Fréttir

Handboltaveisla í KA heimilinu á laugardaginn

Í kjölfar KA-dagsins á laugardag hefst mikil handboltaveisla í KA-heimilinu. Klukkan 13:30 leikur KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í Olís-deildinni þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. Þar á eftir er komið að sögulegum leik en klukkan 16:00 leikur hið nýja lið Hamranna sinn fyrsta leik í 1. deild en mótherjar Hamaranna eru Þróttarar. Á sama tíma leikur Akureyri Handboltafélag við ÍR en sá leikur fer fram í Reykjavík en verður sýndur beint á RÚV. Seinna á laugardaginn, eða klukkan 19:15 leikur 3. flokkur KA gegn Selfyssingum og sömu lið mætast síðan aftur á sunnudaginn klukkan 12:15. Báðir þessir leikir verða í KA heimilinu.

Útileikur gegn ÍR og fjáröflunarátak Akureyrar Handboltafélags

Akureyri byrjaði tímabilið með sannfærandi sigri á Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð deildarinnar sem var leikin í síðustu viku. Nú á laugardaginn heldur meistaraflokkur liðsins í sinn fyrsta útileik  þegar liðið mætir bikarmeisturum ÍR á heimavelli þeirra í Austurbergi.  Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.

Áhorfsvika ofl. upplýsingar

Áhorfsvika er alltaf fyrstu viku mánaðar.

Áhorfsvika ofl. upplýsingar

Sælir foreldrar og iðkendur.Í fyrstu viku hvers mánaðar eru foreldrum, systk.ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á.Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur.

Badminton fyrir 5-8 ára (miniton)

Badminton æfingar fyrir 5-8 ára verða í KA-húsinu í vetur á sunnudögum frá kl.10:30 - 12:00 Stjórn TB-KA

Tölfræði KA í sumar

Þá er keppnistímabilinu lokið þetta sumarið og er því ekki úr vegi að fara yfir tímabilið tölfræðilega. Heimasíðan tók saman helstu tölfræði liðsins sem og einstaklings framistöðu. Samantektin styðst að mestu við upplýsingar úr gagnagrun KSÍ ásamt tölfræði sem KA-sport tók saman í sumar. 

Lokahóf knattspyrnudeildar KA

Knattspyrnudeild KA hélt lokahóf sitt í Hofi laugardaginn 21. september. Vel var mætt og tókst það afar vel til.  Vinir Móða kusu Hallgrím Mar Steingrímsson besta leikmann meistaraflokks í sumar. Sama gerðu leikmenn, þjálfarar og stjórn knattspyrnudeildar. Er Hallgrímur afar vel að þessum verðlaunum kominn en hann var markahæsti leikmaður KA liðsins í sumar með 7 mörk. Einnig átti hann flestar stoðsendingar en þær voru 8 talsins.

Æfingagjöld í handboltanum 2013-2014

Nú liggur fyrir hver verða æfingajöld hjá yngri flokkum KA í vetur. Innheimta gjaldanna er að hefjast eins og kemur fram hér að að neðan svo og upplýsingar um hvað er innifalið og greiðslumöguleikar. Athugið að það er frítt að æfa í september þannig að allir geta komið og prófað.

Svekkjandi tap í fyrsta leik hjá stelpunum

Kvennalið KA/Þór hóf leik í dag í Olís-deild kvenna, á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Þær léku gegn Selfossi á Selfossi og þurftu að lúta í gras, 24-25, eftir spennandi viðureign. Olís-deildin er rétt að fara af stað og er næsti leikur stelpnanna heimaleikur í KA-heimilinu á laugardaginn næsta.

Tímabilið að hefjast hjá KA/Þór

KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.