Fréttir

Bæði KA-liðin spila í Hleðslumótinu um helgina

Bæði KA1 og KA2 spila í Hleðslumótinu í Boganum um helgina. KA1 mætir KF á morgun, laugardag, kl. 17.30 og KA2 mætir Völsungum á sunnudag kl. 17.15. Þetta eru síðustu leikir liðanna í riðlakeppni Hleðslumótsins. KA1 er með fullt hús stiga í sínum riðli en KA2 eru án stiga. KA-menn eru hvattir til að fjölmenna í Bogann og styðja við bakið á strákunum.

KA bikarmeistari í 2. og 3. fl.

Bikarmóti BLÍ í 2. og 3. flokki beggja kynja lauk á Akureyri sunnudaginn 22. janúar. Liðin í 2. fl. kk drógu sig úr keppni og því voru engir bikarmeistarar krýndir í þeim flokki þetta árið. Mótið tókst í alla staði vel og voru leikmenn og þjálfarar/fararstjórar sjálfum sér og íþróttafélögum sínum til mikils sóma. KA var bikarmeistari í öllum flokkum þ.e. 2. og 3. fl. kvk og 3. fl. kk.

KA vann alla flokka á bikarmótinu í blaki um helgina!

KA sigraði í öllum þeim þrem flokkum sem keppt var í um helgina í bikarmóti BLÍ í KA-heimilinu. Frábær árangur hjá þessum efnilegu blakmönnum framtíðarinnar.

KA 2 tapaði fyrir Þór 1 í Hleðslumótinu í dag

KA 2 tapaði 1-4 fyrir Þór 1 í öðrum leik sínum í Hleðslumótinu í Boganum í dag. Miklar sviptingar voru í leiknum og fengu leikmenn í báðum liðum að líta rauða spjaldið.

Bein útsending úr KA-heimilinu frá bikarkeppni BLÍ!

Sent verður beint út á netinu frá leikjum í bikarkeppni BLÍ í 2. og 3. flokki í KA-heimilinu - bæði í dag, laugardag og einnig á morgun, sunnudag.

Bikarmót BLÍ í 2. og 3. flokki í KA-heimilinu um helgina

Um helgina fer fram bikarmót Blaksambands Íslands í 2. og 3. flokks í KA heimilinu. Þátttökulið í mótinu eru 14 og koma frá KA, Þrótti Neskaupstað, HK og Stjörnunni. Mótið hefst kl. 14 í dag og verður spilað til rúmlega 19 í kvöld. Mótinu lýkur á fjórða tímanum á morgun, sunnudag.

Æfingagjöld fyrir vorönn 2012

Kæru foreldrar og iðkendur.Um næstu mánaðarmót hefjum við innheimtu æfingagjalda fyrir vorönn 2012.Eins og á síðustu vorönn munum við dreifa æfingagjöldum niður á þrjár greiðslur til þæginda fyrir greiðendur.

Föstudagurinn er handboltadagur í KA heimilinu

Það verður mikið um að vera í KA heimilinu í dag, föstudaginn 20. janúar,  fimm handboltaleikir hjá yngri flokkum félagsins og einn hjá 2. flokki Akureyri handboltafélags. Um að gera að koma í KA heimilið og sjá unglingana okkar í handbolta, kveikt verður á sjónvarpinu fyrir þá sem vilja horfa á landsleikinn. Kl. 15:30 4. flokkur karla KA-Selfoss Kl. 16:30 3. flokkur karla KA-Selfoss Kl. 18:00 2. flokkur karla Akureyri-Selfoss Kl. 20:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 1. deild Kl. 21:00 4. flokkur karla KA-Víkingur 2. deild

Heimaleikur hjá 3. flokki

KA-1 mætir Selfossi í KA-Heimilinu kl. 16:30 á föstudaginn 20. jan. Selfyssingar eru á toppnum og taplausir en KA menn eru á botnum og þurfa því á öllum þeim stuðningi að halda sem möguleiki er á, því þörf er á stigum.

Helga Hansdóttir þriðja í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar

Helga Hansdóttir, Íþróttamaður KA 2011, varð í þriðja sæti í kjörinu til Íþróttamanns Akureyrar 2011. Þetta var kunngjört í hófi á Hótel KEA í kvöld. Íþróttamaður Akureyrar 2011 er sundkonan Bryndís Rún Hansen og í öðru sæti varð handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson.