16.07.2013
Í kvöld skildu KA og Grindavík jöfn í bráðskemmtilegum leik sem var gríðarlega kaflaskiptur. Fyrri hálfleikur leiksins var algjör
eign gestana úr Grindavík sem voru verðskuldað yfir 2-0 í hálfleik eftir mörk frá Daníel Leó Grétarssyni og Juraj Grizelj. En
í síðari hálfleik náði Carsten Pedersen að minnka muninn á 71. mínútu og skömmu seinna jafnaði varamaðurinn Ómar
Friðriksson fyrir KA með þrumu skoti og 2-2 jafntefli því staðreynd.
15.07.2013
Á morgun þriðjudag mætast KA og Grindavík í 11. umferð 1.deildar karla. Um er að ræða síðasta leik fyrri umferðar
mótsins. Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn enda um hörkuleik að ræða þar sem Grindavík sitja einir á toppnum með 22
stig og KA liðið verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum. Leikurinn hefst kl. 18.00.
15.07.2013
Á morgun taka KA menn á móti Grindvíkingum í 11. umferð 1. deildar á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst kl. 18 en kl. 17.15 fírum við í
grillunum og bjóðum upp á glóðarsteikta hamborgara og kók á vægu verði. Einnig munum við selja hina víðfrægu KA trefla sem
hafa svo sannarlega slegið í gegn.
Við verðum vestan við stúkubygginguna.
Sjáumst á morgun gul og glöð!
12.07.2013
Í kvöld vann KA gríðarlega góðan útisigur á Þrótturum 1-0. Það var Ivan Dragicevic sem skoraði eina mark leiksins
á 21. mínútu eftir hornspyrnu frá Hallgrími Mar. Leikurinn í kvöld fer seint í sögubækurnar fyrir áferða fallegan
fótbolta en afar mikilvæg stig í hús hjá liðinu á erfiðum útivelli. KA liðið hefur fengið 10 stig af 12 í fjórum
síðustu leikjum og hefur liðið haldið hreinu í þremur af þessum fjórum leikjum.
12.07.2013
Í gær þann 11. júlí afhenti Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, Alfreð
Gíslasyni skjal til staðfestingar á ákvörðun aðalstjórnar KA að gera hann að heiðursfélaga KA. Þessi afhending fór fram
við athöfn sem Íþróttaráð Akureyrar hélt í Hofi. Þar afhenti einnig Tryggvi Gunnarsson, formaður
Íþróttaráðs, Alfreð heiðurviðurkenningu Afrekssjóðs og Íþróttaráðs Akureyrar og Einar Þorvarðarson,
framkvæmdastjóri HSÍ sæmdi Alfreð gullmerki Handknattleikssambands Íslands.
11.07.2013
Á morgun fer liðið suður yfir heiðar og sækir Þróttara heim í 10. umferð 1.deildar karla. Leikurinn verður flautaður á kl.
19.15. Um er að ræða fyrsta heimaleik Þróttara undir stjórn Zoran Miljkovic sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu á
dögunum. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Þróttarar sitja í 11. sæti með 8 stig en KA er í því áttunda
með 11 stig.
04.07.2013
Okkar menn unnu í kvöld góðan 2-0 sigur á nágrönnum okkar frá Húsavík. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en
í þeim síðari skoraði KA tvö mörk og hefðu þau hæglega getað verið fleiri. Gunnar Valur hélt upp á endurkomu sína
í byrjunarlið KA eftir að hafa verið að stíga upp úr erfiðum meiðslum með því skora fyrsta mark KA í leiknum. Carsten Pedersen
bætti svo við öðru marki á 75. mínútu. Gestirnir frá Húsavík fengu síðan vítaspyrnu í seinni hálfleik
í stöðunni 1-0 fyrir KA sem Sandor Matus varði glæsilega. Lokatölur leiksins því 2-0 KA í vil sem með sigrinum eru komnir upp í 11 stig
og á fleygiferð upp töfluna.
04.07.2013
Allt starfsfólk FIMAK er nú í sumarfríi og verður skrifstofa félagsins lokuð þangað til 6.ágúst næstkomandi.
04.07.2013
Okkur langar að benda fólki á sýningu sem fram fer í kvöld fimmtudaginn 4.júlí kl.19.00 og föstudaginn 5.júlí kl.10.00 hér í íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.Danskur hópur sem nefnir sig Cirkus Flik Flak samanstendur af börnum og unglingum og hafa þau tvisvar áður komið til Íslands til að sýna við góðan orðstýr.
03.07.2013
N1-mót KA 2013 hófst í dag en fyrstu leikir verða flautaðir á eftir örfáar mínútur. Að þessu sinni eru um 1400
metnaðarfullir fótboltastrákar skráðir til leiks með sínum félögum en í ár verður leikið á tólf völlum og
í fyrsta sinn á stórglæsilegum gervigrasvelli – þeim nýjasta á landinu. Það má því með sanni segja að
næstu dagana verði boðið upp á algjöra fótboltaveislu á KA-svæðinu.
Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu mótsins með því að smella hér. Góða skemmtun!