Fréttir

Haustmót 4.-5. þrep áhaldafimleika-úrslit

Helgina 17.til 18.október fór fram Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum í 4.og 5.þrepi stúlkna og drengja hér hjá FIMAK.Mótið fór frábærlega fram og gengi okkar keppenda frá mjög gott.

Rúnar Haukur Ingimarsson er fallinn frá

Rúnar Haukur Ingimarsson, lykilmaður í starfi Íþróttafélagsins Þórs, er látinn. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri í nótt eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann var 51 árs að aldri.

KA og KEA gera með sér styrktarsamning

Í gær skrifuðu þeir Halldór Jóhannsson, framkvæmdarstjóri KEA og Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA undir styrktarsamning á milli félaganna. Einnig skrifaði KEA undir samning við Þór á sama tíma, eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.

Þjálfarar FIMAK sækja dómaranámskeið í áhaldafimleikum

í októberbyrjun sóttu 7 þjálfarar félagsins dómaranámskeið í áhaldafimleikum.Það hefur lengi hallað á FIMAK hvað varðar dómara og félagið hefur ekki átt dómara í áhaldafimleikum kvenna í 4 ár.

Akureyri með heimaleik gegn Gróttu í dag, mánudag

U19 landsliðin til Danmerkur

U19 landsliðin eru á leið til Danmerkur til þátttöku í NEVZA-móti.

Fyrstu leikir tímabilsins

Bæði karla- og kvennalið KA sóttu Þrótt Nes heim um síðust helgi.

Laugadagshópar

Vegna haustmóts í áhaldafimleikum 17.október þá verða ekki ekki æfingar hjá þeim hópum sem æfa þann dag.

Málþing um andlega líðan íþróttamanna á Akureyri

Á morgun, þriðjudag, verður haldið gríðarlega fróðlegt málþing í Háskólanum á Akureyri, á vegum ÍSÍ. Yfirskrift málþingsins er "Andleg líðan íþróttamanna", brýnt málefni. Allir geta mætt á málþingið, þeim að kostnaðarlausu. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Flottur árangur hjá eldra ári 5. flokks karla og kvenna í Eyjum um helgina

Eldri ár 5. flokks karla og kvenna kepptu á fyrstu Íslandsmótum vetrarins í Vestmannaeyjum um helgina. Óhætt er að segja að árangurinn hafi verið frábær. Stelpurnar unnu 2. deild og tryggðu sér rétt til að spila í 1. deild á næsta móti. Lið 1 hjá strákunum gerðu sér lítið fyrir og unnu 1. deildina og lið tvö hjá strákunum lentu í 2. sæti í sinni deild. Frekari pistlar ættu að berast von bráðar þegar þjálfarar hafa gefið sína skýrslu. Framtíðin er björt hjá þessum flotta hóp okkar og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.