24.09.2025
Jóhann Mikael Ingólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA og er nú samningsbundinn út sumarið 2028. Eru þetta ákaflega jákvæðar fréttir en Jóhann er einn efnilegasti markvörður landsins og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér
18.09.2025
Sólon Sverrisson, iðkandi hjá deildinni var á dögunum valinn í landslið karla til þess að keppa á Norður Evrópumóti dagana 23.-25. október nk.
Fimleikadeild KA óskar Sólón innilega til hamingju með landsliðssætið.
Hægt að sjá nánar á https://fimleikasamband.is/landslidstilkynning-nem/
15.09.2025
Fimleikadeild KA óskar eftir að ráða umsjónarmann yfir afmælum sem haldin eru í sal deildarinnar á sunnudögum. Vinnu fyrirkomulagið er annar hver sunnudagur frá klukkan 13:00-20:00
Helstu verkefni :
Taka á móti þeim sem hafa leigt salinn fyrir afmæli.
Fara yfir reglur og fyrirkomulag með leigutökum.
Fylgjast með að allt fari vel fram meðan á afmælinu stendur.
Sjá um þrif og tiltekt eftir afmælin.
Við leitum að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi með góða samskiptafærni og getu til að vinna sjálfstætt.
Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur, vinsamlegast sendu umsókn á fimleikar@ka.is
Við hlökkum til að heyra frá þér!
09.09.2025
Hið árlega styrktarmót handknattleiksdeildar KA verður haldið laugardaginn 13. september en rétt eins og undanfarin ár verður leikið á Jaðarsvelli. Mótið hefur verið gríðarlega vel sótt undanfarin ár og ljóst að þú vilt ekki missa af einu skemmtilegasta golfmóti landsins
02.09.2025
Það er ekki bara meistaraflokkslið KA í knattspyrnu sem tekur þátt í evrópuverkefni í sumar en KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki karla í fyrra sem tryggði strákunum keppnisrétt í evrópukeppni unglingaliða í flokki U19
01.09.2025
Hinn stórskemmtilegi handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka á aldrinum 2-5 ára fer af stað á sunnudaginn (7. september). Skólinn hefur slegið í gegn undanfarin ár og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og prófa
01.09.2025
Handboltaveislan er að hefjast gott fólk og verður kynningarkvöld KA og KA/Þórs á föstudaginn í KA-Heimilinu. Léttar veitingar verða í boði og er þetta frábær leið til að kynnast liðunum okkar fyrir átök vetrarins
01.09.2025
Stórafmæli skráðra félagsmanna í september
28.08.2025
KA og SBA-Norðurleið bjóða iðkendum KA upp á frístundarrútu sem ferjar iðkendur á æfingar í vetur.
Frístundarrútan er ætluð börnum á aldrinum 6 til 11 ára sem æfa fimleika, fótbolta eða handbolta með KA. Það er engin skráning í rútuna en KA er með starfsmann í rútunni sem passar uppá farþega og að þeir fari út og inn í rútuna á réttum stöðum. Hinsvegar er það á ábyrgð foreldra að láta frístund vita að barn ætli að nýta sér frístundaraksturinn hjá KA, hvaða daga og hvenær.
Frístund mun síðan hafa krakkana klára þegar að rútan kemur í hvern skóla fyrir sig. Einnig er hægt að mæta bara í rútuna ef krakkarnir eru ekki í frístund.
Því miður er ekki hægt að keyra í fleiri skóla á fleiri tímum í bili en KA bindur vonir við það að um 90% af öllum þeim krökkum á aldrinum 6-11 ára sem æfa hjá deildunum okkar geti nýtt sér aksturinn.
Septemberplanið
MÁNUDAGAR
13:15 Oddeyrarskóli
13:25 Naustaskóli
13:35 Brekkuskóli
13:45 KA-Heimilið
13:50 Giljaskóli
ÞRIÐJUDAGAR
13:20 Oddeyrarskóli
13:30 Brekkuskóli
13:40 Naustaskóli
13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið
13:57 Giljaskóli
14:20 Oddeyrarskóli
14:30 Brekkuskóli
14:40 Naustaskóli
14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið
14:57 Giljaskóli
15:05 KA-Heimilið
15:15 Naustaskóli
15:25 Brekkuskóli
15:35 Oddeyrarskóli
MIÐVIKUDAGAR
13:15 Oddeyrarskóli
13:20 Naustaskóli
13:30 Brekkuskóli
13:40 KA-Heimilið
13:50 Giljaskóli
14:20 Naustaskóli
14:30 Brekkuskóli
14:40 KA-Heimilið
14:50 Giljaskóli
FIMMTUDAGAR
13:20 Oddeyrarskóli
13:30 Brekkuskóli
13:40 Naustaskóli
13:50 Lundarskóli/KA-Heimilið
13:57 Giljaskóli
14:20 Oddeyrarskóli
14:30 Brekkuskóli
14:40 Naustaskóli
14:50 Lundarskóli/KA-Heimilið
14:57 Giljaskóli
15:05 KA-Heimilið
15:15 Naustaskóli
15:25 Brekkuskóli
15:35 Oddeyrarskóli
FÖSTUDAGAR
13:12 Naustaskóli
13:22 Brekkuskóli
13:30 KA-Heimilið
13:40 Giljaskóli
14:07 Naustaskóli
14:17 Brekkuskóli
14:25 KA-Heimilið
14:35 Giljaskóli
Októberplanið
Í október, þegar fótboltinn fer í Bogann verða þetta tveir bílar
BÍLL 1
13:25 Oddeyrarskóli
13:35 Lundarskóli
13:45 Giljaskóli
13:55 Boginn
14:30 Oddeyrarskóli
14:40 Lundarskóli
14:55 Boginn
15:05 Boginn
15:10 Giljaskóli
15:20 Lundarskóli
15:30 Oddeyrarskóli
BÍLL 2
13:25 Brekkuskóli
13:35 Naustaskóli
13:45 Giljaskóli
13:55 Boginn
14:30 Brekkuskóli
14:40 Naustaskóli
14:55 Boginn
15:05 Boginn
15:15 Naustaskóli
15:25 Brekkuskóli
26.08.2025
Júdódeild KA er að hefja haustönn sína og býður alla velkomna til að prófa og æfa íþróttina. Ólíkt mörgum öðrum íþróttum eru æfingar í boði fyrir alla aldurshópa, þar með talið fullorðna byrjendur.