26.10.2025
Fótboltasumrinu lauk í gær er KA vann góðan 3-4 útisigur á ÍBV í lokaumferð Bestudeildarinnar en með sigrinum tryggðu strákarnir sér forsetabikarinn sem er afhentur liðinu sem endar í efsta sæti neðri hlutans. Er þetta þriðja árið í röð sem strákarnir vinna neðri hlutann og hafa því unnið bikarinn til eignar
20.10.2025
Keppendur frá Júdódeild KA náðu frábærum árangri á alþjóðlega JRB mótinu sem fór fram helgina 18.-19. október í Ljónagryfjunni á Reykjanesbæ. Mótið var fjölmennt með yfir 100 keppendum frá ýmsum þjóðum.
10.10.2025
Hallgrímur Jónasson og knattspyrnudeild KA hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning og verður Hallgrímur því áfram þjálfari meistaraflokks KA næstu tvö árin hið minnsta. KA leikur áfram í deild þeirra bestu og spennandi tímar framundan
06.10.2025
Knattspyrnudeild KA hefur borist góður liðsstyrkur en Jakob Héðinn Róbertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið og er því samningsbundinn út sumarið 2028. Jakob hefur vakið verðskuldaða athygli með liði Völsungs og verður virkilega spennandi að fylgjast með framgöngu hans í gula og bláa búningnum
06.10.2025
Keppendur frá Júdódeild KA stóðu sig með prýði á Haustmóti JSÍ sem fram fór síðastliðinn laugardag, 4. október, í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.
03.10.2025
Mikael Breki Þórðarson skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2028. Mikael Breki eða Mikki eins og hann er iðulega kallaður er ákaflega spennandi og efnilegur miðjumaður sem á framtíðina fyrir sér
01.10.2025
Stórafmæli skráðra félagsmanna í október
30.09.2025
Hans Viktor Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir en Hans Viktor hefur verið algjörlega frábær frá því hann gekk í raðir KA fyrir sumarið 2024
26.09.2025
Á miðvikudaginn er komið að heimaleik Íslandsmeistara KA í 2. flokk gegn Lettneska liðinu FS Jelgava í UEFA Youth League en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum sem leikinn var í Lettlandi á dögunum