15.03.2008
KA - ÍS 3-2 (25-18) (20-25) (18-25) (25-19) (15-7)
KA lenti í kröppum dansi gegn ÍS í fjögurra liða úrslitum bikarsins í kvöld. KA hefur þegar unnið alla 4 viðureignir liðanna
í vetur og einungis tapað einni hrinu gegn þeim. En það sannaðist í kvöld að Íslandsmót og bikarkeppni er tvennt ólíkt.
15.03.2008
Bikarúrslitin karla og kvenna fara fram um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á laugardag vera fjögurra liða úrslit og þar spila
KA og ÍS kl 18:30. Miðað við leiki vetrarins á KA góða möguleika gegn ÍS en ekki skyldi samt vanmeta ÍS liðið en þar eru
margir reynsluboltar innanborðs. Takist KA að vinna fer liðið í úrslitaleikinn sem spilaður verður strax daginn eftir á sunnudeginum kl. 16:00.
14.03.2008
Þá liggur það fyrir að Rúv mun ekki sýna bikarúrslitaleikina. Í staðinn ætla þeir að sýna æfingaleik í
fótbolta milli Íslands og Færeyinga. Sorgleg niðurstaða að fórna hápunkti blakvertíðarinnar fyrir æfingaleik í
innanhússfótabolta og lýsir vel skilningarleysi ráðmanna RÚV á virði íþrótta í landinu og því uppeldisstarfi
sem þar er unnið. Er furða þó fjöldi sérsambanda hyggi á stofnun sjóvarpsstöðvar.
13.03.2008
Þar kom að því þær brutu ísinn KA stelpurnar en kvennalið KA vann sinn fyrsta sigur í gær er þær löggðu lið
Rima frá Dalvík 2-0 (25-18) og (25-23). Liðið eru búið að vinna nokkrar hrinur í vetur og en alltaf hefur vantað herslumuninn að landa
sigrinum - þar til í gær. Sigurinn var nokkuð öruggur þó Rimakonur hafi bitið frá sér í lok annarrar hrinu.
12.03.2008
Föstudaginn 14 mars nk., mun Lúðvík S. Georgsson formaður mannvirkjanefndar KSÍ koma norður og fjalla um þróun á gerfigrasi og
framtíðarsýn varðandi uppbyggingu knattspyrnumannvirkja. Fundurinn byrjar kl. 17.00 í KA heimilinu og eru allir knattspyrnuáhugamenn velkomnir.
12.03.2008
Hér að neðan er vísun í mjög áhugaverða ritgerð um íþróttafréttir í dagblöðum sem Anna Guðrún
Steinarsdóttir vann sem BS ritgerð í Kennaraháskóla Íslands og gaf út í apríl 2007. Ritgerðin er mjög
áhugaverð en þar kemur skýrt fram hversu gríðarlegt misvægi milli íþrótta er í umfjöllun dagblaðanna
Morgunblaðsins og Fréttablaðsins þar sem fjórar íþróttagreinar: knattspyrna (53%), handknattleikur (27%), Körfuknattleikur (8%), og golf (5%) eru
samanlagt með 93% af íþróttaumfjöllun blaðanna. Aðrar greinar eru allar um og undir 1% í umfjöllun blaðanna og blakið er með aðeins
0,29% umfjöllun.
12.03.2008
Undirritaður fagnar hugmyndum um nýja íþróttasjónvarpsstöð en fjallað var um málið m.a. í Morgunblaðinu í dag.
Það orðið með öllu óþolandi hvernig fjölmiðlar á Íslandi matreiða fréttir ofan í landsmenn. Þar er
örfáum útvöldum íþróttagreinum hampað á kostnað annarra og öfgarnar í umfjöllun eru ýmist í ökkla
eða eyra. Í þessu samhengi má reyndar allt eins nefna dagblöð þar sem umfjöllun þeirra er einnig fádæma öfgafull og þar
fer Morgunblaðið fremst í flokki. Og nú berast fréttir af því að RÚV ætli ekki að sýna bikarúrslitaleikina í
blaki í beinni útsendingu eins og það hefur þó gert nær samfellt í á annan áratug. Leikirnir fara fram næstkomandi sunnudag.
10.03.2008
Akureyrarmót verður í Glerárskóla 20.apríl fyrir M hópa.
10.03.2008
Akureyrafjör verður í Ka heimilinu 12-13 apríl.
05.03.2008
Í dag, miðvikudaginn 5. mars, undirrituðu fulltrúar Landsbankans, þeir Helgi Teitur Helgason og Birgir Björn Svavarsson, útibússtjórar á
Akureyri og hins vegar þeir Árni Jóhannsson og Gunnar Jónsson, fulltrúar Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, undir viðauka við styktarsamning
Landsbankans og Knattspyrnufélags Akureyrar í tilefni af 80 ára afmælisári félagsins. Viðaukinn felur í sér aukinn styrk til KA á
afmælisárinu.