Fréttir

Jóhann Helgason kominn heim!

Miðjumaðurinn Jóhann Helgason gekk í dag í raðir KA – síns uppeldisfélags – á lánssamningi frá Grindavík og mun spila með liðinu í 1. deildinni í sumar. Samningur við Jóhann var undirritaður í KA-heimilinu í dag.

KA-dagurinn á sunnudag - KA-menn fjölmennum!!

Næstkomandi sunnudag, 8. janúar 2012 kl. 14:00, á 84. afmælisdegi Knattspyrnufélags Akureyrar, verður KA-dagurinn haldinn hátíðlegur. Þar verður farið yfir liðið ár og kjöri Íþróttamanns KA fyrir árið 2011 lýst. Einnig verða landsliðsmenn KA á liðnu ári heiðraðir. Séra Hildur Eir Bolladóttir verður ræðumaður dagsins.

Jóhann Örn semur við KA

Framherjinn Jóhann Örn Sigurjónsson, sem er fæddur 1993, samdi í dag við knattspyrnudeild KA til tveggja ára.

Getraunastarf hefst á ný eftir stutt jólafrí

Getraunastarf KA hefst á ný eftir jólafrí. Fyrirkomulagið verður með sama sniði og fyrir jól eða deildarkeppni þar sem allir þátttakendur mætast innbyrðis í einfaldri eða tvöfaldri umferð. Samstarfsaðilar okkar í vetur eru fjölmargir og meðal vinninga má nefna gsm síma frá Nova, ársmiða á heimaleiki KA næsta sumar og flotta vinninga frá N1 og Byko. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið sem og fyrir besta seðil ársins og bestan samanlagðan árangur í keppnunum tveimur.

Breytingar á æfingatíma A2,A4,A5,M2,M5 og I7

Eftirtaldir hópar hafa fengið nýjan æfingatíma á vorönn.

Kjöri Íþróttamanns KA lýst nk. sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 8. janúar 2012 kl. 14:00, á 84. afmælisdegi Knattspyrnufélags Akureyrar, verður árlegt hóf í KA-heimilinu þar sem meðal annars verður farið verður yfir liðið ár og kjöri Íþróttamanns KA lýst. Þá verður öllum gestum boðið til herlegrar afmæliskaffiveislu. Allt KA-fólk er boðið hjartanlega velkomið í KA-heimilið til þess að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. Nánari upplýsingar hér á heimasíðunni síðar í vikunni.

KA hefur leik í Hleðslumótinu nk. laugardag (uppfærðar breytingar á leikjaplani)

Norðurlandsmótið í fótbolta í Boganum - sem í fyrra hét Soccerademótið en í ár Hleðslumótið - hefst nk. laugardag, 7. janúar, þegar bæði KA 1 og KA 2 eiga leiki. KA 1 spilar gegn Magna og KA 2 gegn Dalvík-Reyni.

Tilnefningar til íþróttamanns KA 2011 - Myndir

Hinar fjórar deildir KA hafa nú tilnefnt jafn marga einstaklinga úr sínum röðum, er munu keppa um titilinn Íþróttamaður KA árið 2011. Úrslit þess kjörs verða að venju tilkynnt í árlegri afmælishátíð félagsins þann 8 janúar n.k. en eins og flestir félagsmenn vita þá var KA stofnað þann 8. janúar 1928.

Gleðilegt nýtt ár!

Knattspyrnufélag Akureyrar óskar félagsmönnum sínum, starfsfólki, stuðningsmönnum, styrktaraðilum og Íslendingum öllum gæfu og gengis á árinu 2012 með þökk fyrir árið sem er að líða. KA-heimilið verður lokað á nýársdag og mánudaginn 2. janúar, en það verður síðan aftur opnað þriðjudaginn 3. janúar. Gleðilegt ár!

Stórskemmtilegt innanhússmót

Innanhússmótið í fótbolta í KA-heimilinu síðdegis í gær tókst með miklum ágætum og voru keppendur hinir ánægðustu með hvernig til tókst. Þegar upp var staðið höfðu félagarnir í liðinu "1991" sigur eftir æsilegan úrslitaleik við Meistarana, sem sigruðu í mótinu fyrir tveimur árum. Þátttakendur höfðu á orði eftir mótið að þetta mót yrði að vera árlegur viðburður og eigum við ekki bara að hafa það sem nýársheit að svo verði!