22.07.2012
Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög
óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.
22.07.2012
KA tók á móti ÍR í hinu fullkomna fótboltaveðri á Akureyrarvelli í gær, skýjað, góður hiti og lítll
vindur, en það átti þó eftir að breytast. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá þeim rosalega
pakka sem myndast hefur í 1.deildinni.
18.07.2012
Næsti leikur mfl. KA verður á Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 16 þegar Breiðholtsliðið ÍR kemur í heimsókn. Þetta er fyrsti leikur
síðari umferðar 1. deildar karla og því er mótið hálfnað. KA er í sjöunda sæti með 13 stig en ÍR-ingar eru í
því sjötta með 14 stig.
17.07.2012
KA tók á móti BÍ/Bolungarvík fyrr í kvöld og lauk leik með 2-2 jafntefli. Dávid Disztl og Hallgrímur Mar skoruðu okkar mörk
en Pétur Markan bæði mörk Djúpmanna. Að neðan er hægt að sjá helstu atvikin úr leiknum.
15.07.2012
Næsit leikur meistaraflokks KA er gegn BÍ/Bolungarvík nk. þriðjudag 17. júlí kl. 18.15 á Akureyrarvelli. Ekki þarf að hafa um
það mörg orð að þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur - eins og raunar hver einasti leikur í sumar - og því hvetjum við
alla stuðningsmenn okkar til þess að fjölmenna á völlinn og styðja strákana.
14.07.2012
KA fylgir nýjustu tísku og þess vegna erum við auðvitað á Facebook, ef þú ert á Facebook vertu þá vinur okkar og fylgstu betur
með því sem er að gerast, allt efni sem kemur hér á síðunna kemur þar inn ásamt miklu meira efni og skemmtilegri umræðu. Ef
þú ert KA maður slástu þá með í hóp KA mann á Facebook.
KA-Sport Facebook
13.07.2012
Víkingur Ó. 0 - 1 KA
0-1 David Disztl ('54)
Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld.
13.07.2012
Jóhannes Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta næsta vetur. Jóhannes er öllum
hnútum kunnugur hjá KA og hefur þjálfað alla flokka félagsins í gegnum tíðina og náð frábærum árangri.
10.07.2012
Þá er 26. N1-mót KA að baki og sem fyrr var þetta mót mikil og skemmtileg upplifun. Veðurguðirnir voru í sólskinsskapi allan tímann
og hjálpaði það sannarlega til við að gera mótið svo vel heppnað.
10.07.2012
Eftir rigningardaginn mikla þar sem liðin okkar duttu öll úr leik fór laugardagurinn að mestu leyti í bið. Við áttum ekki flug fyrr en kl.
02:10 aðfaranótt sunnudags. Krakkarnir fengu því að sofa þangað til þau vöknuðu (eins og einn drengurinn orðaði það, meinti
að sofa út). Eftir morgunmat, pökkun og frágang á skólastofunum okkar var frjáls tími. Sumir völdu að fara enn eina ferð í
mollið en aðrir fóru í gönguferð um miðbæinn og reyndu að láta tímann líða.