10.11.2009
Strax frá byrjun tóku Stjörnustelpur frumkvæðið og héldu því allt til loka leiks. Staðan í hálfleik var 13-20 fyrir
Stjörnuna og lokatölur 25-36.
Eins og sést á úrslitum var lítið um tilþrif i vörninni. Stelpurnar virkuðu oft á tíðum hálf áhugalausar og
nánast horfðu á Stjörnustelpur labba í gegnum vörnina aftur og aftur. Skytturnar hjá Stjörnunni fengu þann frið sem þær vildu til
að athafna sig og línumaðurinn skottaðist fyrir aftan dapra vörn norðanstúlkna eins og hún vildi. Þá skipti engu í hverslags
varnarafbrigði var skipt, alltaf léku þær naut og nautabana við Stjörnustelpur.
10.11.2009
Stelpurnar í 4. flokk kvenna léku sinn fyrsta leik á tímabilinu á laugardaginn var. Leikurinn byrjaði ágætlega. Vörn KA stúlkna var
sterk og áttu Víkingsstúlkur í miklum vandræðum með að finna glufu á vörninni. Sóknarlega virkuðu heimastúlkur frekar
óstyrkar og áttu í miklum erfiðleikum með einföldustu aðgerðir.
09.11.2009
Á laugardaginn spiluðu strákarnir í 4. flokki gegn HK. A-liðin léku klukkan 14:00 og var strax ljóst að yfirburðir KA strákanna voru algerir.
Í hálfleik höfðu þeir örugga forystu 15-8 og í seinni hálfleik bættu þeir enn í og stórsigur niðurstaðan,
34-18.
Strax á eftir mættust B2 liðin og bættu KA strákarnir um betur og kafsigldu Kópavogspiltana. Staðan í hálfleik var 15-3 fyrir KA og
lokatölur 35-10.
Hér á eftir eru nokkrar myndir frá leikjunum.
08.11.2009
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu það í gær að það er ekki að ástæðulausu að þær eru
topplið íslenska kvennahandboltans. Þar er valinn maður í hverju rúmi og ekki spillir fyrir að í markinu stendur besti markvörðurinn sem leikur
hér á landi. Leik KA/Þór og Stjörnunnar lauk með þrettán marka sigri gestanna 19-32 eftir að hafa leitt 10-17 í hálfleik. Hér
á eftir fer umfjöllun Þrastar Ernis Viðarssonar úr Vikudegi.is ásamt myndum frá Þóri Tryggvasyni.
06.11.2009
Það er ekki laust við að verði risaleikur á laugardaginn klukkan 16:00 þegar KA/Þór taka á móti Íslands- og bikarmeisturum
Stjörnunnar. Það er góðkunningi okkar, Atli Hilmarsson sem þjálfar liðið. Stjarnan er í toppbaráttunni sem stendur með fjóra
sigra úr fimm leikjum, þær töpuðu fyrsta leiknum gegn Val sem eru fyrir vikið í toppsætinu.
06.11.2009
Það verður mikið um að vera hjá yngri flokkunum á laugardaginn. Strax klukkan 9:00 hefst æfingamót hjá 6. flokki og byrjendaflokki þar
sem þátt taka KA, Þór og Völsungur, 6 fl. kl.9-10 og byrjendur 10-11:30
Klukkan 11:50 leikur KA gegn Víkingum í 4. flokki kvenna A lið
Klukkan 13:00 KA2 gegn HK í 4. flokki karla B lið
Klukkan 14:00 KA gegn HK í 4. flokki karla A lið
Og klukkan 18:00 KA gegn Aftureldingu í 3. flokki karla A lið
05.11.2009
Í dag, fimmtudag, heldur Akureyrarliðið suður á Seltjarnarnes og leikur þar við spútniklið Gróttu sem hefur svo sannarlega
sýnt það sem af er að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir félagar á SportTV.is hafa nú tilkynnt
að leikurinn verði í beinni útsendingu hjá þeim og er ástæða til að fagna þeim tíðindum.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 á fimmtudaginn.
Hægt verður að horfa á leikinn í KA - Heimilinu!
03.11.2009
Stelpurnar í A liði 3. flokks kvenna mættu Haukum á sunnudagsmorgun og má segja að heimastúlkur hafi ekki verið almennilega vaknaðar þegar
leikurinn byrjaði. Haukar náðu strax forskoti á meðan KA/Þór stúlkur spiluðu langt undir getu framan af. Með ágætum leikkafla
tókst heimastúlkum þó að jafna leikinn fyrir hlé, staðan 10-10 í hálfleik.
02.11.2009
Kæru foreldrar/forráðamenn
Nú er komið að seinni innheimtudögunum hjá okkur í handboltanum, þeir sem ekki hafa gengið frá æfingagjöldum vetrarins eru
vinsamlega beðnir um að koma við í KA heimilinu, eða hafa samband svo hægt sé að ganga frá skráningu iðkenda.
Æfingagjöldin er hægt að greiða annaðhvort með peningum eða skipta greiðslum á greiðslukort. Einnig er hægt að fylla út blað
sem sent er til greiðsluþjónustu bankanna.
Ef menn vilja millifæra þá er bankanúmerið 0162-05-63299 kt. 450902-2680 og muna þá að setja kennitölu iðkanda í
skýringu.
02.11.2009
Það var ekkert gefið eftir á laugardaginn þegar KA/Þór tók á móti Haukum í N1 deild kvenna. Þórir Tryggvason var
á staðnum með myndavélina og sendi okkur nokkur athyglisverð augnablik úr leiknum.