Fréttir

Greifamót KA í 3. og 4. fl. kvk - uppfært leikjaplan

KA stendur fyrir sínu fyrsta Greifamóti af fjórum í Boganum í vetur um næstu helgi, 16. til 18. nóvember. Mótið er fyrir stelpur í 3. og 4. flokki kvenna og koma þátttakendur frá Akureyri, Dalvík og Egilsstöðum. Spilaður verður 11 manna fótbolti á öllum vellinum.

Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum fer fram 17.-18.nóv.

Nú er búið að ákveða að haustmót áhalda II verði helgina 17-18.nóvember á Akureyri.Uppfærð dagskrá verður send til allra félaga fyrir lok vikunnar, eftir að frestur félaga til afskráningar lýkur fimmtudaginn 8.

Málþing ÍBA - Um íþróttaiðkun barna og unglinga

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, mun íþróttabandalag Akureyrar standa fyrir málþingi 16.nóvember 2012 kl. 16:00-19:00 í Háskólanum á Akureyri, sal M102. Umræðuefni þingsins tengist íþróttaiðkun barna og unglinga s.s. álag við að stunda íþróttir, samstarf íþróttafélaga, þjálfara og foreldra o.fl.

Fín ferð suður hjá eldra ári 5. flokks kvenna

Stelpurnar á eldra ári í 5. flokki kvenna skelltu sér suður og tóku þátt í 2. Íslandsmóti vetrarins. KA/Þór teflir fram tveimur liðum á eldra ári. KA/Þór 1 sem skipað er reyndari leikmönnum og KA/Þór2 sem skipað er leikmönnum sem hafa minni reynslu. 

Gervigrasvöllur á KA-svæðinu tilbúinn í maí 2013 - samningar voru undirritaðir í dag

Gervigrasvöllur skal vera tilbúinn á KA-svæðinu - milli Lundarskóla og KA-heimilisins - eigi síðar en í maí á næsta ári. Þetta kemur meðal annars fram í uppbyggingar- og framkvæmdasamningi Akureyrarbæjar og KA, sem Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, undirrituðu í dag.

Haldið verður upp á 85 ára afmæli KA með stórri veislu

Verið er að vinna að því að setja saman stóran og flottan KA viðburð 12. janúar 2013. KA verður 85 ára 8. janúar 2013 og í tilefni þess ætlar KA að halda veglega hátíð. Veislan verður í anda 80 ára afmælis félagsins en þeir sem þar voru muna vel hve vel til tókst, enda ógleymanleg stund.

Okkur vantar ennþá starfsfólk á mótið!

Við getum enn bætt við okkur sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur við framkvæmd haustmótsins í áhaldafimleikum sem fram fer helgina 17.-18.nóvember.Það vantar til dæmis ritara (þurfa að vera talnaglöggir), einstaklinga á vaktir í Glerárskóla og aðstoðarfólk við að umraða í salnum bæði seinnipart á föstudag og svo að móti loknu á sunnudag.

Verðmæti í búningsklefum

Að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir iðkendum okkar að láta starfsfólk íþróttamiðstöðvarinnar geyma síma, skartgripi og fleiri verðmæti í afgreiðslunni.Því miður hefur borið á því að slíkir hlutir og fatnaður sé að hverfa úr búningsklefunum.

Srdjan Tufegdzic ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. kk í knattspyrnu

Srdjan Tufegdzic (Túfa) hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. KA í knattspyrnu og verður hann því hægri hönd Bjarna Jóhannssonar við stjórnun meistaraflokks í þeim átökum sem framundan eru í vetur og næsta sumar. Túfa hefur nú þegar hafið störf.

U19 í blaki

Þjálfarar U19 landsliðanna í blaki hafa nú valið í liðin sem halda til Kristiansand í Noregi í 15. nóvember n.k. til þátttöku í Norðurlandamóti. Tólf stúlkur og tólf drengir eru í liðunum og þar af á Blakdeild KA 9 fulltrúa – 5 drengi og 4 stúlkur. Þjálfarar liðanna eru Filip Szewczyk sem er með drengjaliðið og Emil Gunnarsson sem er með stúlkurnar. Þess má geta að Filip er þjálfari hjá KA.