27.10.2012
KA hefur gert nýjan samning út næsta keppnistímabil við enska bakvörðinn Darren Lough, en hann spilaði með KA á liðnu sumri og var einn af
sterkari mönnum liðsins.
25.10.2012
Æfing fellur niður hjá laugardagshópum vegna FSÍ móts sem haldið verður dagana 2-4 nóv.í Íþróttahúsi Giljaskóla.Æfingagjöld annarinnar voru reiknuð þannig út að ekki var rukkað fyrir þennan laugardag.
18.10.2012
Fyrirliði 2.flokks, Aksentije Milisic, tyllti sér fyrir framan tölvunna og fór ítarlega
í tímabilið hjá 2.flokki í sumar
Tímabilið hjá okkur í 2.flokknum var virkilega skemmtilegt og áhugavert en að lokum
enduðum við í 7.sæti í 10 liða deild. Margt spilað inn í hjá okkur í sumar en oftar en ekki urðu lykilmenn meiddir en við áttum
í miklum vandræðum með markmenn í sumar og voru allt að 4 markmenn í búrinu hjá okkur.
16.10.2012
Laugardaginn næsta, 20.október ætlar RÚV að sýna beint frá úrslitunum á Evrópumótinu í hópfimleikum sem haldið er í Árósum í Danmörku.Ísland sendir að þessu sinni 4 lið til keppni, í kvennaflokki, blandað lið í fullorðinsflokki, stúlknalið og blandað lið í unglingaflokki.
16.10.2012
Fyrsta mót vetrarins hjá 6. flokk yngra ári fór fram á Akureyri um helgina í umsjá KA og Þórs.
Mótið hófst kl. 8:30 á laugardagsmorgun og var spilað á 4 völlum og lauk því um kl. 14:30 á sunnudaginn.
Á laugardagskvöldinu var haldið diskótek fyrir hópinn þar sem þau skemmtu sér greinilega vel og einhver orka var greinilega eftir miðað
við dansinn og sönginn hjá þeim.
15.10.2012
Á haustmótinu sem haldið verður hér á Akureyri fyrstu helgina í nóvember er stefnan tekin á að taka alla keppnedur upp og birta videoin á samfélagsmiðlinum youtube.Til þess að af verkefninu verði þurfum við að safna styrktaraðilum sem fá að launum auglýsingu á þessum klippum.
11.10.2012
Nú um helgina fer fram fyrsta umferð Íslandsmótsins hjá 6. flokki í handknattleik.
Hér á síðunni ætlum við að reyna að skrá inn úrslit leikjanna eins og ört og tækifæri gefst.
Smelltu á lesa meira til að sjá úrslit og tímasetningar.
11.10.2012
Um helgina sjá unglingaráð KA og Þórs um fyrsta Íslandsmót vetrarins fyrir 6. flokk karla og kvenna. Leikið er í KA heimilinu og
Íþróttahöllinni. Fyrstu leikir byrja kl. 8:30 á laugardagsmorgi og verður spilað til kl. 14:00 á sunnudag.
Niðurröðun leikja má sjá á slóðinni
http://www.hsi.is/Motamal/5-8flokkur/6flokkurkarla-Yngraar
Fjöldi þátttakenda er u.þ.b. 350 og þeim fylgja 70-80 fullorðnir. Krakkarnir sem koma að sunnan gista og borða í
Giljaskóla. Þar verður einnig kvöldvaka á laugardagskvöldinu.
Frekri upplýsingar um mótið veita : Erlingur S. 690-1078 og Sigga S. 892-2612