28.12.2012
Þá er skráningu lokið og búið að raða mótinu niður. Það eru 8 lið sem taka þátt að þessu sinni.
Það verða lágmark 4 leikir á lið. Spilað verður í tveimur 4 liða riðlum. Eftir það spilast 8 liða úrslit með
útsláttarkeppni. Riðlarnir eru Enska - og Spænska deildin.
27.12.2012
12.janúar næstkomandi verður haldin heljarinnar veisla í KA heimilnu þar sem fagnað verður 85 ára afmæli KA. Miðar eru komnir í sölu
og fást í KA heimilinu.
27.12.2012
Sú skemmtilega hefð hefur verið nokkur undanfarin ár að ýmsir kappar sem gerðu garðinn frægan með yngri flokkum KA hittast í KA heimilinu
á annan í jólum og rifja upp forna takta. Það er Davíð Már Kristinsson sem hefur haft forgöngu um þennan hitting og að
sjálfsögðu var mikil gleði ríkjandi þegar strákarnir komu saman í ár.
24.12.2012
Öllum KA-mönnum nær og fjær - félagsmönnum, iðkendum í öllum deildum félagsins, þjálfurum, foreldrum, stuðningsmönnum og
styrktaraðilum - og landsmönnum öllum - sendum við hugheilar óskir um gleðilríka og friðsæla jólahátíð og farsæld og
fögnuð á árinu 2013.
Stjórn og starfsfólk Knattspyrnufélags Akureyrar.
24.12.2012
Við óskum iðkendum okkar og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og öðru starfsfólki félagsins gleðilegra og kærleiksríkra jóla og farsældar á nýju ári.Þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að ljúka.
24.12.2012
Á milli jóla og nýárs kemur til okkar danskur danskennari að nafni Matte Svarrer sem ætlar að kenna I-1 nýjan Team Gym dans.
21.12.2012
Kæru iðkendur, þjálfarar , stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir félagsmenn KA!
Ég óska ykkur öllum innilega gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Takk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ég vil þakka sérstaklega öllum okkar frábæru sjálfboðaliðum sem leggja ómælt af mörkum fyrir félagið.
Með KA kveðju,
Hrefna
20.12.2012
Nú eru vörurnar sem pantaðar voru loksins að streyma í hús.Hægt verður að nálgast þær á morgun á skrifstofu FIMAK á eftirfarandi tímum: 11.00-13.00 og 15.00-17.00.Jafnframt er eitthvað til af vörum ef einhverjir þurfa að redda jólagjöf á síðustu stundu.
20.12.2012
Frestur til að sækja um styrk úr Minningarsjóði Jakobs Jakobssonar rennur út föstudaginn 28. desember nk. og eru því þeir sem hyggjast
sækja um styrk úr sjóðnum hvattir til að senda sem fyrst inn umsókn.