31.01.2008
Fyrirhuguð er ferð í fimleikabúðir í lok þessara annar þ.e.a.s í
júní.Dagsetning er ekki alveg komin né verð í þessa ferð.Verið er að
skoða Ítalíu eða Spán.
30.01.2008
Upplýsingar vegna þrepamóts helgina 2.til 3.feb.2008 í Ármannsheimilinu.Tækninefnd kvenna hefur sent frá sér skipulag fyrir Gymnova þrepamótið.smellið hér.Skipulag tækninefndar karla er að finna hér.
29.01.2008
Þórhildur Þórhallsdóttir hefur tekið við formennsku í félaginu af
Friðbirni Möller.Friðbjörn tók við nýju starfi sem rekstrarstjóri ISS á Norðurlandi síðasta sumar og hefur það reynst
verulega erilsamt.
28.01.2008
ATH! Sú leiðinlega óværa njálgur hefur verið að greinast í grunnskólum Akureyrar.Þar sem iðkendur FA koma nánast úr
öllum grunnskólum bæjarins er foreldrum bent á að fylgjast með börnum sínum og gá gæta að einkennum og leita ráða hjá lækni ef þörf
er á.
26.01.2008
Í dag fór hið árlega Eikarmót fram í Höllinni á Akureyri. KA mætti til leiks með tvö karlalið og tvö kvennalið. Kvennaliðin voru sem fyrr skipuð hinum föngulegu KA-Freyjum. Ekki stóðu þær alveg undir væntingum og lentu bæði liðin í 3. sæti, hvort í sinni deild. KA-kjúklingarnir spiluðu sem KA+ (hefðu kannski átt að heita KA-) og lentu í 4. sæti. Öldungarnir í KA unnu hins vegar mótið mjög glæsilega, þrátt fyrir að allar skrautfjaðrir liðsins hafi vantað.
25.01.2008
Laugardagskvöldið 12. janúar var mikil veisla í KA heimilinu og var hún hluti af 80 ára afmælisfagnaði félagsins. Veislan var hin glæsilegasta og samdóma álit allra viðstaddra að hún hafi verið frábær skemmtun. Meðal annarra kom fram hljómsveit félagsins, KA bandið.
23.01.2008
KA barst eftirfarandi kveðja í afmælisvikunni.Með þakklátum huga óska ég mínu góða og gamla félagi til hamingju með 80 ára afmælið. Úr minningana sjóði dreg ég fram skýra mynd þar sem Hermann Stefánsson er að æfa okkur KA stelpur í handbolta hress og glaður að vanda. Þegar litið er um öxl til ljúfustu daga liðinnar ævi þá eru það stundir í vinahópi sem veita okkur mesta gleði. Bestu framtíðaróskir frá Hólmfríði Guðlaugu Jónsdóttur (Nöbbu) Með kveðju barst vegleg peningagjöf og þökkum við Nöbbu kærlega fyrir.
23.01.2008
KA bárust fjölmörg skeyti, kveðjur, blóm og gjafir á afmælisdaginn. Hér fyrir neðan eru nörfn þeirra sem það gerðu og kunnu við þeim bestu þakkir fyrir.
20.01.2008
Vegna síaukinnr þátttöku Fimleikafélags Akureyrar á mótum vítt og breitt um landið þá vantar okkur oft á
tíðum afþreyingu fyrir iðkendur í slíkum ferðum. .
19.01.2008
KA spilaði seinni leik sinn við ÍS í dag og var hann keimlíkur fyrri leiknum. Mikil værð var yfir báðum liðum og var fátt um fína drætti. KA var sterkari aðilinn en náði aldrei að hrista Stúdenta almennilega af sér. Sigur hafðist þó á endanum 3-0 og nú er KA-liðið komið í baráttu við Þróttara um annað sætið í deildinni.