19.12.2011
Hér að neðan eru myndir frá Jólamótinu sem Eyþór Ingi Jónsson tók.
19.12.2011
Ákveðið hefur verið að efna til innanhússmóts í knattspyrnu í KA-heimilinu föstudaginn 30. desember og er þetta gráupplagt
tækifæri fyrir knattspyrnuhetjur á öllum aldri að hittast, efla liðsandann og rifja upp gamlar og góðar minningar.
18.12.2011
Á laugardaginn var hin hefðbundna jólaæfingunni yngstu iðkendanna í handboltanum. Líkt og við mátti búast mættu nokkrir
skeggjaðir karlar með úttroðna poka á bakinu og fengu góðar viðtökur að vanda.
Hannes Pétursson sendi okkur nokkrar myndir frá æfingunni sem er hægt að skoða hér.
18.12.2011
Jólamót KA í júdó fór fram í dag er iðkendur yngri flokka kepptu. Keppendur voru 59 en nokkuð var um afföll vegna stífrar
dagskrár hjá krökkum almennt núna fyrir jólin. Krakkarnir stóðu sig afar vel og mikið var um falleg tilþrif og baráttan var oft
á tíðum rosaleg.
16.12.2011
Listi yfir árangur á erlendum mótum hefur nú verið uppfærður á júdósíðunni. Alls eru verðlaun á
alþjóðlegum mótum orðin 111. Fyrstu verðlaunin unnust árið 1987.
16.12.2011
Listi yfir Íslandsmeistartitla í júdó hefur nú verið uppfærður á júdósíðunni. Fjöldi titla er nú
kominn í 472. Það eru 150 einstaklingar sem hafa unnið þessa titla. Helstu breytingarnar sem urði á listanum núnu voru þær að
Helga Hansdóttir er kominn fram úr föður sínum, Hans Rúnari Snorrasyni. Helga hefur unnið 11 titla en Hans 9, bæði eru þau enn í
fullu fjöri svo þessu er langt í frá lokið á milli þeirra.
16.12.2011
Birkir Kristinsson er maðurin sem um var spurt að þessu sinni. Birkir er eins og flestir
vita einn besti markvörður sem ísland hefur átt og lék á ferli sínum 74 landsleiki. Þá var hann á mála hjá m.a
Stoke City, Bolton og Birmingham. Flesta leiki lék hann hér heim með fram eða u.þ.b 150 leiki. Þá spilaði hann með ÍA, ÍBV, Einhverja og
KA.
Það er deilt um það hvort hann hafi leikið 1 eða 2 leiki með KA en allavega meiddist hann illa og spilaði svo ekki meira með félaginu og fór til
ÍA.
16.12.2011
Undanfarin ár hafa einstaklingar s.s foreldrar, þjálfarar og gamlir iðkendur óskað eftir að fá að gerast félagsmenn FIMAK og styðja þannig við félagið.
15.12.2011
4.fl. karla A-lið eiga leik föstudag 16. desember kl.18:30 og B-lið einnig föstudag 16.desember kl.20:00
Bæði liðin hjá 3.fl. karla eiga leiki um helgina. KA1 á laugardag 17.desember kl.13:30. KA2
á laugardag kl.15:00 og sunnudag 18. desember kl.13:00.
Allir þessir leikir fara fram í KA-Heimilinu.
15.12.2011
Jólasveinar eru farnir að láta sjá sig í byggð og skemmta sér á ýmsan hátt. Tveir sveinkar kíkkuðu inn á
æfingar hjá KA-krökkum í Boganum í dag og reyndu fyrir sér í fótbolta með krökkunum. Það gekk svona og svona, en allir skemmtu
sér vel og þá er takmarkinu náð. Síðasta æfing yngri flokka KA á þessu ári verður nk. laugardag og að henni lokinni tekur
við gott jólafrí.