07.05.2025
Alex Cambray Orrason tryggði sér silfuverðlaun í hnébegju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði í dag. Mótið er haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki.
Alex uppskar sannarlega eftir mikla vinnu og átti frábæran dag. Alex byrjaði á 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti.
Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki.
Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær lyfturnar gengu ekki alveg sem skyldi en Alex náði þriðju örugglega með 202,5 kg á stönginni.
Réttstöðulyftan byrjaði vel með 260 kg í fyrstu lyftu. Dómari snéri við annarri lyftu í ógilda en Alex lfti 275 kílóin í þriðju lyftu. Samanlagður árangur varð 835 kg og skilaði Alex 4. sæti í flokknum en það var aðeins líkamsþyngd sem skildi að 3. og 4. sæti í flokknum.
Sannarlega frábær árangur hjá Alex og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur!
Upplýsingar frá www.kraft.is.
04.05.2025
Sólon Sverrisson, iðkandi við Fimleikadeild KA var á dögunum valinn í unglingalandsliðið fyrir Junior team cup
Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með árangurinn.
Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynningar-em-smathjodleikar-og-junior-team-cup/
01.05.2025
Stórafmæli skráðra félagsmanna í maí
30.04.2025
Blakdeild KA fagnaði stórbrotnu tímabili á dögunum en bæði karla- og kvennalið KA eru Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk þess sem kvennalið KA er Meistari Meistaranna. Karlarnir léku ekki í Meistarar Meistaranna og vann blakdeildin því alla þá titla sem í boði voru þetta tímabilið
30.04.2025
Á dögunum undirrituðu LifeTrack og Knattspyrnudeild KA samstarfssamning sem miðar að því að efla frammistöðu og heilsu leikmanna meistaraflokks karla á yfirstandandi tímabili en KA keppir í Bestu deildinni, Mjólkurbikarnum og Sambandsdeild Evrópu
29.04.2025
Handknattleiksdeild KA gerði upp nýliðinn handboltavetur á dögunum með glæsilegu lokahófi. Kvennalið KA/Þórs átti frábært tímabil þar sem stelpurnar stóðu uppi sem sigurvegarar í Grill66 deildinni og það án þess að tapa leik og leika stelpurnar því í deild þeirra bestu á næstu leiktíð
29.04.2025
KA-maðurinn knái, Birgir Arngrímsson, náði glæsilegum árangri um helgina þegar hann landaði silfurverðlaunum í -100 kg flokki á Íslandsmóti fullorðinna í júdó. Birgir, sem er búsettur í Reykjavík, sýndi ótrúlega frammistöðu þar sem hann vann þrjár glímur en tapaði einni
29.04.2025
KA/Þór hefur borist góður liðsstyrkur fyrir baráttuna í Olísdeildinni næsta vetur er Herdís Eiríksdóttir skrifaði undir hjá félaginu. Herdís er öflugur línumaður sem gengur í raðir KA/Þórs frá ÍBV þar sem hún er uppalin
28.04.2025
ATH fréttinn hefur verið uppfærð
Íslandsmót í áhaldafimleikum fór fram núna síðast liðna helgi og átti Fimleikadeild KA flottan hóp á þessu móti.
- Sólon Sverrisson - unglingaflokkur karla
- Aníta Ösp Róbertsdóttir - 1 þrep kvenna
- Ester Katrín Brynjarsdóttir - 1 þrep kvenna
- Patrekur Páll Pétursson - 2 þrep karla.
Sólon keppti til úrslita á 5 áhöldum, en hann fékk tvö gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.
Patrekur náði 75.0,31 stigum, þar með náði hann þrepinu einnig.
Aníta fékk brons verðlaun á gólfi og náði 5 sæti yfir allt.
Ester lenti svo í 8 sæti yfir allt.
Við óskum þessum iðkendum kærlega til hamingju með virkilega góðan árangur.
22.04.2025
Ný stjórn Fimleikadeildarinar hefur verið stofnuð fyrir starfsárið 2025-2026. Við þökkum fráfarandi stjórn sitt starf.
Skipan Stjórn Fimleikadeildar KA.
Emilía Fönn Andradóttir - Formaður
Helga Kristín Helgadóttir - Varaformaður
Sólveig Rósa Davíðsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Kristján Heiðar Kristjánsson - Ritari
Sonja Dagsdóttir - Stjórnarmeðlimur
Einar Pampichler - Varamaður í stjórn
Kristín Mjöll Benediktsdóttir - Varamaður í stjórn
Ábendingar og önnur erindi fyrir stjórn Fimleikadeildar KA berist á fim.formadur@ka.is.