07.08.2025
Einar Rafn Eiðsson skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og verður nú spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og verður því Andra Snæ Stefánssyni þjálfara liðsins innan handar bæði innan sem utan vallar
02.08.2025
KA átti þrjá fulltrúa á SCA keppni smáþjóða í strandblaki í flokki U19 sem fór fram á Írlandi undanfarna daga og lauk í dag. Þetta eru þau Auður Pétursdóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson og Sóldís Júlía Sigurpálsdóttir
01.08.2025
Stórafmælli skráðra félagsmanna í ágúst
28.07.2025
KA tekur á móti Silkeborg í síðari leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar UEFA á fimmtudaginn (31. júlí) klukkan 18:00 á Greifavellinum. Athugið að það er uppselt á leikinn og því miður getum við ekki bætt við sætum eða selt í standandi hólf og verða því ekki fleiri miðar í sölu.
27.07.2025
KA átti fimm fulltrúa á SCA keppni smáþjóða sem fóru fram í Andorra síðustu daga og lauk í dag en fulltrúar KA voru fimm af átta liðsmönnum Íslands í keppni U17 í strandblaki. Þetta eru þau Anika Snædís Gautadóttir, Ágúst Leó Sigurfinnsson, Hákon Freyr Arnarsson, Katla Fönn Valsdóttir og Kara Margrét Árnadóttir
22.07.2025
Fyrri leikur Silkeborgar og KA í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram í Silkeborg á miðvikudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma
21.07.2025
Handboltalið KA heldur áfram að undirbúa sig fyrir baráttuna í Olísdeildinni í vetur og hefur nú borist ansi góður liðsstyrkur en Svavar Ingi Sigmundsson hefur ákveðið að taka fram skóna að nýju og leika með liðinu í vetur
21.07.2025
Fimleikahringurinn er að koma til "X". Sýningahópur Fimleikasambands Ísland fer hér í gegn og ætlar að vera með sýningu ásamt opinni æfingu fyrir alla sem vilja prófa fimleika. Skemmtileg sýning fyrir alla og ókeypis aðgangur. Hlökkum til að sjá ykkur
18.07.2025
Júdódeild KA á Akureyri hefur tekið þátt í evrópsku verkefni um aðlögun júdó fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Eirini Fytrou, þjálfari hjá félaginu, var ein af 86 þjálfurum frá 14 löndum sem sóttu ráðstefnu í Madríd.
Eirini Fytrou frá Júdódeild KA á Akureyri var ein af þátttakendum á fyrstu ráðstefnu Judo Intellectual Disability Project (JIDP) í Madríd 10.-12. júlí. Ásamt henni var Annika Noack frá Tindastóli, en þær voru fulltrúar Íslands meðal 86 þjálfara frá 14 löndum.
18.07.2025
KA hefur borist gríðarlega mikill liðsstyrkur fyrir síðari hluta sumarsins en Birnir Snær Ingason skrifaði í morgun undir samning út tímabilið. Birnir sem mætir norður frá sænska liðinu Halmstad er 28 ára gamall vængmaður sem við bindum miklar vonir við að muni lyfta sóknarleik okkar upp á hærra plan