Fréttir

Skráning hafin í laugardags krílahópa !

Höfum opnað fyrir skráningar í vinsælu laugardags krílahópana okkar. Æfingar hefjast laugardaginn 6.september og fara fram í fimleikahúsinu við Giljaskóla. Yfirþjálfari hópanna er Ármann Ketilsson Skráning fer fram hér í gegnum sportabler !

Allir með! - æfingar að hefjast

KA og Þór verða með knattspyrnuæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6-16 ára og hefjast æfingarnar mánudaginn 11. ágúst. Æft verður á íþróttasvæði Þórs alla mánudaga næstu sjö vikurnar og er æft frá kl. 15:00 til 15:45.

Einar Rafn verður spilandi aðstoðarþjálfari

Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og verður nú spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Andra Snæ Stefánssyni þjálfara liðsins innan handar bæði innan sem utan vallar

Tvö gull og brons á SCA keppni smáþjóða U19

KA átti þrjá fulltrúa á SCA keppni smáþjóða í strandblaki í flokki U19 sem fór fram á Írlandi undanfarna daga og lauk í dag. Þetta eru þau Auður Pétursdóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmælli skráðra félagsmanna í ágúst

KA - Silkeborg afhending miða og aðrar upplýsingar

KA tekur á móti Silkeborg í síðari leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA á fimmtudaginn (31. júlí) klukkan 18:00 á Greifavellinum. Athugið að það er uppselt á leikinn og því miður getum við ekki bætt við sætum eða selt í standandi hólf og verða því ekki fleiri miðar í sölu.

Tvö gull, silfur og brons á SCA keppni smáþjóða

KA átti fimm fulltrúa á SCA keppni smáþjóða sem fóru fram í Andorra síðustu daga og lauk í dag en fulltrúar KA voru fimm af átta liðsmönnum Íslands í keppni U17 í strandblaki. Þetta eru þau Anika Snædís Gautadóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson, Hákon Freyr Arnarsson, Katla Fönn Valsdóttir og Kara Margrét Árnadóttir

Silkeborg - KA í beinni á Livey

Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma

Svabbi kóngur snýr aftur á völlinn!

Handboltalið KA heldur áfram að undirbúa sig fyrir baráttuna í Olísdeildinni í vetur og hefur nú borist ansi góður liðsstyrkur en Svavar Ingi Sigmundsson hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju og leika með liðinu í vetur

Fimleikahringurinn er að koma til Akureyrar!

Fimleikahringurinn er að koma til "X". Sýningahópur Fimleikasambands Ísland fer hér í gegn og ætlar að vera með sýningu ásamt opinni æfingu fyrir alla sem vilja prófa fimleika. Skemmtileg sýning fyrir alla og ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá ykkur