Fréttir

Fim-leikjaskóli sumarið 2025

Í Júní býður Fimleikadeild KA upp á fim-leikjaskóla fyrir 7-10 ára krakka (2015-2018). Leikjaskólinn verður frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og stendur yfir í viku í senn, fyrstu tvær vikurnar eru styttri vegna frídaga sem koma þar inn í, annarsvegar annar í hvítasunnu og svo 17.júní. Leikjaskólinn fer fram í íþróttahúsi/fimleikahúsinu við Giljaskóla. Eftirfarandi dagsetningar eru í boði : Vika 1 : 10.-13. júní Vika 2: 16.-20. júní Vika 3 : 13.-27.júní Vika 4 : 30.-4.júlí Vikan kostar 15.900 kr nema vika 1 og 2 þær eru ódýrar vegna færri daga. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og vatnsbrúsa! Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á fimleikar@ka.is Við minnum á Leikjaskólinn er EKKI barnapössun, þetta er námskeið þar sem ætlast er til að krakkar taki þátt í því starfi og leikjum sem við erum á dagskrá hverju sinni. Skráning er hafin og fer fram í gegnum sportabler : skráning í leikjaskóla ATH að takmarkað pláss er á námskeiðunum. Einnig áskilur Fimleikadeildin sér rétt til að fella niður námskeið ef það er ekki næg þátttaka. Alexandra, skrifstofustjóri FIM.KA og Sonja Dags, formaður deildarinnar verða með yfirumsjón yfir leikjaskólanum.

Strandblaksæfingar í sumar

Blakdeild KA verður með frábærar strandblaksæfingar í sumar fyrir hressa krakka. Æfingarnar hefjast mánudaginn 2. júní næstkomandi en æft verður alla mánudaga og miðvikudaga í júní, júlí og ágúst

Magnús Björnsson fyrrverandi formaður KA er látinn

Magnús Björnsson formaður KA 1951-1952 lést á Akureyri þann 5. maí s.l. 96 ára að aldri. Magnús var mikill íþróttamaður og lagði stund á margar íþróttagreinar. Hann keppti m.a. í frjálsum íþróttum, fimleikum og handknattleik fyrir hönd KA. Magnús var auk þessa virkur í starfi KA um áratuga skeið sem stjórnarmaður auk þess að vera ætíð harður stuðningsmaður félagsins

Vorsýning Fimleikadeildar KA

Í dag fór fram Vorsýning Fimleikadeildar KA, en hún er haldin árlega með pompi og prakt. Okkar frábæru þjálfarar þær Mattý, Kara og Lovísa voru listrænir stjórnendur sýningunar en aðrir þjálfarar tóku mikin þátt við undirbúning á atriðum. Okkar hæfileikaríku iðkendur stóðu sig svo sannarlega með prýði Þá voru afhent blóm fyrir þrep og afrek sem unnin voru á starfsárinu 2024 - 2025. 4 iðkendur þrepi Patrekur Páll Pétursson náði 2 þrepi Silvía Marta Águstdóttir náði 4 þrepi Sara Líf Júlíusdóttir náði 5 þrepi Patricija Petkuté náði 5 þrepi Afrek sem unnin voru á árinu eru - Ármann Ketilsson, yfirþjálfari krílahópa, var valinn þjálfari ársins á uppskeru hátíð Fimleikasambands íslands. - Kristjana Ómarsdóttir varð Evrópumeistari með liði sínu í unglingaflokki. En þetta er í fyrsta sinn sem ísland verður Evrópumeistari í blönduðu liði unglinga. Kristjana hlaut einnig fyrir afrek sín boggubikarinn 2024 (KA) en sá bikar er veittur þeim sem þykja efnileg í sinni grein og séu til fyrirmyndar á æfingum og í keppnum. - Sólon Sverrisson var valinn í unglingalandslið Íslands á Junior Team Cup og á Norðurlandamót unglinga og drengja - Patrekur Páll Pétursson var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja. Fimleikadeild KA þakkar iðkendum, þjálfurum og öðrum velunnurum veitta aðstoð.

Aðalfundur KA haldinn 28. maí

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn í KA-Heimilinu miðvikudaginn 28. maí næstkomandi klukkan 17:30. Hefðbundin aðalfundarstörf verða á dagskrá og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta

Patrekur Páll Pétursson valinn í Drengjalið

Patrekur Páll Pétursson, iðkandi við Fimleikadeild KA,  var valinn í Drengjalið Íslands í áhaldafimleikum fyrir Norðurlandamót unglinga og drengja.  Fimleikadeild KA óskar Patreki kærlega fyrir þennan glæsilega árangur.  Sjá nánar á : https://fimleikasamband.is/landslidstilkynning-nm-unglinga/

Íslandsmet tryggði Alex silfur á EM í kraftlyftingum

Alex Cambray Orrason tryggði sér silfuverðlaun í hnébegju á Evrópumótinu í kraftlyftingum með búnaði í dag. Mótið er haldið í Pilsen í Tékklandi en Alex keppir í -93kg opnum flokki. Alex uppskar sannarlega eftir mikla vinnu og átti frábæran dag. Alex byrjaði á 327,5 kg, tók næst 345 kg og í þriðju beygju lyfti hann 357,5 kg sem er 10 kg bæting á hans eigin Íslandsmeti. Þessi lyfta tryggði honum silfur í hnébeygju í feykisterkum flokki. Bekkpressan var spennandi, fyrstu tvær lyfturnar gengu ekki alveg sem skyldi en Alex náði þriðju örugglega með 202,5 kg á stönginni. Réttstöðulyftan byrjaði vel með 260 kg í fyrstu lyftu. Dómari snéri við annarri lyftu í ógilda en Alex lfti 275 kílóin í þriðju lyftu. Samanlagður árangur varð 835 kg og skilaði Alex 4. sæti í flokknum en það var aðeins líkamsþyngd sem skildi að 3. og 4. sæti í flokknum. Sannarlega frábær árangur hjá Alex og óskum við honum innilega til hamingju með frábæran árangur! Upplýsingar frá www.kraft.is.

Sólon Sverrisson valinn í unglingalandslið

Sólon Sverrisson, iðkandi við Fimleikadeild KA var á dögunum valinn í unglingalandsliðið fyrir Junior team cup Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með árangurinn. Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynningar-em-smathjodleikar-og-junior-team-cup/

Stórafmæli félagsmanna

Stórafmæli skráðra félagsmanna í maí

Lokahóf blakdeildar KA fór fram um helgina

Blakdeild KA fagnaði stórbrotnu tímabili á dögunum en bæði karla- og kvennalið KA eru Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar auk þess sem kvennalið KA er Meistari Meistaranna. Karlarnir léku ekki í Meistarar Meistaranna og vann blakdeildin því alla þá titla sem í boði voru þetta tímabilið