Fréttir

Velheppnuðu jólaæfing hjá 7. og 8. flokki

Jólaæfing hjá yngstu iðkendunum í handbolta var haldin um síðustu helgi .  þar  mættu um 100 krakkar með foreldrum og systkinum og tóku vel á því bæði í leik og söng.  Þjálfarar voru með skemmtilega leiki fyrir börnin og óvæntir rauðklæddir gestir mættu á staðinn með gott í poka og tóku lagið með krökkunum.   Jólasveinarnir höfðu orð á því að krakkarnir hefðu verið einstaklega skemmtileg, stillt og prúð.

Jóla- og nýárskveðjur til KA-manna

Öllum KA-mönnum og konum sendi ég mínar innilegustu jóla- og nýárskveðjur með kæru þakklæti fyrir ómetanlegan stuðning við fráfall tengdasonar míns Steingríms Kr Sigurðssonar. Kærleikskveðjur til ykkar allra,Ólína Steinþórsdóttir

Opna Dorramótið 30.des. SKRÁNING HAFIN

30.desember næstkomandi verður haldið innanhúsmót í KA heimilinu eins og var í fyrra. Í fyrra var það lið 1991 sem bara sigur úr bítum, liðið var skipa Andra Fannari, Hauk Heiðari, Hauk Hinriks og Árna Arnari. Hér fyrir neðan eru upplýsngar um mótið.

85 ára afmæli: Miðasala hafin

Miðasala er hafin í KA heimilinu á 85 ára afmæli KA sem fer fram laugardaginn 12.janúar næstkomandi. Þetta er viðburður sem enginn vill missa af. Tekur Atli Hilmars lagið ?!?!?

Íslensk knattspyrna 2012 komin út

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út.

Handbolti: Jólaæfing og jólafrí

Árleg jólaæfing 8. og 7. flokks (strákar og stelpur) verður laugardaginn 15. desember kl 10-11. Þar verður farið í skemmtilega leiki og óvæntir gestir munu kíkja í heimsókn. Foreldrar og systkini eru velkomin að koma og horfa á eða taka þátt í æfingunni. Yngstu flokkarnir munu svo fara í jólafrí í samræmi við skólana í bænum. 

KA sigraði Þór í æfingaleik

Fyrsti æfingaleikur vetrarins fór fram á laugardaginn þegar KA mætti Þórsorum í Boganum. Eitthvað vantaði af leikmönnum í bæði lið en Þórsarar tefldu þó fram nokkrum reynsluboltum í byrjunarliðinu.

Bjarni Fritzson ræðir um leik dagsins og kennsludiskinn

Bjarni Fritzson, annar þjálfari Akureyrar Handboltafélags var í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 í gær þar sem hann ræddi við Hildi Jönu um leikinn, Akureyrarliðið og ekki síst segir hann frá gerð kennsludisksins Frá byrjanda til landsliðsmanns. Þá eru sýnd myndbrot af diskinum.

Leikur dagsins: Heimaleikur Akureyrar gegn Íslandsmeisturum HK

Þá er komið að síðasta tækifærinu til að sjá Akureyrarliðið á heimavelli á þessu ári. Mótherjarnir eru engir aðrir en Íslandsmeistarar HK og það er til mikils að vinna í dag. Til viðbótar hve baráttan er hörð í deildinni þá er einnig í húfi þátttökuréttur í deildarbikarkeppni efstu fjögurra liða N1 deildarinnar að aflokinni 12. umferð. Athugið að leikurinn í dag hefst klukkan 19:15, fimmtán mínútum síðar en venjulega.

Flottur árangur hjá krökkunum í tennis- og badmintondeild KA

Sex krakkar frá Tennis- og badmintondeild KA fóru á Unglingamót TBS á Siglufirði sl. laugardag, 1 desember. Þau sem tóku þátt fyrir hönd TB-KA voru Kristín Halldórsdóttir, Viktor Már Árnason, Helgi Brynjólfsson, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, Anton Heiðar Erlingsson og Snorri Már Óskarsson en bæði Kristín og Snorri Már voru að keppa á sínu fyrsta badmintonmóti. Allir krakkarnir stóðu sig mjög vel, Viktor sigraði í einliðaleik í flokki U-11, Helgi sigraði í einliðaleik í flokki U-13 og Helgi og Sigmar sigruðu í tvíliðaleik í flokki U-13. Allir skemmtu sér mjög vel og endað var á að fara saman út að borða á Siglufirði áður en haldið var heim.