudaginn 4. október.

Risaleikur Akureyrar og FH í Höllinni á mánudaginn klukkan 19:00

Það má gera ráð fyrir hörkuleik á mánudagskvöldið þegar Akureyri tekur á móti FH í fyrsta leik N1 deildar karla þetta tímabilið. Undanfarin ár hafa þessi lið trúlega mæst oftast af öllum liðum deildarinnar og undantekningarlítið hafa leikir þeirra verið jafnir og spennandi. Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi beggja liða frá því í fyrra. Hjá Akureyri eru þær helstar að Sveinbjörn Pétursson, markvörður er farinn til EHV Aue í Þýskalandi, og Hörður Fannar Sigþórsson leikur nú með Kyndil í Færeyjum auk þess sem Guðlaugur Arnarsson lagði skóna á hilluna. Aðrir leikmenn sem fóru eru Daníel Örn Einarsson sem fór til HK, Jón Heiðar Sigurðsson til Gróttu, Halldór Tryggvason til FH og Hlynur Elmar Matthíasson til Víkings.

"Dorrinn" afhentur í fyrsta skipti

Í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld var í fyrsta skipti afhent viðurkenning, sem hér eftir verður árlega afhent einhverjum dyggum stuðningsmanni KA. Viðurkenninguna fékk í fyrsta skipti Helga Steinunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í knattspyrnudeild og formaður KA til fjölda ára, en hún hefur lengi fylgst vel með og verið umhugað um framgang knattspyrnunnar í félaginu.

KA - HK

KA sigraði HK 3-2 í fyrsta leik vetrarins í Mikasa-deildinni í blaki. KA vann fyrstu tvær hrinurnar 25-22 og 25-17 en töpuðu næstu tveimur 19-25 og 17-25 og þurfti því oddahrinu til að ná fram úrslitum. Bæði liðin ætluðu sér sigur í þessum fyrsta leik en eftir mikla baráttu unnu KA menn 15-10. Stigahæstu leikmenn KA voru Piotr Kempisty með 38 stig, Ævarr Freyr Birgisson með 11 stig og Filip Szewczyk og Árni Björnsson með 5 stig hvor. Í liði HK voru stigahæstir þeir Alexander Stefánsson með 17 stig, Brynjar Pétursson með10 stig og Aðalsteinn Eymundsson 8 stig. Í kvennaflokki mættust einnig KA og HK. HK sigraði 3-0 og fóru hrinurnar 25-11, 25-16 og 25-16. Stigahæstu leikmenn KA voru Alda Ólína Arnarsdóttir með 8 stig, Arnrún Eik Guðmundsdóttir með 5 stig og Hafrún Hálfdánardóttir 4 stig. Þess má geta að Arnrún Eik er yngsti leikmaður KA aðeins 13 ára og gríðarlega efnileg. Stigahæstu leikmenn HK voru Fríða Sigurðardóttir með 12 stig, Laufey Sigmundsdóttir og Pálmey Pálmadóttir með 6 stig hvor.

Gunnar Valur útnefndur leikmaður ársins - Vinir Móða kusu Hallgrím Mar besta leikmanninn

Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var Gunnar Valur Gunnarsson, fyrirliði KA, útnefndur leikmaður ársins, en það eru leikmennirnir sjálfir og stjórnarmenn í knattspyrnudeild sem hafa atkvæðisrétt í kjörinu.  Stuðningsmannaklúbburinn Vinir Móða útnefndi hins vegar Hallgrím Mar Steingrímsson leikmann ársins.

Túfa leggur skóna á hilluna

Srdjan Tufegdzic, Túfa, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir sex farsæl ár í KA-treyjunni. Frá þessu var greint í lokahófi knattspyrnudeildar KA í gærkvöld.

Gulli Jóns hættir sem þjálfari KA

Gunnlaugur Jónsson, sem verið hefur þjálfari mfl. KA  undangengin tvö keppnistímabil, stýrði liðinu í síðasta skipti á Ísafirði í gær gegn BÍ/Bolungarvík. Í lokahófi knattspyrnudeildar í gærkvöld var greint frá því að það sé sameiginleg ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar og Gulla að hann hætti sem þjálfari KA eftir tveggja ára farsælt samstarf.

KA endaði í fjórða sæti í 1. deildinni

Bí/Bolungarvík og KA gerðu 0-0 jafntefli í síðustu umferð 1. deildar á Ísafirði í dag og þar með luku KA-menn keppnistímabilinu í 4. sæti deildarinnar - fengu 33 stig - jafnmörg stig og Þróttur og Haukar, en markatalan var hagstæðari hjá Þrótti sem munaði fjórum mörkum eftir 6-0 sigur á Tindastóli í dag og Haukarnir voru með tveimur mörkum lakara markahlutfall en KA.

4. flokkur karla keppir í milliriðli á laugardaginn

KA strákarnir í 4. flokki spila í milliriðli um fyrstu deildarsæti á laugardaginn.  Þórsarar sjá um þá keppni og fer hún fram í Íþróttahúsi Síðuskóla sem hér segir:  Dagsetning  Tími  Lið  Laugardagur 22.9.2012  12:50  Þór - KA  Laugardagur 22.9.2012  13:50  Stjarnan - Þór  Laugardagur 22.9.2012  14:50  KA - Stjarnan

Forkeppni 4. flokks kvenna á laugardag og sunnudag

Forkeppni 4. flokks kvenna fer fram í KA heimilinu  á laugardag og sunnudag.  Þar verða okkar stelpur í KA/Þór í baráttunni um að spila í fyrstu deildinni í vetur. Leikirnir verða sem hér segir: