Fréttir

Farastjóranámskeið miðvikudaginn 19.09.2012

ÍBA í samstarfi við ÍSÍ ætlar að bjóða upp á námskeiðið \"Fararstjórar í íþróttaferðum.Námskeiðið fer fram 19.september kl.17.30-19.30.Aðgangur er ókeypis og skráning fer fram með tölvupósti á netfangið iba@iba.

Námskeið ÍSÍ: Fararstjórar í íþróttaferðum

Íþrótta- og ólympíusambandið í samvinnu við ÍBA efnir til námskeiðs fyrir fararstjóra í íþróttaferðum á morgun, 19. september, kl. 17.30-19.30. Ókeypis aðgangur og öllum opið. Allir þátttakendur fá skjal frá ÍSÍ með staðfestingu á þátttöku.

Afmælismót TB-KA

6. – 7. Október 2012   Helgina 6.- 7. Október nk. verður haldið unglingamót TB-KA, Tennis- og badmintondeildar KA, og verður mótið tileinkað 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og því að í ár eru 65 ár síðan að fyrsti badmintonleikurinn var spilaður undir merkjum KA.  

Bein Lýsing: KA-Víkingur Ó

Bein lýsing verður frá leik KA og Víking Ólafsvík. leikurinn hefst 14:00 en lýsingin hefst 13:55!   Streaming video by Ustream

Forkeppni 4. flokks karla á laugardaginn

Forkeppni 4. flokks karla eldra ár verður haldin í KA heimilinu laugardaginn 15. september. KA strákarnir leika gegn HK og ÍR en leikirnir eru sem hér segir: Kl. 13:30 HK-ÍR Kl. 14:45 KA-HK Kl. 16:00 ÍR-KA Hvetjum alla til að mæta og styðja sitt lið.

Leik KA og Víkings Ó frestað fram á sunnudag

Af óviðráðanlegum ástæðum er leik KA og Víkings Ó, sem vera átti á morgun, laugardag, kl. 14, frestað til nk. sunnudags, 16. september, kl. 14.00. KA-fólk nær og fjær er hvatt til þess að fjölmenna á Akureyrarvöll og styðja strákana í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Oft er þörf á góðum stuðningi, en nú er nauðsyn!

Yfirlýsing frá Handknattleiksdeild KA

Handknattleiksdeild KA hefur ákveðið að draga lið KA/Þór úr efstu deild í kvennahandbolta og senda liðið í 2.deild/Utandeild í staðinn. Ástæðan er sú að liðið hefur misst 5 reynslumestu leikmenn sína frá síðasta keppnistímabili, þar af tvo í þessari viku. Því telur stjórn Handkattleiksdeildar KA að yngri leikmönnum sé enginn greiði gerður með því að senda þær í efstu deild, en aðeins 2-3 stúlkur í hópnum hafa reynslu af því að leika þar. Stefnan er sett á markvissar æfingar í vetur og keppni með það að markmiði að eiga aftur lið á meðal þeirra bestu á næsta hausti. Stjórn Handknattleiksdeildar KA

Röskun á starfsemi á morgun vegna viðgerðar hjá Norðurorku

Á morgun fimmtudag, 13.september verður rafmagnið tekið af Giljahverfi kl.17.00 vegna viðgerðar hjá Norðurorku.Af þessum sökum neyðist félagið til að fella niður æfingar sem hefjast 16.

Úrslitaleikur í 4. fl. kvk á Kópavogsvelli kl. 16.00 fimmtudaginn 13. september

KA tryggði sér sl. sunnudag rétt til að spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil A-liða í 4. flokki kvenna og verður Breiðablik andstæðingur KA-stelpna í þeim leik. KA sigraði annan úrslitariðilinn, sem var spilaður á Akureyri um helgina, með fullt hús stiga og Breiðabliksstúlkur sigruðu sömuleiðis alla þrjá leiki sína í hinum úrslitariðlinum um helgina. Úrslitaleikurinn verður fimmtudaginn 13. september kl. 16 á Kópavogsvelli. Þetta er frábær árangur hjá KA-stelpunum og þjálfurum þeirra, Agli Ármanni Kristinssyni og Srdjan Tufegdzic og er þeim óskað til hamingju með að vera annað tveggja bestu liða í þessum aldursflokki á landinu.

KA bikarmeistari í 3.fl kk Nl/Al

3. flokkur karla varð í gær bikarmeistari fyrir Norður-/Austurland með sigri á KF/Tindastóli með tveimur mörkum gegn einu í úrslitaleik í Ólafsfirði.  Þetta er annað árið í röð sem KA vinnur KF/Tindastól í þessum úrslitaleik.