18.03.2012
Karlalið KA í blaki náði þeim frábæra árangri nú síðdegis að verða bikarmeistari þriðja árið í
röð. Strákarnir sigruðu Stjörnuna nokkuð sannfærandi í þremur hrinum gegn einni eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni.
18.03.2012
Það var sannkallaður hörkuleikur þegar KA/Þór tók á móti ÍBV í N1-deild kvenna í handknattleik á
laugardaginn. Eyjastúlkur unnu að lokum tveggja marka sigur, 24-22, en staðan í hálfleik var 12-14, ÍBV í vil. Florentina Staciu átti stórleik
í marki ÍBV og varði 23 skot. ÍBV fer í nítján stig í þriðja sæti deildarinnar en KA/Þór hefur átta stig
í því sjöunda og eygir enn von um að komast áfram í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap í leiknum.
18.03.2012
Íslandsmót 15-16 ára og 17-19 ára fór fram í Reykjavík í gær. KA átti 7 keppendur á mótinu og fóru
þau vægast sagt á kostum.
17.03.2012
Það var mannskemmandi frost í Boganum þegar KA tók á móti Víkingi
Reykjavík í Lengjubikarnum fyrr í dag. Leikurinn var engin svakaleg skemmtun og var þetta ekkert meira en fínasta helgarafþreying.
17.03.2012
Það er gríðarlega mikilvægur leikur á mánudagskvöldið þegar Akureyri tekur á móti toppliði deildarinnar FH og hefst leikurinn
klukkan 19:00 í Íþróttahöllinni.
Síðast þegar liðin mættust í N1 deildinni lauk leiknum með jafntefli 29 -29 í Hafnarfirði.
Áhorfendur stóðu sig frábærlega í síðasta heimaleik gegn HK og nú er enn meira undir, mætum öll og tökum með okkur vini og
vandamenn og gerum frábæra skemmtun á mánudagskvöldið.
15.03.2012
Það er stórleikur hjá meistaraflokki KA/Þór á laugardaginn þegar spútniklið ÍBV mætir í KA heimilið. Með
ÍBV liðinu leika a.m.k. tveir leikmenn sem voru hér fyrir nokkrum árum, þ.e.a.s. Ester Óskarsdóttir og Þórsteina
Sigurbjörnsdóttir. Þær tvær eru einmitt meðal markahæstu leikmanna liðsins það sem af er.
Það kostar ekkert inn á leikinn sem hefst klukkan 13:00 á laugardaginn – allir á völlinn og hvetja stelpurnar okkar!
15.03.2012
KA mætir Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum laugardaginn 17. mars nk. kl. 15.00 í Boganum. Þetta er fjórði leikur KA-liðsins í
þessu móti, en áður hefur KA tapað fyrir úrvalsdeildarliðum Skagamanna og Stjörnunnar en unnið 1. deildarlið ÍR.
14.03.2012
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 28.mars kl.20:30 í Giljaskóla, skólastofum 202 og 203.Gengið er inn að norðan verðu og uppá aðra hæð.Hvetjum alla sem málið varðar til þess að mæta.
14.03.2012
Handboltaskóli Bjarna Fritz
fer fram í KA heimilinu 2.-7. apríl, fyrir ungmenni 11 ára og eldri.
Bjarni hefur haldið þetta námskeið í Breiðholtinu síðastliðin þrjú sumur með góðum árangri.
Skipt verður í hópa eftir aldri og því munu strákar og stelpur æfa saman.
Handboltaskólinn verður frá mánudeginum 2. apríl til laugardagsins 7. apríl (sjá nánar hér á eftir).