03.02.2025
Ævarr Freyr Birgisson varð um helgina danskur Bikarmeistari í blaki með liði Odense en þetta er þriðja árið í röð sem Ævarr hampar titlinum. Ævarr er auk þess ríkjandi Danmerkurmeistari en Odense hefur unnið titilinn undanfarin tvö ár og er í harðri baráttu á toppnum í vetur
03.02.2025
Bikarmót U16 ára í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina og mættu fjölmargir krakkar norður til að leika listir sínar. KA sendi þrjú lið til leiks, tvö í stúlknaflokki og eitt í drengjaflokki, og má með sanni segja að okkar iðkendur hafi staðið sig frábærlega
03.02.2025
Ívar Arnbro Þórhallsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2027. Á sama tíma hefur hann verið lánaður til Völsungs þar sem hann mun leika með liðinu í næstefstu deild
01.02.2025
Stórafmæli félagsmanna í febrúar
31.01.2025
Einar Birgir Stefánsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Einar eða Danski eins og hann er iðulega kallaður hefur verið í algjöru lykilhlutverki í liði KA bæði í vörn og sókn
28.01.2025
Kári Gautason skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Kári sem er nýorðinn 21 árs kom af miklum krafti inn í meistaraflokkslið KA síðasta sumar og vakti verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína
24.01.2025
SOFTBALLMÓT KA & KA/ÞÓR 2024! 18 ára+ fer fram í KA heimilinu 29.mars næstkomandi!
24.01.2025
Erlingur Kristjánsson og Hrefna Brynjólfsdóttir hlutu heiðursviðurkenningu ÍBA fyrir framlag sitt til KA á Íþróttahátíð Akureyrar á vegum Íþróttabandalags Akureyrar og Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi
24.01.2025
Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA og Sandra María Jessen knattspyrnukona úr Þór/KA voru í gær kjörin íþróttafólk Akureyrar árið 2024. Þetta er annað árið í röð sem Sandra María er kjörin en í fyrsta skiptið sem Alex hlýtur þennan heiður
22.01.2025
Hákon Atli Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2026. Hákon sem er tvítugur er uppalinn hjá KA og lék sína fyrstu keppnisleiki fyrir meistaraflokk á nýliðnu sumri