Fréttir

Öflugur liðsstyrkur til KA/Þórs - þrír nýir leikmenn

Kvennalið KA/Þórs undirbýr sig fyrir baráttuna í efstudeild á komandi handboltavetri en stelpurnar okkar unnu frækinn sigur í Grill66 deildinni á nýliðnu tímabili þar sem liðið tapaði ekki einum einasta leik

Frábær árangur iðkenda Fimleikjadeildar KA á norðurlandamóti 2025

Þeir Sólon Sverrisson og Patrekur Páll Pétursson stóðu sig frábærlega á Norðurlandamóti 2025 sem fór fram helgina 6-8 Júní í Alaborg, Danmörku. Sólón keppti fyrir íslandshönd í unglingaflokki á meðan Patrekur keppti í drengjaflokki. Báðir voru deildinni til sóma 

Leó snýr aftur heim - skrifar undir 2 ára samning

Leó Friðriksson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2026-2027. Leó sem er uppalinn hjá KA lék með Þór í Grill66 deildinni síðasta vetur en snýr nú aftur heim

Aron Daði skrifar undir nýjan samning

Aron Daði Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2026-2027. Þetta eru afar jákvæðar fréttir en Aron er gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur verið brjóta sér leið inn í meistaraflokkslið KA undanfarin ár

Logi Gauta framlengir til tveggja ára

Logi Gautason hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA. Logi hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í vinstra horninu á undanförnum árum. Logi sem er listamaður innan sem utan vallar er fæddur árið 2005, snöggur og teknískur leikmaður sem getur skorað mörk í öllum regnbogans litum

Ásgeir framlengir út 2027

Ásgeir Sigurgeirsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn félaginu út sumarið 2027. Þetta eru stórkostlegar fréttir enda Geiri algjör lykilmaður í okkar liði og stórkostlegur karakter sem hefur átt mikinn þátt í uppgangi KA-liðsins undanfarin ár

Andri Snær tekur við handknattleiksliði KA

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Andra Snæ Stefánsson sem næsta aðalþjálfara meistaraflokks karla í handbolta. Það er mikil eftirvænting hjá félaginu fyrir ráðningunni en Andri Snær er ætti að vera öllum KA mönnum vel kunnugur

Sumaræfingatafla handknattleiksdeildar

Í meðfylgjandi frétt má sjá sumaræfingatöflu handknattleiksdeildar KA

Dagur Árni seldur til Vals

Dagur Árni Heimisson, einn efnilegasti leikmaður félagsins á undanförnum árum, hefur verið seldur til Vals í Reykjavík. Um er að ræða metfjárhæð í sögu félagsins sem undirstrikar þann gífurlega áhuga sem leikmaðurinn hefur vakið.

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmæli skráðra félagsmanna í júní