Fréttir

Sandor kominn með 200 leiki fyrir KA

Matus Sandor markvörður okkar KA manna náði merkis áfanga í gær þegar hann lék sinn 200. leik fyrir KA en slíkt er mjög óalgengt á síðari tímum allavega að einn leikmaður leiki 200 leiki fyrir eitt og sama félagið hérlendis.

Umfjöllun: Stórsigur á ÍR

KA tók á móti ÍR í hinu fullkomna fótboltaveðri á Akureyrarvelli í gær, skýjað, góður hiti og lítll vindur, en það átti þó eftir að breytast. Bæði lið þurftu á sigri að halda til að koma sér frá þeim rosalega pakka sem myndast hefur í 1.deildinni.

KA - ÍR á Akureyrarvelli laugardaginn 21. júlí

Næsti leikur mfl. KA verður á Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 16 þegar Breiðholtsliðið ÍR kemur í heimsókn. Þetta er fyrsti leikur síðari umferðar 1. deildar karla og því er mótið hálfnað. KA er í sjöunda sæti með 13 stig en ÍR-ingar eru í því sjötta með 14 stig.

Highlights: KA 2 - 2 BÍ/Bolungarvík

KA tók á móti BÍ/Bolungarvík fyrr í kvöld og lauk leik með 2-2 jafntefli. Dávid Disztl og Hallgrímur Mar skoruðu okkar mörk en Pétur Markan bæði mörk Djúpmanna. Að neðan er hægt að sjá helstu atvikin úr leiknum. 

KA tekur á móti BÍ/Bolungarvík þriðjudaginn 17. júlí kl. 18.15

Næsit leikur meistaraflokks KA er gegn BÍ/Bolungarvík nk. þriðjudag 17. júlí kl. 18.15 á Akureyrarvelli. Ekki þarf að hafa um það mörg orð að þessi leikur er okkur gríðarlega mikilvægur - eins og raunar hver einasti leikur í sumar - og því hvetjum við alla stuðningsmenn okkar til þess að fjölmenna á völlinn og styðja strákana.

KA er á Facebook!

KA fylgir nýjustu tísku og þess vegna erum við auðvitað á Facebook, ef þú ert á Facebook vertu þá vinur okkar og fylgstu betur með því sem er að gerast, allt efni sem kemur hér á síðunna kemur þar inn ásamt miklu meira efni og skemmtilegri umræðu. Ef þú ert KA maður slástu þá með í hóp KA mann á Facebook. KA-Sport Facebook

Umfjöllun: KA sigraði í Ólafsvík

Víkingur Ó. 0 - 1 KA  0-1 David Disztl ('54) Það var hörkuleikur þegar Víkingur Ólafsvík fékk KA í heimsókn í fyrstu deild karla í kvöld. 

Jóhannes Bjarnason þjálfar KA/Þór

Jóhannes Bjarnason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta næsta vetur.  Jóhannes er öllum hnútum kunnugur hjá KA og hefur þjálfað alla flokka félagsins í gegnum tíðina og náð frábærum árangri.

N1-mót KA: Innilegar þakkir!

Þá er 26. N1-mót KA að baki og sem fyrr var þetta mót mikil og skemmtileg upplifun. Veðurguðirnir voru í sólskinsskapi allan tímann og hjálpaði það sannarlega til við að gera mótið svo vel heppnað.

Partille Cup - lokapistill og myndir

Eftir rigningardaginn mikla þar sem liðin okkar duttu öll úr leik fór laugardagurinn að mestu leyti í bið. Við áttum ekki flug fyrr en kl.  02:10 aðfaranótt sunnudags. Krakkarnir fengu því að sofa þangað til þau vöknuðu (eins og einn drengurinn orðaði það, meinti að sofa út). Eftir morgunmat, pökkun og frágang á skólastofunum okkar var frjáls tími. Sumir völdu að fara enn eina ferð í mollið en aðrir fóru í gönguferð um miðbæinn og reyndu að láta tímann líða.